fimmtudagur, nóvember 17, 2005

... eins og ofn hlýju!

Merkilegt hvernig hægt er að horfa langtímum saman á ósjálfbjarga kettlinga iða eins og orma og sjúga móður sína. Karfan hennar Kisu er komin í staðinn fyrir sjónvarpstæki á heimilinu. Svo gerir hún annað. Hún miðlar friðsemd og ró um stofuna eins og ofn hlýju og fyllir heimilið einhverju jafnvægi sem er erfitt að lýsa með orðum. Einhverri "svona á lífið að vera" tilfinningu. Læða opnaði augun í nótt en bræður hennar eru enn staurblindir. Set ofurkrúttlegar myndir af þeim á netið um leið og þau hætta að líta úr eins og rottuungar og verða sætir hnoðrar með stór, blá augu. Heimili óskast fyrir jól.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki sjö vikna samvera læðu og kettlinga í það stysta? Ég held að dýralæknar mæli yfirleitt með a.m.k. 9-10 vikum; kettlingarnir verða rólegri og meðfærilegri ef þeir fá að vera með mömmu þangað til. Að auki er áreiðanlega betra að koma á nýtt heimili þegar öllu jólastússinu er lokið, ekki rétt fyrir jólin.


Með bestu kveðju,

Hildigunnur sagði...

nei, nei, NEI! einn köttur er nóg! best að passa sig að koma ekki inn á síðuna þegar myndirnar koma...

Davíð Þór sagði...

Ég hélt að talað væri um sex til átta vikur. Þeir verða sjö vikna um jólin og þá orðnir kassavanir og hættir á spena. Annars held ég að það fari mestanpart eftir jólahaldi hvers og eins hve gott er að bætast við fjölskylduna um jólin. Áreiðanlega er einhvers staðar betra að koma eftir áramót.

Karna Sigurðardóttir sagði...

... vottar fyrir örlítilli afbrygðisemi á mínu heimili? ...

Janki er orðinn mun ábyrgðarfyllri eftir að hann varð pabbi :)

Nafnlaus sagði...

Ég fékk um átta vikna kött úr síðsata goti, Kolku, og gat ekki annað séð en að hún væri tilbúin til að fara. Ég hef átt margan köttinn um ævina en engan eins hreinlátan og þennan.

Nafnlaus sagði...

hi, sibylle heiti ég. ég fekk bloggið þitt frá hallveig runarsdóttir. (and now i'll continue on english, it's better than my written icelandic.) she told me that you have little "kettlingar". the thing is that i am looking for a little cat as christmas present for my daughter and husband. they've been wanting a cat for a long time, just boring mother/wife (that would be me) against it - so far. can't wait to see their surprised anf happy faces (and mine)... so if you're still have a cat available, please have contact with me!

sibyllekoell@yahoo.com
sibylle@btnet.is
6992467

hope this will work out! bestir þakkir og kvedja - sibylle.