þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Skömm og skandalar

(Sir Lancelot/Lord Melody)

Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.
Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.

Austur á fjörðum forðum bjó
fjölskylda ein í spekt og ró
uns upphófst mikið uppistand
er erfinginn vildi í hjónaband.
Þá sonur gekk á föður fund,
í fylgd með honum hið unga sprund,
en pabbi dæsti er hann dömuna sá:
„Hún er dóttir mín þessi'en segðu mömmu'ekki frá.“

Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.
Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.

Misseri leið í sorg og sút,
en sveinninn hugðist þó ganga út.
Hann ástfanginn af ungmey var
sem eldaði dýrar kræsingar.
En pabbi dæsti er hann dömuna sá:
„Hún er dóttir mín líka'en segðu mömmu'ekki frá.“

Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.
Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.

En mömmu sagði'hann allt, enda miður sín,
og mömmu gömlu fannst þetta ágætt grín.
„Þú hlusta ekki skalt þennan hórkarl á,
því hann er ekki pabbi þinn, en segðu'ekki frá.“

Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.
Ó og æ!
Skömm og skandalar um allan bæ.

Nýleg forsíða vikunnar minnti mig á þennan gamla slagara. Mér vitanlega hefur hann ekki verið þýddur á íslensku fyrr en nú. Þetta er auðvitað enginn gullaldaldarkveðskapur, en kannski má hafa gaman af þessu fyrir því.

3 ummæli:

Þorbjörn sagði...

Alveg þrumandi fínn texti, nú er bara að koma þessu lagi fyrir sig.

Davíð Þór sagði...

Það er tengt á það á Youtube þar sem höfundanna er getið. Set líka tengingu þar í neðanmálsgreininni.

innevS sagði...

Þetta ætti að vera í þættinum efst á spaugi.