Íslenskum fjölmiðlum er að vissu leyti vorkunn að vera ekki betri en þeir eru. Smæð markaðarins gerir það einfaldlega að verkum að fjármagnið leyfir ekki að fjöldi starfskfrafta og vinnustunda á bak við hvern dálksentímetra sé sambærilegur við það sem gerist víðast hvar erlendis. Þetta er þó auðvitað engin afsökun fyrir því almenna metnaðarleysi sem til dæmis lýsir sér í því hve allir íslenskir ritmiðlar virðast hafa einlægan áhuga á því hvort Amy Winehouse var í nærbuxum eða ekki síðast þegar hún fór á djammið.
Auðvitað fjalla íslenskir fjölmiðlar mestanpart um alvarlegri mál. Nýlegt, skelfilegt mansalsmál, sem verið er að rannsaka, hefur þannig fengið talsverða umfjöllun og eðlilega vakið almennan óhug. Rannsókn hefur leitt í ljós svo víðtæk og fjölbreytt afbrot, ofbeldi og hvers konar svik, að nú er verið að rannsaka málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Þó er ekki laust við að manni finnist ekki hafa komið alveg nægilega skýrt fram nákvæmlega hvað í mansali felst. Það er í raun ekkert annað en þrælahald, oft í formi nauðungarvændis, þ.e.a.s. þaulskipulagðra raðnauðgana á fátækum stúlkum í ábataskyni fyrir þriðja aðila. Ástæðulaust er að fara fegri orðum um athæfið.
Illu heilli óttast ég að ástæða þess hve mikið hefur verið fjallað um þetta mál að undanförnu sé ekki sú hve ofbeldi af þessu tagi er einstaklega svívirðilegt, heldur sú að málið tengist sjúkri kynhegðun, lesefni sem allir óvönduðustu fjölmiðlar veraldar gera sér einmitt sérstakan mat úr að velta sér upp úr. Nýjasta útspilið sýnir nefnilega að dómgreind og siðferði hafa ekki roð við dramatískum uppslætti. Þar var gert mikið úr því að handtaka konu nokkurrar, sem tengist málinu, skyldi ekki fara fram í kyrrþey og að henni skyldi sýnd sú tillitssemi að bíða eftir ömmunni til að passa börnin áður en farið var með hana á lögreglustöðina til yfirheyrslu um meinta aðild hennar að viðurstyggðinni. Vafalaust er það áfall fyrir barn að sjá móður sína handtekna, en að óþægileg lífsreynsla af því tagi þyki eiga erindi í umfjöllun um þá lífsreynslu að vera haldið í þrælkun og nauðgað ítrekað lýsir engu öðru en siðblindu af stærðargráðu sem engin orð fá gert tæmandi skil.
En kannski er ekki við öðru að búast í landi þar sem engin pressa hefur markað sér þá meðvituðu ritstjórnarstefnu að vera aldrei hlandgul.
Auðvitað fjalla íslenskir fjölmiðlar mestanpart um alvarlegri mál. Nýlegt, skelfilegt mansalsmál, sem verið er að rannsaka, hefur þannig fengið talsverða umfjöllun og eðlilega vakið almennan óhug. Rannsókn hefur leitt í ljós svo víðtæk og fjölbreytt afbrot, ofbeldi og hvers konar svik, að nú er verið að rannsaka málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Þó er ekki laust við að manni finnist ekki hafa komið alveg nægilega skýrt fram nákvæmlega hvað í mansali felst. Það er í raun ekkert annað en þrælahald, oft í formi nauðungarvændis, þ.e.a.s. þaulskipulagðra raðnauðgana á fátækum stúlkum í ábataskyni fyrir þriðja aðila. Ástæðulaust er að fara fegri orðum um athæfið.
Illu heilli óttast ég að ástæða þess hve mikið hefur verið fjallað um þetta mál að undanförnu sé ekki sú hve ofbeldi af þessu tagi er einstaklega svívirðilegt, heldur sú að málið tengist sjúkri kynhegðun, lesefni sem allir óvönduðustu fjölmiðlar veraldar gera sér einmitt sérstakan mat úr að velta sér upp úr. Nýjasta útspilið sýnir nefnilega að dómgreind og siðferði hafa ekki roð við dramatískum uppslætti. Þar var gert mikið úr því að handtaka konu nokkurrar, sem tengist málinu, skyldi ekki fara fram í kyrrþey og að henni skyldi sýnd sú tillitssemi að bíða eftir ömmunni til að passa börnin áður en farið var með hana á lögreglustöðina til yfirheyrslu um meinta aðild hennar að viðurstyggðinni. Vafalaust er það áfall fyrir barn að sjá móður sína handtekna, en að óþægileg lífsreynsla af því tagi þyki eiga erindi í umfjöllun um þá lífsreynslu að vera haldið í þrælkun og nauðgað ítrekað lýsir engu öðru en siðblindu af stærðargráðu sem engin orð fá gert tæmandi skil.
En kannski er ekki við öðru að búast í landi þar sem engin pressa hefur markað sér þá meðvituðu ritstjórnarstefnu að vera aldrei hlandgul.
Bakþankar í Fréttablaðinu 7. 11. 2009
1 ummæli:
mætti halda að þú hefðir líka verið á leiksýningunni "Lilja" um daginn.. þar er einmitt fjallað um mannsal, og maður fær að ræða við crew-ið(ásamt mannfræðingi) eftir á... mjög nærandi upplýsingar þar ef maður hefur áhyggjur af þessu málefni (og ef maður hefur Ekki áhyggjur af því, þá fær maður áhyggjur af því eftir sýninguna)
Skrifa ummæli