fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Credo

Þú horfir af barmi hárra kletta
í hylinn dökkva
og hræðist ekki að hrasa og detta
heldur að stökkva.

Þú hugsar um allt sem þú hefur að tapa
og háskann að trúa
en óttast í rauninni ekki að hrapa
eins og að fljúga.

Þetta litla ljóð orti ég fyrir mörgum árum. Það rifjaðist upp fyrir mér í samtali fyrir skömmu. Ég minnist þess ekki að hafa birt það opinberlega áður.

2 ummæli:

spritti sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
spritti sagði...

Þetta er fallegt.