Það er ekkert að því að veiða sér til matar. Þannig má sameina holla útiveru sjálfsbjargarviðleitni sem manninum virðist vera eðlislæg. Að á menn renni drápsæði þannig að allt kvikt, sem á vegi þeirra verður, liggi örent á eftir flokkast ekki undir það. Sömuleiðis er ekki stigsmunur á því að kunna að meta góð vín með góðum mat og því að vera fullur allan sólarhringinn sjö daga vikunnar, heldur eðlismunur. Hófsemi er dyggð, hún þarf ekki að fela í sér neinn niðurdrepandi meinlætalifnað.
Nú er skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn. Því fylgir gjaldeyrir sem okkur veitir ekki af. Auk þess hefur fólk gott af því skipta um umhverfi og anda að sér fersku sjávarlofti. Það bætir líka hvern mann að skoða heiminn og kynnast framandi þjóðum og menningu þeirra. Það er ekkert rangt við að eiga frí og nota það til ferðalaga.
Aftur á móti runnu á mig tvær grímur þegar það var upplýst að nóttin um borð kostar hálfa milljón. Ferðin hingað til lands kostar því um fimm milljónir króna. Að vísu er fæðið innifalið í verðinu, en um borð eru nokkrir veitingastaðir. Á einum þeirra er trosið meira að segja étið af Vercace diskum. Einnig eru sundlaugar, verslanir og spilavíti um borð. Þarna er sem sé boðið upp á hvers konar afþreyingu í formi sömu verslunar, neyslu og þjónustu og farþegarnir eiga að venjast heima fyrir. Að vísu reikna ég með því að það sé frítt í sund.
Nú vil ég ekki hljóma eins og krumpaður fýlupoki, en ég get ekki að því gert að mér finnst dálítið úrkynjað að borga margar milljónir fyrir að fá að vera lokaður inni í einhverri fljótandi Smáralind á sterum dögum saman, jafnvel þótt manni gefist kostur á að brjóta upp búðarápið með því að kíkja á Gullfoss og Geysi eins og einn eftirmiðdag. Það er eitthvað rangt við það, eitthvað sem storkar velsæmiskennd minni. Reyndar myndi ég ganga svo langt að segja að það sýni slíkan skort á lágmarkdyggðum í ætt við hófsemi, samhyggð og smekkvísi að jaðri við úrsögn úr samfélagi siðaðra manna.
Árið 1986 var tveim hvalbátum sökkt í Reykjavíkurhöfn. Einhverjir ofurhugar gerðu sér lítið fyrir og losuðu botnlokur skipanna til að vekja athygli á málstað sínum. Hérmeð auglýsi ég eftir þeim sem þar voru að verki. Ég er með verkefni handa þeim.
Nú er skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn. Því fylgir gjaldeyrir sem okkur veitir ekki af. Auk þess hefur fólk gott af því skipta um umhverfi og anda að sér fersku sjávarlofti. Það bætir líka hvern mann að skoða heiminn og kynnast framandi þjóðum og menningu þeirra. Það er ekkert rangt við að eiga frí og nota það til ferðalaga.
Aftur á móti runnu á mig tvær grímur þegar það var upplýst að nóttin um borð kostar hálfa milljón. Ferðin hingað til lands kostar því um fimm milljónir króna. Að vísu er fæðið innifalið í verðinu, en um borð eru nokkrir veitingastaðir. Á einum þeirra er trosið meira að segja étið af Vercace diskum. Einnig eru sundlaugar, verslanir og spilavíti um borð. Þarna er sem sé boðið upp á hvers konar afþreyingu í formi sömu verslunar, neyslu og þjónustu og farþegarnir eiga að venjast heima fyrir. Að vísu reikna ég með því að það sé frítt í sund.
Nú vil ég ekki hljóma eins og krumpaður fýlupoki, en ég get ekki að því gert að mér finnst dálítið úrkynjað að borga margar milljónir fyrir að fá að vera lokaður inni í einhverri fljótandi Smáralind á sterum dögum saman, jafnvel þótt manni gefist kostur á að brjóta upp búðarápið með því að kíkja á Gullfoss og Geysi eins og einn eftirmiðdag. Það er eitthvað rangt við það, eitthvað sem storkar velsæmiskennd minni. Reyndar myndi ég ganga svo langt að segja að það sýni slíkan skort á lágmarkdyggðum í ætt við hófsemi, samhyggð og smekkvísi að jaðri við úrsögn úr samfélagi siðaðra manna.
Árið 1986 var tveim hvalbátum sökkt í Reykjavíkurhöfn. Einhverjir ofurhugar gerðu sér lítið fyrir og losuðu botnlokur skipanna til að vekja athygli á málstað sínum. Hérmeð auglýsi ég eftir þeim sem þar voru að verki. Ég er með verkefni handa þeim.
1 ummæli:
ef þú lest þetta svona löngu seinna þá get ég upplýst þig um að Paul Watson sem stóð fyrir þessum verknaði er persona non grata á Íslandi og má ekki koma til að redda þessu fyrir þig.
Skrifa ummæli