föstudagur, júní 05, 2009

Fljóð þrá bara fjör

(Cindy Lauper/Robert Hazard – íslenskur texti: D. Þ. J.)

Í rauðabítið er rangla ég heim
mig ræðir við móðir mín með hrútshornum tveim.
Æ, mamma, vertu stillt, á stóryrðin spör
því fljóð þau þrá bara fjör.
Ó, fljóð þau þrá bara fjör.

Um miðja nótt í mig er oft hringt.
Það misbýður föður mínum heilagt og sýknt.
Æ, elsku besti pabbi, yggldu'ekki vör
því fljóð þau þrá bara fjör.
Ó, fljóð þau þrá bara fjör.

Þau vilja ung og ör
allt fjör.
Þau eru svo úr garði gjör
að fljóð – þau þrá bara fjör.
Ó, fljóð þau þrá bara fjör.

Fljóð þau þrá … þrá bara fjör,
fljóð … þrá bara …

Ef þú hyggst í ungmeyju ná
og einangra stúlkuna heiminum frá
ei verður lukkuleg lífs hennar för
því fljóð þau þrá bara fjör.
Ó, fljóð þau þrá bara fjör.

Þau vilja ung og ör
allt fjör.
Þau eru svo úr garði gjör
að fljóð – þau þrá bara fjör.
Ó, fljóð þau þrá bara fjör.

Fljóð þau þrá … þrá bara fjör,
fljóð … þrá bara … fjör.

Þau þrá bara … þau þrá bara … fjör.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Þessu hafði ég gaman af!

grumpy sagði...

Davíð Lá ber :)

Nafnlaus sagði...

Sæll Davíð

Kannast þú við þennan texta... Fann þetta lag á youtube og einhver fugl hvíslaði því að mér að þetta væri eftir þig. Skrifaði að gamni textann upp eftir hljóði því mér finnst lagið skemmtilegt en það er fjandanum erfiðara að skilja textann. Kannski getur þú fyllt leiðrétt hann fyrir mig.

Kveðja,
Einn forvitinn grúskari... :-)

Jólatrén þau skína, litrík jólaljós.
Litlar óskastjörnur hvert og eitt.
Eftirvænting kviknar hjá ungri blómarós.
Allt það feikna dýra sem auð getur veitt.

Ég á mér ósk um jólaskraut og pakka
Á mér ósk um gjafir handa mér
Óskin er að góðan mat að smakka
Ef ég mætti óska hvers sem er

Eftst á jólatrénu skín ósk svo heit og hrein
[Þína merkjaást] ekki neitt
Að í hverju hjarta ríki ástin ein
Og allir [sakna með mig] í hamingjuleit

Ég á mér ósk um jólagleði sanna
Á mér ósk, þá sakna ég ei neins.
Óskin er friður meðal manna
ef ég mætti bara óska eins.

Ó jól, svona eru jól.
Allir hlaupa um í innkaupum
einsog í búðunum fáist jólin.

Ég sakna hvorki gjafa
né þess að allir fari á hlið
Mig langar bara að hafa
vini mína mér við hlið

Desember, tími neins og anna
Desember jólin koma senn

Ég á mér ósk um jólagleði sanna
Á mér ósk, þá sakna ég ei neins.
Óskin er friður meðal manna
ef ég mætti bara óska eins.

Ég á mér ósk um jólagleði sanna
Á mér ósk, þá sakna ég ei neins.
Óskin er friður meðal manna
ef ég mætti bara óska eins.

Davíð Þór sagði...

Jú, gott ef ég böðlaði þessu ekki saman einhvern tímann fyrir Magnús Scheving, það var eitthvað "Jól í Latabæ" dæmi.

Nafnlaus sagði...

Mikið væri nú gaman að sjá textann "Strákur að nafni Stína" einhverntímann á þessum slóðum.
Kristján I.