Um síðustu helgi var ég gestgjafi nokkurra Norðurlandabúa sem hér voru í heimsókn. Þeir voru áhugasamir um hrunið og kreppuna og m.a. spurði Finninn mig um bensínverðið hér á landi. Ég sagði honum það og að nýleg hækkun þess hefði ekki gert lukku meðal landsmanna. Hann reiknaði þetta í huganum og tilkynnti mér svo að bensínið væri samt ódýrara hér en það hefur verið í Finnlandi árum saman.
Um alllangt skeið hef ég forðast að vera á ferð um borgina á ákveðnum tímum sólarhringsins vegna umferðarteppunnar sem þá er viss passi. Síðast þegar ég tók þátt í henni taldi ég að gamni mínu farþegana í hinum bílunum. Tuttugasti hver bíll reyndist hafa fleiri um borð en bílstjórann einan. Þegar allir eru á ferð í einu og hver einstaklingur þarf 12 fermetra af stáli undir rassgatið á sér einum er auðvitað ekki von að vel fari. Ég efast um að nokkur maður myndi kæra sig um að búa í borg sem væri undirlögð af vegakerfi sem réði við slík ósköp.
Í raun væri einfalt mál að minnka umferðarþungann á álagstímum um helming. Það þyrfti aðeins að skikka fólk til að taka einhvern með sér sem væri á sömu leið. Í sumum löndum er hvatt til þess að fólk taki sig saman um bílferðir með sérstökum akreinum fyrir bíla með farþegum. Hér á landi fer neyslustýring á hinn bóginn fram með sköttun og verðlagningu.
Í síðustu viku heyrði ég útvarpsmann nokkrun býsnast ósköpin öll yfir því hvað það væri orðið dýrt að aka í vinnuna. Reyndar var honum svo misboðið að hann hvatti til þess að fólk færi niður á Austurvöll með sleifar og potta til að mótmæla því að það væri orðið skynsamalegra að taka strætó í vinnunna eða að nokkrir vinnufélagar væru samferða á morgnana en að rúnta þennan spöl einn á sínum prívatbíl. Það voru ekki hagsmunir atvinnubíljstóra sem honum voru svona hugleiknir, heldur fannst honum einfaldlega með öllu óverjandi að hinar óhjákvæmilegu efnahagsaðgerðir vegna óstjórnar undanfarinna ára skyldu miða að því að draga úr svifryks- og koltvísýringsmengun í borginni, jafnframt því að stemma stigu við hinu hömlulausa bensínbruðli sem Íslendingar hafa tamið sér, með því að gera verðlagningu á eldsneyti hér á landi sambærilegri því sem tíðkast meðal siðaðra þjóða.
Ég er ósammála honum.
Um alllangt skeið hef ég forðast að vera á ferð um borgina á ákveðnum tímum sólarhringsins vegna umferðarteppunnar sem þá er viss passi. Síðast þegar ég tók þátt í henni taldi ég að gamni mínu farþegana í hinum bílunum. Tuttugasti hver bíll reyndist hafa fleiri um borð en bílstjórann einan. Þegar allir eru á ferð í einu og hver einstaklingur þarf 12 fermetra af stáli undir rassgatið á sér einum er auðvitað ekki von að vel fari. Ég efast um að nokkur maður myndi kæra sig um að búa í borg sem væri undirlögð af vegakerfi sem réði við slík ósköp.
Í raun væri einfalt mál að minnka umferðarþungann á álagstímum um helming. Það þyrfti aðeins að skikka fólk til að taka einhvern með sér sem væri á sömu leið. Í sumum löndum er hvatt til þess að fólk taki sig saman um bílferðir með sérstökum akreinum fyrir bíla með farþegum. Hér á landi fer neyslustýring á hinn bóginn fram með sköttun og verðlagningu.
Í síðustu viku heyrði ég útvarpsmann nokkrun býsnast ósköpin öll yfir því hvað það væri orðið dýrt að aka í vinnuna. Reyndar var honum svo misboðið að hann hvatti til þess að fólk færi niður á Austurvöll með sleifar og potta til að mótmæla því að það væri orðið skynsamalegra að taka strætó í vinnunna eða að nokkrir vinnufélagar væru samferða á morgnana en að rúnta þennan spöl einn á sínum prívatbíl. Það voru ekki hagsmunir atvinnubíljstóra sem honum voru svona hugleiknir, heldur fannst honum einfaldlega með öllu óverjandi að hinar óhjákvæmilegu efnahagsaðgerðir vegna óstjórnar undanfarinna ára skyldu miða að því að draga úr svifryks- og koltvísýringsmengun í borginni, jafnframt því að stemma stigu við hinu hömlulausa bensínbruðli sem Íslendingar hafa tamið sér, með því að gera verðlagningu á eldsneyti hér á landi sambærilegri því sem tíðkast meðal siðaðra þjóða.
Ég er ósammála honum.
7 ummæli:
Ég er sammála þér.
Ég skil ekki heldur þetta væl yfir bensínverðinu og finnst einmitt að hækkun olíugjalds og bílastæðakostnaðar séu eðlileg skref í átt að umhverfisvænna þjóðfélagi. Fyrir nokkrum árum var ég gestur við Washingtonháskóla í Seattle og fannst bílageymslugjaldskráin við skólann ansi sniðug. Gjaldið var frekar hátt en mikill afsláttur (80% að mig minnir) var gefinn ef þrír eða fleiri komu í sama bíl.
Skv. benzinpreis.de er dæmigert bensínverð þar um 1,31 evrur/L sem gera rúmar 230 kr/L á gengi dagsins í dag. Verðið er svipað í Danmörku (ódýrast 9,55 kr/L), Noregi (ódýrast 11,37 kr/L) og Frakklandi (1,34 evrur/L) en örlítið ódýrara í Bretlandi (u.þ.b. 1 pund/L) og Austurríki (1,15 evrur/L).
Já, alveg sammála, en yfirvöld verða að byrja strax að koma til móts við lýðinn (í jákvæðri og fallegri merkingu orðsins) og efla almenningssamgöngur í stað þess að skera þær eilíflega niður. Í París hefur allt verið gert til að berjast gegn einkabílnum, bílastæðagjöld hafa hækkað og varla til ókeypis stæði í borginni, en um leið hefur stanlaust verið unnið í því að laga almenningssamgöngur, vefvæða þær, farsímavæða þær, bæta aðgengi, rúllustiga o.s.frv. Á Íslandi er sífellt verið að fækka ferðum vagna. Það er ekki hægt að krefjast þess af fólki að hætta að keyra, en um leið fækka öðrum möguleikum á lausnum. Bara dæmi sem gengur ekki upp.
stanSlaust á að standa þarna einhvers staðar...
Almenningssamgöngur á Íslandi, allavega í höfuðborginni, eru til háborinnar skammar. Um helgina gisti hjá okkur ungur maður utan af landi sem var að vinna á matsölustað í miðbænum. Vinnutímanum lauk ekki fyrr en upp úr eitt á næturnar þannig að þá var strætó hættur að ganga og svo hann þyrfti ekki að ganga einn heim á þessum tíma nætur var ekki um annað að ræða en að sækja hann. Á sunnudaginn ætlaði hann að taka stætó í bæinn til að mæta í vinnuna klukkan tólf á hádegi. Þá kom í ljós að um helgar ganga vagnarnir á klukkutíma fresti svo drengurinn hefði þurft að taka strætó upp úr ellefu til að mæta á réttum tíma klukkan tólf og ganga um miðbæinn í um það bil þrjú korter. Nú er hann búinn að fá vinnu á þessum veitingastað í sumar og lausnin (sem reyndar er alls ekki slæm) er að hann komi bara með hjólið sitt í bæinn.
mér finnst þú vera búin að gleima því fólki sem varð að fá sér bíl eftir að strædó var einkavæddur, og í kjölfar á því. þjónusta skert. ég er einn af því fólki.
íslendingar virðast ekki heldur fatta hvað almenningssamgöngur eru, og við erum langt á eftir öðrum norðurlandaþjóðum í þeim efnum, t.d er ekki til lest á landinu.
Ég er sammála þér að mörgu leiti, en ég hef samt aldrei almennilega skilið þetta með að sameinast í bíla. Ég, persónulega, þekki engan í mínu hverfi sem vinnur nálægt mínum vinnustað. Hvernig get ég komist að því hver vinnur nálægt mínum vinnustað OG er með svipaðan vinnutíma og ég? Er það augljóst hvar ég finn þetta fólk því ég hef aldrei heyrt talað um það?
Reyndar hjóla ég oftast í vinnuna og nýt þess í botn.
Skrifa ummæli