laugardagur, mars 07, 2009

Staka

Þessa stöku orti ég til konu minnar í gær. Hún er bragfræðilegt stef við gamansögu sem hún sagði mér af tónsmíðaaðferðum Jóhanns Sebastíans Bachs.

Ef yrki ég um atlot þín
og ástar hamingjuna
verð ég bæði að vanda rím
og stuðlasetninguna.

Engin ummæli: