Árdagar búsáhaldabyltingarinnar eru mér enn í fersku minni, þótt þeir virðist mörgum öðrum gleymdir nú. Þjóðin stóð á Austurvelli og barði saman pottum og pönnum til að koma þeim skilaboðum inn í Alþingishúsið að hún væri búin að fá sig fullsadda af vanhæfni og úrræðaleysi valdhafa. Ég man líka að snertileysi Sjálfstæðismanna við raunveruleikann var svo algert að það sem átti að taka til umfjöllunar var frumvarp um að leyfa sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum.
Þeir héldu í alvörunni að þeir gætu haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist, að óbeit þjóðarinnar á stjórnarfari þeirra og starfaðferðum væri eitthvað tímabundið óþol sem ekkert myndi skilja eftir sig og hægt væri að sitja af sér uns það gengi yfir. Þeir héldu að fólkið með pottanna og pönnurnar væri fámennur hópur kverúlanta og „atvinnumótmælenda“ á launaskrá Vinstri-grænna. Það er nefnilega löng hefð fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að hafa hvítliðasveitir á sínum snærum og þess vegna halda þeir að aðrir flokkar vinni eins. Hvítliðum Sjálfstæðismanna hefur að vísu aðeins einu sinni í lýðveldissögunni verið sigað á almenning, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.
Margur heldur mig sig. Þannig trúir Davíð Oddsson því að í Fréttablaðinu séu birtar upplognar skoðanakannanir til að koma höggi á sig. Hann vann nefnilega sjálfur á Mogganum í kalda stríðinu og finnst slík vinnubrögð því ekki fráleit.
Þjóðin kom á óvart. Ógeð hennar á ríkisstjórn Geirs Haarde blés henni í brjóst áður óþekktri elju og með seiglunni tókst að svæla Sjálfstæðismenn frá völdum. Þeir kunna því illa og í síðustu viku sóuðu þeir takmörkuðum tíma Alþingis í að mótmæla því að lýðræði í landinu sé aukið og eflt í stað þess að þar sé fjallað um bráðnauðsynlegar efnahagsaðgerðir. Þær hljóta væntanlega að felast í því að koma brennivíni í búðir. Alltjent hafði Sjálfstæðisflokkurinn lítið annað til málanna að leggja þegar hann var í ríkisstjórn og hagkerfið var nýhrunið.
Ekki kom fram í málþófi Sjálfstæðismanna nákvæmlega hve heimska þeir telja kjósendur vera, en ljóst má vera af tilburðunum að þeir álíta þá annað hvort verulega greindarskerta eða minnislausa. Í apríl verður þeim vonandi sýnt að það er ranglega ályktað.
Bakþankar í Fréttablaðinu 14. 3. 2009
Þeir héldu í alvörunni að þeir gætu haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist, að óbeit þjóðarinnar á stjórnarfari þeirra og starfaðferðum væri eitthvað tímabundið óþol sem ekkert myndi skilja eftir sig og hægt væri að sitja af sér uns það gengi yfir. Þeir héldu að fólkið með pottanna og pönnurnar væri fámennur hópur kverúlanta og „atvinnumótmælenda“ á launaskrá Vinstri-grænna. Það er nefnilega löng hefð fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að hafa hvítliðasveitir á sínum snærum og þess vegna halda þeir að aðrir flokkar vinni eins. Hvítliðum Sjálfstæðismanna hefur að vísu aðeins einu sinni í lýðveldissögunni verið sigað á almenning, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.
Margur heldur mig sig. Þannig trúir Davíð Oddsson því að í Fréttablaðinu séu birtar upplognar skoðanakannanir til að koma höggi á sig. Hann vann nefnilega sjálfur á Mogganum í kalda stríðinu og finnst slík vinnubrögð því ekki fráleit.
Þjóðin kom á óvart. Ógeð hennar á ríkisstjórn Geirs Haarde blés henni í brjóst áður óþekktri elju og með seiglunni tókst að svæla Sjálfstæðismenn frá völdum. Þeir kunna því illa og í síðustu viku sóuðu þeir takmörkuðum tíma Alþingis í að mótmæla því að lýðræði í landinu sé aukið og eflt í stað þess að þar sé fjallað um bráðnauðsynlegar efnahagsaðgerðir. Þær hljóta væntanlega að felast í því að koma brennivíni í búðir. Alltjent hafði Sjálfstæðisflokkurinn lítið annað til málanna að leggja þegar hann var í ríkisstjórn og hagkerfið var nýhrunið.
Ekki kom fram í málþófi Sjálfstæðismanna nákvæmlega hve heimska þeir telja kjósendur vera, en ljóst má vera af tilburðunum að þeir álíta þá annað hvort verulega greindarskerta eða minnislausa. Í apríl verður þeim vonandi sýnt að það er ranglega ályktað.
Bakþankar í Fréttablaðinu 14. 3. 2009
1 ummæli:
Samt eru Sjálfstæðismenn fljótir að gleyma,eða er alveg sama um hver orsakaði banka hrunið og hvar ábyrgðin liggur.
Virðist vera blóðug skylda að kjósa flokkin ,þrátt fyrir aflglöpin sem hann framkvæmir.
Aldrei skal þeim refsað.
Skrifa ummæli