Bloggfrí eru voða mikið í tísku um þessar mundir. Sjálfur er ég vegna anna við annað búinn að vera í bloggfríi í rúman mánuð (ef undan eru skildir Bakþankarnir sem ég birti hér), en ég ákvað að tilkynna það ekki neitt sérstaklega eða auglýsa – enda svosem ekki fyrirfram ákveðið hlé til einhvers ákveðins tíma. Hins vegar er ég núna nýkominn úr ferðalagi til Mexíkó sem orðið hefur mér tilefni vangaveltna sem mig langar að færa í letur, ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum öðrum en mér þættu þær áhugaverðar.
Cocoyoc 2007
Ég hef nú um nokkurt skeið setið í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International, ber um þessar mundir reyndar þann virðulega titil „varaformaður“. Amnesty International eru alþjóðleg og lýðræðisleg samtök um 2,5 milljóna jarðarbúa um allan heim, en af þeim eru ríflega 9000 Íslendingar. Til að viðhalda lýðræðinu hittast fulltrúar allra deilda með reglulegu millibili, samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, skerpa á áherslunum og taka ákvarðanir til framtíðar í umboði félaganna heima – á svokölluðu heimþingi.
Heimsþing samtakanna var haldið í Morelos í Mexíkó um miðjan mánuðinn og var ég einn fjögurra fulltrúa okkar Íslendinga á staðnum. Um þingið sjálft er í sjálfu sér lítið að segja, einkum var rætt um innra starf, innbyrðis samskipti og skipulag samtakanna, en minna um stefnu og áherslur enda liggja þær nokkurn veginn fyrir og voru auk þess meginefni þingsins í hitteðfyrra.
Hvað einstök mál varðar þá finnst mér sjálfum breytingar á tungumálastefnu samtakanna áhugaverðastar. Tungumál Amnesty International eru fjögur – enska, franska, spænska og arabíska. Þetta hafa verið svokölluð „kjarnatungumál“ samtakanna. Einstakar deildir hafa síðan séð um þýðingar á völdu efni á móðurmál félaga sinna. Á þessu þingi var hins vegar samþykkt að hætta að notast við þessa skilgreiningu og taka þess í stað upp „strategísk“ tungumál. Ákveðin krítería var samþykkt sem skilgreinir hvað telst „strategískt“ tungmál og þótt að vissu leyti megi segja að hún sé eins og klæðskerasaumuð utan um núverandi kjarnatungur (talaðar í fjölda landa þar sem AI er með starfsemi, ríkjandi á stórum svæðum þar sem málstaður AI þarf að heyrast) má reikna með að innan tíðar heyri fleiri tungur undir þessa kríteríu, t. a. m. rússneska og hugsanlega kínverska. Þetta held ég að ætti að auðvelda samtökunum að verða alþjóðlegri og rista dýpra, þ. e. a. s. ekki aðeins ná til fleiri landa heldur fjölbreyttari hóps innan hvers lands, því mjög víða – s. s. ýmiss staðar í Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu – er enskunnátta forréttindi menntastéttanna og menntun forréttindi auðstéttanna.
Stærsta (jafnvel eina) vandamál AI er sennilega vestræn ímynd samtakanna, en mikill meirihluti félaganna er evrópskur, norður-amerískur og frá Eyjaálfu, þótt þeim vaxi ört fiskur um hrygg annars staðar, s. s. víða í Suður-Asíu og Suður-Ameríku. En þetta leiðir einmitt hugann að því hvað maður býr við ótrúleg forréttindi. Það eina sem maður fórnar er hluti af tíma sínum og í staðinn fær maður yfirleitt jákvæð viðbrögð þegar maður segir frá því hvað maður er að gera, jafnvel virðingu. Þegar framkvæmdastjóri Amnestydeildarinnar í Zimbabwe kemur fram opinberlega þarf hann hins vegar að fara með fjölskyldu sína í felur á eftir. Loka þurfti kólombísku deildinni vegna þess að það þótti ekki verjandi að starfrækja hana, starfsfólkið var í stöðugri lífshættu. Bandaríska deildin er með mann í fullu starfi við að svara „hate mail“ sem deildinni berst. Þegar ísraelska deildin gagnrýnir notkun Ísraelshers á klasasprengjum í Líbanon er starfsfólk hennar kallað barnamorðingjar. Víða í múslimaríkjum er viðhorfið til AI svipað, samtökin eru álitin hluti af menningarlegri vestrænni heimsvaldastefnu – þau vilji þröngva vestrænni hugmyndafræði upp á restina af heiminum.
Forréttindapakkið á Fróni
Íslenska deildin er með 9000 félaga eða um 3% þjóðarinnar, á heimsvísu standa Færeyingar einir sig betur. Viðhorf þjóðarinnar til Amnesty International er undantekningarlítið jákvætt, samtökin njóta óskoraðs trausts og velvildar, þau þykja hlutlaus og áreiðanleg. Reyndar er áreiðanleikinn öflugasta vopn samtakanna. Ýmsir hafa reynt að hrekja þær fullyrðingar og staðhæfingar sem fram koma í ársskýrslu samtakanna, einkum afrískir harðstjórar, en enginn þeirra hefur haft erindi sem erfiði. Íslenskir fjölmiðlar eru samtökunum velviljaðir og meðal félaga er fjöldi stjórnmálamanna úr öllum stjórnmálaflokkum, meðal annars ráðherrar.
Það er ekki laust við að maður upplifi sig sem fordekrað pakk þegar maður á svona vettvangi blandar geði við fólk sem setið hefur í fangelsi vegna skoðana sinna, fólk sem býr við stöðuga ógn við líf þess og starf, fólk sem fórnað hefur öllu til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda, t. d. vegna alnæmisfaraldursins í Afríku. Sú almenna virðing fyrir mannréttindum, sem hér ríkir, er lúxus sem fáar þjóðir búa við. Hér er jafnrétti kynjanna í hávegum haft (miðað við það sem viðgengst annars staðar), dauðarefsing er fyrirlitin, samkynhneigðir njóta sömu réttinda og aðrir gagnvart hinu opinbera (játningar trúfélaga eru utan verksviðs samtakanna), tjáningarfrelsi nýtur meiri virðingar en víðast hvar og hópar nýnasista, kynþáttahatara, kristilegra öfgamanna og herskárra andstæðinga fóstureyðinga samanstanda af örfáum ofstækismönnum, en eru ekki öflugur þrýstihópur með ýmsa helstu valdamenn þjóðarinnar á sínum snærum eins og sums staðar. Þótt eitt og annað megi betur fara hérlendis er stundum í lagi að átta sig á því hvað maður hefur það gott og sýna þakklæti. Þakklæti er nefnilega eitthvað sem maður sýnir, þakklæti sem maður sýnir ekki er ekki þakklæti í raun heldur aðeins feginleiki.
Sem dæmi má nefna herferð Amnesty International gegn ofbeldi gegn konum – sem við álítum mannréttindabrot enda ein ljótasta birtingarmynd kynjamismununar. Herferðin naut athygli og velvildar fjölmiðla. Ásamt AI stóðu meðal annarra Unifem, Stígamót og Mannréttindaskrifstofan að þeirri herferð. (Ég biðst velvirðingar á því að ég gleymi eflaust einhverjum samtökum.) Nú ætla ég ekki að halda því fram að ofbeldi gegn konum heyri sögunni til og ekkert megi betur fara í meðferð slíkra mála. En herferðin leiddi til breyttrar löggjafar (þar sem þess er beinlínis getið í inngangi að hér sé verið að taka tillit til tilmæla ofannefndra samtaka) og breyttrar reglugerðar um framgang lögreglu þegar hún bregst við tilkynningum um heimilisofbeldi. Þetta aðgengi að fjölmiðlum og stjórnvöldum er algjör forréttindi sem baráttufólk fyrir mannréttindum annars staðar á jarðkúlunni nýtur ótrúlega sjaldan.
Andlega hliðin
En af hverju að berjast fyrir mannréttindum? Og hverju fær einstaklingurinn breytt? Við erum svo smá, getum við haft áhrif?
Áletrun á stuttermabol sem ég sá úti í Mexíkó var á þessa leið: „If you think you're to small to have an impact, try spending the night with a mosquito.“
Ímyndum okkur vogarskálar sem halla í aðra áttina því þeim megin er eitthvað ljótt sem ekki er vegið upp á móti hinum megin. Tveir menn vilja leggja sitt af mörkum, annar á stórt lóð og hinn lítið. Hvorugt lóðið eitt sér er nóg en til samans duga þau. Hvort lóðið er þá mikilvægara?
Margir líta svo á að þetta sé einfaldlega sjálfsagt mál, fólk eigi að vera gott hvert við annað, umburðarlyndi sé gott/dyggð (upp að því marki að mannréttindabrotum sé ekki sýnt umburðarlyndi), einstaklingurinn sé í eðli sínu fæddur frjáls skoðana sinna og hugsunar og allt sem hefti það frelsi hans sé af hinu illa (hvort sem menn vilja kalla það glæp, mannvonsku eða synd). Þetta er allt í sjálfu sér nógu góðar ástæður fyrir mig til að vilja leggja mitt lóð á vogarskálarnar. Nálgun AI er hins vegar önnur: „Virða á mannréttindi af því að það á að standa við þá alþjóðlegu sáttmála sem maður er aðili að.“
Auðvitað er þetta eina rétta og eðlilega nálgunin fyrir samtök á borð við AI, nálgun á forsendum alþjóðlegrar mannréttindalöggjafar. Ef við myndum hætta okkur út á brautir siðfræðinnar þyrfti varla að bíða þess lengi að samtökin færu að loga af innbyrðis deilum um skilgreiningar hugtaka á borð við „rétt“ og „rangt“ og hvaða kríteríur eigi að liggja að baki þeim. Því þótt tilfinningarök séu líka rök og andleg sannindi séu líka sannindi, þá er erfitt að ætla að láta „mér finnst“ vera grundvöll að lýðræðislegri stefnumótun samtaka með hálfa þriðju milljón félaga í öllum heimsálfum. Innan slíkra samtaka rúmast hálf þriðja milljón ólíkra „mér finnst“ yfirlýsinga. Hins vegar held ég að ekki sé laust við að andlegi þátturinn sé af þessum sökum stundum afskrifaður of fyrirvaralaust, hann sé e. t. v. léttvægari fundinn en ástæða er til.
Áður hefur verið nefnt hve vestræn ímynd samtakanna stendur vexti þeirra fyrir þrifum sums staðar í heiminum, einkum í islömskum ríkjum. Þar er jafnvel litið á þau sem áróðurstæki fyrir útlenskt gildismat sem er í beinum árekstri við menningarlega og trúarlega arfleifð þjóðarinnar. Í þessum heimshluta er menningarleg og trúarleg arfleifð oft óaðskiljanleg og þótt mannréttindayfirlýsing SÞ kveði á um að hver maður eigi að vera frjáls trúarlegrar afstöðu sinnar (ef einhverrar) er slík hugsun auðvitað barnalega útópísk gagnvart þeim sem fæðist í pakistönsku dreifbýli, svo dæmi sé tekið. Til að ná árangri verðum við að taka mið af raunveruleikanum eins og hann er og miða starf okkar við hann.
Innan allra trúarbragða eru starfandi leiðtogar sem aðhyllast skilyrðislausan náungakærleik og umfaðma þarafleiðandi öll mannréttindi í trúarafstöðu sinni. Lykillinn að árangri í mannréttindabaráttu á svæðum, þar sem litið er á mannréttindahugtakið sem erlend menningaráhrif sem brjóti gegn arfleifð þjóðarinnar, hlýtur að vera í því fólginn að styðja við, rækta og efla þann sprota sem fyrir er og hefur rætur í menningarlegum jarðvegi svæðisins – fremur en að flytja þau inn sem utanaðkomandi fyrirbæri sem dæmd eru til að mæta mótspyrnu og andstöðu, þótt ekki sé nema vegna þess eins hvaðan þau koma. Þarna er mannréttindabaráttu eflaust mun betur tekið ef forsenda hennar sprettur úr jarðvegi fólksins sjálfs. Ég er ekki frá því að þarna ætti AI að halda sig til hlés, alltjent til að byrja með, en reyna þess í stað að bakka upp þá friðflytjendur sem þegar hafa náð eyrum fólks á þess eigin forsendum.
Í Mexíkó hitti ég að máli nokkra snillinga. Einn þeirra er alþjóðalögfræðingur sem stofnað hefur AI deild í Tyrklandi, umhverfi sem er fremur fjandsamlegt fyrirbærinu. Hann talaði af miklu innsæi og þekkingu um að þótt vissulega væru mannréttindi absolút og alls ekki teygjanlegt hugtak skorti vesturlandabúa alloft „menningarlegt næmi“ til að boða þau múslimum.
Annar snillingur er starsmaður ísraelsku deildarinnar, sagnfræðingur með sérþekkingu á sögu Vestur-Evrópu upp úr siðaskiptum, en einnig fjölfróður um sögu islams auk þess sem hann þekkir gyðingdóm, bæði kenningar og framkvæmd, eins og lófann á sér. Sjálfur er hann trúleysingi, en hann talaði af mikilli virðingu um kærleiksboðskap trúarbragðanna og friðflytjendurna innan þeirra (um leið og hann lét auðvitað í ljós óbeit sína á ósveigjanleikanum og þvergirðingshættinum sem þeim hættir til að fóstra, einkum á heimaslóðum hans). Hann benti mér á samtök Rabbína með mannréttindum, sem ég hef sett tengil á hér af síðunni, og var ákaflega hrifinn af starfi þeirra. Hann taldi samtök á borð við þau og sambærileg samtök múslima nauðsynleg til að koma á friði og sátt fyrir botni Miðjarðarhafsins, AI dygðu ekki. Sums staðar er nefnilega vænlegra til árangurs að fá fólk til að hlusta á andlegan sannleik en alþjóðlegar skuldbindingar.
Heimferðin
Þótt yndislegt hafi verið í Mexíkó og umhverfið örvað hugann var ákaflega notalegt að koma heim. Skordýralífið í Mexíkó virtist nefnilega einkar sólgið í íslenskt blóð og matargerð innfæddra fór misvel í meltingarkerfi mörlandans, þótt sjálfur stæði ég undir viðurnefninu „Maðurinn með stálmagann“ sem ég var sæmdur á Indlandi 1989. Kynning Íslandsdeildarinnar á kæstum hákarli og brennivíni vakti mikla athygli og jafnvel kátínu, en minni gastrónómískan fögnuð, og er talin hafa markað tímamót í sögu heimsþinga samtakanna. Ýmsar deildir sögðust strax og heim kæmi ætla að beita sér fyrir breytingu í löggjöfinni heima fyrir á þá lund að komið yrði í veg fyrir mögulegan innflutning á meintum matvælum af þessu tagi.
Hins vegar gekk heimferðin brösuglega. Þegar ég ætlaði að tékka mig inn í flugvélina sem flytja átti mig frá Mexíkóborg til New York kom í ljós að mig vantaði einhvern miða í passann minn sem settur hafði verið þar þegar ég kom til landsins. Kaninn er með svipað sýstem, en hann hefur vit (efni) á að hefta hann inn í passann. Þetta gerir Mexíkóinn ekki. Fyrir vikið varð ég að fara í útlendingaeftirlitið á flugvellinum (sem opnaði ekki fyrr en tveim klukkustundum eftir að ég ætlaði að vera búinn að tékka mig inn), standa í biðröð eftir nýjum miða og borga fyrir hann 46 bandaríkjadali. Í fyrstu bölsótaðist ég og ragnaði innra með mér heil ósköp yfir þessu frumstæða og vanþróaða fyrirkomulagi. En svo tók ég tal við bandaríska konu sem var í sömu klemmu og kunni landi og þjóð litlar þakkir fyrir, talaði meðal annars um „litla Hitlera“. Þetta varð til þess að ég ákvað að samsama mig ekki með henni og sætta mig við örlög mín. Eftir að hafa staðið í tvo tíma upp á endann, verandi farinn að reikna allt eins með því að ná ekki vélinni minni, tók ég þá ákvörðun að líta á þetta allt sem verkefni í æðruleysi og bað aðeins um mátt til að taka því sem öfl, sem ég hefði ekkert yfir að segja, létu að höndum bera. Bingó, kortéri síðar var málið leyst, ég kominn með miðann í hendurnar og búinn að tékka mig inn. Þarna hafði ég eytt tveimur tímum í stress og vanlíðan sem hafði engin áhrif á framgang mála önnur en þau að stuðla að magasári og gera mig verr í stakk búinn til að bregðast við kringumstæðum.
Þegar til New York kom var ég aftur tekinn í yfirheyrslu af útlendingaeftirlitinu. Ég var nefnilega að koma með glænýjan passa frá Mexíkó, það vakti grunsemdir. Gamli passinn minn hafði verið í fullu gildi, en þar sem hann var ekki tölvulæsilegur taka Bandaríkjamenn, einir þjóða, ekki mark á honum og þess vegna þurfti ég að fá mér nýjan áður en ég lagði í þennan leiðangur. Það skrýtna var að ég hafði flogið í gegn um New York til Mexíkó með þennan sama passa tíu dögum áður, þar hafði hann verið lesinn af tölvu, tekin fingraför af mér og ljósmynd. Það var eins og sá sem tók við mér frá Mexíkó hefði ekki hugmynd um það og engar upplýsingar um að þessi sami passi hafði verið notaður til að komast inn í landið frá öðru upprunalandi skömmu áður. Ég fékk það á tilfinninguna að öryggisparanoja Kanans og sú gríðarlega upplýsingaöflun sem fram fer á öllum landamærum Bandaríkjanna sé ekki til neins, að engin úrvinnsla úr öllu þessu fargani gagna sem safnað er fari fram.
Veturinn
Nú er veturinn síðan að ganga í garð og heilmargt framundan. Ég er að skrifa söngleik fyrir Verzló og þýða leikrit fyrir Þjóðleikhúsið. Einhverjar morðgátur eru framundan á Hótel Búðum. Bakþankaskrifin í Fréttablaðið halda áfram, að minnsta kosti um hríð, og Orð skulu standa fara í loftið í september.
Eldri dóttirin er í Háskólanum á Hvanneyri, sú yngri er flutt til Svíþjóðar þar sem hún verður skiptinemi í vetur og einkasyninum þarf að koma sómasamlega í gegn um samræmdu prófin með vorinu. Ofan á þetta allt saman fer ég síðan í fullt nám í Guðfræðideild Háskóla Íslands. Ég ætla reyndar að reyna að láta morðgáturnar og útvarpið nægja mér með náminu í vetur, ljúka leikhúsverkefnunum í nóvember og einbeita mér að skruddunum til vors.
Það kynni því að vera að ekki sjái fyrir endann á önnum við annað og því verði bloggað stopult í vetur. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því eða blogga um að ekkert verði bloggað.
Ef ég blogga ekki lengi segir það sig sjálft að þá er ég í bloggfríi. Maður á aldrei að eyða orðum í það sem segir sig sjálft.
Cocoyoc 2007
Ég hef nú um nokkurt skeið setið í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International, ber um þessar mundir reyndar þann virðulega titil „varaformaður“. Amnesty International eru alþjóðleg og lýðræðisleg samtök um 2,5 milljóna jarðarbúa um allan heim, en af þeim eru ríflega 9000 Íslendingar. Til að viðhalda lýðræðinu hittast fulltrúar allra deilda með reglulegu millibili, samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, skerpa á áherslunum og taka ákvarðanir til framtíðar í umboði félaganna heima – á svokölluðu heimþingi.
Heimsþing samtakanna var haldið í Morelos í Mexíkó um miðjan mánuðinn og var ég einn fjögurra fulltrúa okkar Íslendinga á staðnum. Um þingið sjálft er í sjálfu sér lítið að segja, einkum var rætt um innra starf, innbyrðis samskipti og skipulag samtakanna, en minna um stefnu og áherslur enda liggja þær nokkurn veginn fyrir og voru auk þess meginefni þingsins í hitteðfyrra.
Hvað einstök mál varðar þá finnst mér sjálfum breytingar á tungumálastefnu samtakanna áhugaverðastar. Tungumál Amnesty International eru fjögur – enska, franska, spænska og arabíska. Þetta hafa verið svokölluð „kjarnatungumál“ samtakanna. Einstakar deildir hafa síðan séð um þýðingar á völdu efni á móðurmál félaga sinna. Á þessu þingi var hins vegar samþykkt að hætta að notast við þessa skilgreiningu og taka þess í stað upp „strategísk“ tungumál. Ákveðin krítería var samþykkt sem skilgreinir hvað telst „strategískt“ tungmál og þótt að vissu leyti megi segja að hún sé eins og klæðskerasaumuð utan um núverandi kjarnatungur (talaðar í fjölda landa þar sem AI er með starfsemi, ríkjandi á stórum svæðum þar sem málstaður AI þarf að heyrast) má reikna með að innan tíðar heyri fleiri tungur undir þessa kríteríu, t. a. m. rússneska og hugsanlega kínverska. Þetta held ég að ætti að auðvelda samtökunum að verða alþjóðlegri og rista dýpra, þ. e. a. s. ekki aðeins ná til fleiri landa heldur fjölbreyttari hóps innan hvers lands, því mjög víða – s. s. ýmiss staðar í Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu – er enskunnátta forréttindi menntastéttanna og menntun forréttindi auðstéttanna.
Stærsta (jafnvel eina) vandamál AI er sennilega vestræn ímynd samtakanna, en mikill meirihluti félaganna er evrópskur, norður-amerískur og frá Eyjaálfu, þótt þeim vaxi ört fiskur um hrygg annars staðar, s. s. víða í Suður-Asíu og Suður-Ameríku. En þetta leiðir einmitt hugann að því hvað maður býr við ótrúleg forréttindi. Það eina sem maður fórnar er hluti af tíma sínum og í staðinn fær maður yfirleitt jákvæð viðbrögð þegar maður segir frá því hvað maður er að gera, jafnvel virðingu. Þegar framkvæmdastjóri Amnestydeildarinnar í Zimbabwe kemur fram opinberlega þarf hann hins vegar að fara með fjölskyldu sína í felur á eftir. Loka þurfti kólombísku deildinni vegna þess að það þótti ekki verjandi að starfrækja hana, starfsfólkið var í stöðugri lífshættu. Bandaríska deildin er með mann í fullu starfi við að svara „hate mail“ sem deildinni berst. Þegar ísraelska deildin gagnrýnir notkun Ísraelshers á klasasprengjum í Líbanon er starfsfólk hennar kallað barnamorðingjar. Víða í múslimaríkjum er viðhorfið til AI svipað, samtökin eru álitin hluti af menningarlegri vestrænni heimsvaldastefnu – þau vilji þröngva vestrænni hugmyndafræði upp á restina af heiminum.
Forréttindapakkið á Fróni
Íslenska deildin er með 9000 félaga eða um 3% þjóðarinnar, á heimsvísu standa Færeyingar einir sig betur. Viðhorf þjóðarinnar til Amnesty International er undantekningarlítið jákvætt, samtökin njóta óskoraðs trausts og velvildar, þau þykja hlutlaus og áreiðanleg. Reyndar er áreiðanleikinn öflugasta vopn samtakanna. Ýmsir hafa reynt að hrekja þær fullyrðingar og staðhæfingar sem fram koma í ársskýrslu samtakanna, einkum afrískir harðstjórar, en enginn þeirra hefur haft erindi sem erfiði. Íslenskir fjölmiðlar eru samtökunum velviljaðir og meðal félaga er fjöldi stjórnmálamanna úr öllum stjórnmálaflokkum, meðal annars ráðherrar.
Það er ekki laust við að maður upplifi sig sem fordekrað pakk þegar maður á svona vettvangi blandar geði við fólk sem setið hefur í fangelsi vegna skoðana sinna, fólk sem býr við stöðuga ógn við líf þess og starf, fólk sem fórnað hefur öllu til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda, t. d. vegna alnæmisfaraldursins í Afríku. Sú almenna virðing fyrir mannréttindum, sem hér ríkir, er lúxus sem fáar þjóðir búa við. Hér er jafnrétti kynjanna í hávegum haft (miðað við það sem viðgengst annars staðar), dauðarefsing er fyrirlitin, samkynhneigðir njóta sömu réttinda og aðrir gagnvart hinu opinbera (játningar trúfélaga eru utan verksviðs samtakanna), tjáningarfrelsi nýtur meiri virðingar en víðast hvar og hópar nýnasista, kynþáttahatara, kristilegra öfgamanna og herskárra andstæðinga fóstureyðinga samanstanda af örfáum ofstækismönnum, en eru ekki öflugur þrýstihópur með ýmsa helstu valdamenn þjóðarinnar á sínum snærum eins og sums staðar. Þótt eitt og annað megi betur fara hérlendis er stundum í lagi að átta sig á því hvað maður hefur það gott og sýna þakklæti. Þakklæti er nefnilega eitthvað sem maður sýnir, þakklæti sem maður sýnir ekki er ekki þakklæti í raun heldur aðeins feginleiki.
Sem dæmi má nefna herferð Amnesty International gegn ofbeldi gegn konum – sem við álítum mannréttindabrot enda ein ljótasta birtingarmynd kynjamismununar. Herferðin naut athygli og velvildar fjölmiðla. Ásamt AI stóðu meðal annarra Unifem, Stígamót og Mannréttindaskrifstofan að þeirri herferð. (Ég biðst velvirðingar á því að ég gleymi eflaust einhverjum samtökum.) Nú ætla ég ekki að halda því fram að ofbeldi gegn konum heyri sögunni til og ekkert megi betur fara í meðferð slíkra mála. En herferðin leiddi til breyttrar löggjafar (þar sem þess er beinlínis getið í inngangi að hér sé verið að taka tillit til tilmæla ofannefndra samtaka) og breyttrar reglugerðar um framgang lögreglu þegar hún bregst við tilkynningum um heimilisofbeldi. Þetta aðgengi að fjölmiðlum og stjórnvöldum er algjör forréttindi sem baráttufólk fyrir mannréttindum annars staðar á jarðkúlunni nýtur ótrúlega sjaldan.
Andlega hliðin
En af hverju að berjast fyrir mannréttindum? Og hverju fær einstaklingurinn breytt? Við erum svo smá, getum við haft áhrif?
Áletrun á stuttermabol sem ég sá úti í Mexíkó var á þessa leið: „If you think you're to small to have an impact, try spending the night with a mosquito.“
Ímyndum okkur vogarskálar sem halla í aðra áttina því þeim megin er eitthvað ljótt sem ekki er vegið upp á móti hinum megin. Tveir menn vilja leggja sitt af mörkum, annar á stórt lóð og hinn lítið. Hvorugt lóðið eitt sér er nóg en til samans duga þau. Hvort lóðið er þá mikilvægara?
Margir líta svo á að þetta sé einfaldlega sjálfsagt mál, fólk eigi að vera gott hvert við annað, umburðarlyndi sé gott/dyggð (upp að því marki að mannréttindabrotum sé ekki sýnt umburðarlyndi), einstaklingurinn sé í eðli sínu fæddur frjáls skoðana sinna og hugsunar og allt sem hefti það frelsi hans sé af hinu illa (hvort sem menn vilja kalla það glæp, mannvonsku eða synd). Þetta er allt í sjálfu sér nógu góðar ástæður fyrir mig til að vilja leggja mitt lóð á vogarskálarnar. Nálgun AI er hins vegar önnur: „Virða á mannréttindi af því að það á að standa við þá alþjóðlegu sáttmála sem maður er aðili að.“
Auðvitað er þetta eina rétta og eðlilega nálgunin fyrir samtök á borð við AI, nálgun á forsendum alþjóðlegrar mannréttindalöggjafar. Ef við myndum hætta okkur út á brautir siðfræðinnar þyrfti varla að bíða þess lengi að samtökin færu að loga af innbyrðis deilum um skilgreiningar hugtaka á borð við „rétt“ og „rangt“ og hvaða kríteríur eigi að liggja að baki þeim. Því þótt tilfinningarök séu líka rök og andleg sannindi séu líka sannindi, þá er erfitt að ætla að láta „mér finnst“ vera grundvöll að lýðræðislegri stefnumótun samtaka með hálfa þriðju milljón félaga í öllum heimsálfum. Innan slíkra samtaka rúmast hálf þriðja milljón ólíkra „mér finnst“ yfirlýsinga. Hins vegar held ég að ekki sé laust við að andlegi þátturinn sé af þessum sökum stundum afskrifaður of fyrirvaralaust, hann sé e. t. v. léttvægari fundinn en ástæða er til.
Áður hefur verið nefnt hve vestræn ímynd samtakanna stendur vexti þeirra fyrir þrifum sums staðar í heiminum, einkum í islömskum ríkjum. Þar er jafnvel litið á þau sem áróðurstæki fyrir útlenskt gildismat sem er í beinum árekstri við menningarlega og trúarlega arfleifð þjóðarinnar. Í þessum heimshluta er menningarleg og trúarleg arfleifð oft óaðskiljanleg og þótt mannréttindayfirlýsing SÞ kveði á um að hver maður eigi að vera frjáls trúarlegrar afstöðu sinnar (ef einhverrar) er slík hugsun auðvitað barnalega útópísk gagnvart þeim sem fæðist í pakistönsku dreifbýli, svo dæmi sé tekið. Til að ná árangri verðum við að taka mið af raunveruleikanum eins og hann er og miða starf okkar við hann.
Innan allra trúarbragða eru starfandi leiðtogar sem aðhyllast skilyrðislausan náungakærleik og umfaðma þarafleiðandi öll mannréttindi í trúarafstöðu sinni. Lykillinn að árangri í mannréttindabaráttu á svæðum, þar sem litið er á mannréttindahugtakið sem erlend menningaráhrif sem brjóti gegn arfleifð þjóðarinnar, hlýtur að vera í því fólginn að styðja við, rækta og efla þann sprota sem fyrir er og hefur rætur í menningarlegum jarðvegi svæðisins – fremur en að flytja þau inn sem utanaðkomandi fyrirbæri sem dæmd eru til að mæta mótspyrnu og andstöðu, þótt ekki sé nema vegna þess eins hvaðan þau koma. Þarna er mannréttindabaráttu eflaust mun betur tekið ef forsenda hennar sprettur úr jarðvegi fólksins sjálfs. Ég er ekki frá því að þarna ætti AI að halda sig til hlés, alltjent til að byrja með, en reyna þess í stað að bakka upp þá friðflytjendur sem þegar hafa náð eyrum fólks á þess eigin forsendum.
Í Mexíkó hitti ég að máli nokkra snillinga. Einn þeirra er alþjóðalögfræðingur sem stofnað hefur AI deild í Tyrklandi, umhverfi sem er fremur fjandsamlegt fyrirbærinu. Hann talaði af miklu innsæi og þekkingu um að þótt vissulega væru mannréttindi absolút og alls ekki teygjanlegt hugtak skorti vesturlandabúa alloft „menningarlegt næmi“ til að boða þau múslimum.
Annar snillingur er starsmaður ísraelsku deildarinnar, sagnfræðingur með sérþekkingu á sögu Vestur-Evrópu upp úr siðaskiptum, en einnig fjölfróður um sögu islams auk þess sem hann þekkir gyðingdóm, bæði kenningar og framkvæmd, eins og lófann á sér. Sjálfur er hann trúleysingi, en hann talaði af mikilli virðingu um kærleiksboðskap trúarbragðanna og friðflytjendurna innan þeirra (um leið og hann lét auðvitað í ljós óbeit sína á ósveigjanleikanum og þvergirðingshættinum sem þeim hættir til að fóstra, einkum á heimaslóðum hans). Hann benti mér á samtök Rabbína með mannréttindum, sem ég hef sett tengil á hér af síðunni, og var ákaflega hrifinn af starfi þeirra. Hann taldi samtök á borð við þau og sambærileg samtök múslima nauðsynleg til að koma á friði og sátt fyrir botni Miðjarðarhafsins, AI dygðu ekki. Sums staðar er nefnilega vænlegra til árangurs að fá fólk til að hlusta á andlegan sannleik en alþjóðlegar skuldbindingar.
Heimferðin
Þótt yndislegt hafi verið í Mexíkó og umhverfið örvað hugann var ákaflega notalegt að koma heim. Skordýralífið í Mexíkó virtist nefnilega einkar sólgið í íslenskt blóð og matargerð innfæddra fór misvel í meltingarkerfi mörlandans, þótt sjálfur stæði ég undir viðurnefninu „Maðurinn með stálmagann“ sem ég var sæmdur á Indlandi 1989. Kynning Íslandsdeildarinnar á kæstum hákarli og brennivíni vakti mikla athygli og jafnvel kátínu, en minni gastrónómískan fögnuð, og er talin hafa markað tímamót í sögu heimsþinga samtakanna. Ýmsar deildir sögðust strax og heim kæmi ætla að beita sér fyrir breytingu í löggjöfinni heima fyrir á þá lund að komið yrði í veg fyrir mögulegan innflutning á meintum matvælum af þessu tagi.
Hins vegar gekk heimferðin brösuglega. Þegar ég ætlaði að tékka mig inn í flugvélina sem flytja átti mig frá Mexíkóborg til New York kom í ljós að mig vantaði einhvern miða í passann minn sem settur hafði verið þar þegar ég kom til landsins. Kaninn er með svipað sýstem, en hann hefur vit (efni) á að hefta hann inn í passann. Þetta gerir Mexíkóinn ekki. Fyrir vikið varð ég að fara í útlendingaeftirlitið á flugvellinum (sem opnaði ekki fyrr en tveim klukkustundum eftir að ég ætlaði að vera búinn að tékka mig inn), standa í biðröð eftir nýjum miða og borga fyrir hann 46 bandaríkjadali. Í fyrstu bölsótaðist ég og ragnaði innra með mér heil ósköp yfir þessu frumstæða og vanþróaða fyrirkomulagi. En svo tók ég tal við bandaríska konu sem var í sömu klemmu og kunni landi og þjóð litlar þakkir fyrir, talaði meðal annars um „litla Hitlera“. Þetta varð til þess að ég ákvað að samsama mig ekki með henni og sætta mig við örlög mín. Eftir að hafa staðið í tvo tíma upp á endann, verandi farinn að reikna allt eins með því að ná ekki vélinni minni, tók ég þá ákvörðun að líta á þetta allt sem verkefni í æðruleysi og bað aðeins um mátt til að taka því sem öfl, sem ég hefði ekkert yfir að segja, létu að höndum bera. Bingó, kortéri síðar var málið leyst, ég kominn með miðann í hendurnar og búinn að tékka mig inn. Þarna hafði ég eytt tveimur tímum í stress og vanlíðan sem hafði engin áhrif á framgang mála önnur en þau að stuðla að magasári og gera mig verr í stakk búinn til að bregðast við kringumstæðum.
Þegar til New York kom var ég aftur tekinn í yfirheyrslu af útlendingaeftirlitinu. Ég var nefnilega að koma með glænýjan passa frá Mexíkó, það vakti grunsemdir. Gamli passinn minn hafði verið í fullu gildi, en þar sem hann var ekki tölvulæsilegur taka Bandaríkjamenn, einir þjóða, ekki mark á honum og þess vegna þurfti ég að fá mér nýjan áður en ég lagði í þennan leiðangur. Það skrýtna var að ég hafði flogið í gegn um New York til Mexíkó með þennan sama passa tíu dögum áður, þar hafði hann verið lesinn af tölvu, tekin fingraför af mér og ljósmynd. Það var eins og sá sem tók við mér frá Mexíkó hefði ekki hugmynd um það og engar upplýsingar um að þessi sami passi hafði verið notaður til að komast inn í landið frá öðru upprunalandi skömmu áður. Ég fékk það á tilfinninguna að öryggisparanoja Kanans og sú gríðarlega upplýsingaöflun sem fram fer á öllum landamærum Bandaríkjanna sé ekki til neins, að engin úrvinnsla úr öllu þessu fargani gagna sem safnað er fari fram.
Veturinn
Nú er veturinn síðan að ganga í garð og heilmargt framundan. Ég er að skrifa söngleik fyrir Verzló og þýða leikrit fyrir Þjóðleikhúsið. Einhverjar morðgátur eru framundan á Hótel Búðum. Bakþankaskrifin í Fréttablaðið halda áfram, að minnsta kosti um hríð, og Orð skulu standa fara í loftið í september.
Eldri dóttirin er í Háskólanum á Hvanneyri, sú yngri er flutt til Svíþjóðar þar sem hún verður skiptinemi í vetur og einkasyninum þarf að koma sómasamlega í gegn um samræmdu prófin með vorinu. Ofan á þetta allt saman fer ég síðan í fullt nám í Guðfræðideild Háskóla Íslands. Ég ætla reyndar að reyna að láta morðgáturnar og útvarpið nægja mér með náminu í vetur, ljúka leikhúsverkefnunum í nóvember og einbeita mér að skruddunum til vors.
Það kynni því að vera að ekki sjái fyrir endann á önnum við annað og því verði bloggað stopult í vetur. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því eða blogga um að ekkert verði bloggað.
Ef ég blogga ekki lengi segir það sig sjálft að þá er ég í bloggfríi. Maður á aldrei að eyða orðum í það sem segir sig sjálft.
4 ummæli:
Að sjálfsögðu erum við búin að gera allt vitlaust á meðan þú og Jóhanna voruð í burtu því eins og sagt er:
Råttorna dansar när katten är borta
Þakka fróðleg og góð skrif (já, ég las alla leið niður).
kv.
ÁBS
Eins og herra Kofi Annan sagði: "The problem is not religion, it is the religious" og biðst ég forláts ef þetta er ekki rétt með farið.
Nú veit ég ekki hvort þú lætur ofan í þig kjet, en Hrísey bíður upp á bestu steik á landinu. Fyrir utan yndislegar gönguleiðir.
Takk, Silja. Ég læt ofan í mig ket, helst blóðugt. Ég er búinn að vera á leiðinni út í Hrísey lengi.
Og það er líka rétt hjá þér að trúaðir menn eru til stórvandræða. Marteinn Lúther stórskemmdi til dæmis kirkjuhurðina í Wittenberg, og nafni hans, séra Martin Luther King Jr. var til svo mikilla vandræða að KKK varð að skjóta hann. Annar trúaður vandræðagepill var vanbeldsseggurinn Mahatma Gandi. Tómt vesen og tjón fyrir Breska heimsveldið.
Skrifa ummæli