Þegar tímaritið The Reykjavík Grapevine hóf göngu sína var ég einn þeirra fjölmörgu sem tók því fagnandi, enda var blaðið eins og ferskur andvari. Það var róttækt og meinhæðið, með hvassa og málefnalega ádeilu á íslenskt samfélag sem ekki var vanþörf á. Glöggt er gests augað.
Því finnst mér það sorglegt að nú virðist blaðið vera komið í hendur manna sem ekki gera greinarmun á háði og níði, ádeilu og illkvittni, manna sem telja víðtækt önuglyndi bera vott um róttækni. Þannig hafa úrillir stráklingar undanfarið fengið að níða skóinn af hverjum þeim sem ekki er nógu hipp og kúl að þeirra mati óhindrað á síðum blaðsins. Gleggst sást þetta í umfjöllun blaðsins um afmælistónleika Bubba Morthens, þar sem hann, fimmtugur maðurinn, var borinn þeim þungu sökum að miða listsköpun sína ekki við tónlistarsmekk unglingspilts að nafni Sindri Eldon. (X) Tíðkast þau nú hin breiðu spjótin.
Í nýjasta tölublaðinu verður Magni Ásgeirsson fyrir barðinu á óskeikulleika blaðsins í málefnum er varða hipp og kúl. Glæpur hans er að hafa nýtt tækifæri sem honum bauðst til að vekja heimsathygli sem tónlistarmaður og gera það þannig að hann hefur verið sjálfum sér, fjölskyldu sinni, landi og þjóð til staks sóma. Það sem mér finnst einkum aðdáunarvert við framgöngu Magna er hve auðmjúkur og heiðarlegur hann hefur verið gagnvart öllu þessu tilstandi. Auðmýkt og heiðarleiki þykja hins vegar ekki hipp og kúl á The Reykjavík Grapevine, hafi þeir sem þar vinna á annað borð einhvern tímann heyrt slíks getið, og þar sem blaðið er að þeirra mati allt of hipp og kúl fyrir þennan þátt finnst þeim ósköp eðlilegt að kalla Magna líkníðing á síðum þess.
En hvað eru svo þessir töffarar, sem eru of samanherptir í sínu þurra og skorpna töffaraattitjúdi til að geta glaðst yfir velgengni annarra en þeirra sem þeir hafa sérstaka velþóknun á og standa utan skjallbandalagsins sem þeir tilheyra, annars að gera sem gerir þá svona miklu meira hipp og kúl en aðra? Jú, þeir sitja á sínum hipp og kúl rassi og skrifa sína hipp og kúl sleggjudóma í sitt hipp og kúl blað í þeirri sannfæringu að þeir séu hið endanlega átórítet um allt hipp og kúl í heiminum.
Fyrirgefið mér að leita annað að skilgreiningu á hippi og kúli.
Bakþankar í Fréttablaðinu 3. 9. 2006
Því finnst mér það sorglegt að nú virðist blaðið vera komið í hendur manna sem ekki gera greinarmun á háði og níði, ádeilu og illkvittni, manna sem telja víðtækt önuglyndi bera vott um róttækni. Þannig hafa úrillir stráklingar undanfarið fengið að níða skóinn af hverjum þeim sem ekki er nógu hipp og kúl að þeirra mati óhindrað á síðum blaðsins. Gleggst sást þetta í umfjöllun blaðsins um afmælistónleika Bubba Morthens, þar sem hann, fimmtugur maðurinn, var borinn þeim þungu sökum að miða listsköpun sína ekki við tónlistarsmekk unglingspilts að nafni Sindri Eldon. (X) Tíðkast þau nú hin breiðu spjótin.
Í nýjasta tölublaðinu verður Magni Ásgeirsson fyrir barðinu á óskeikulleika blaðsins í málefnum er varða hipp og kúl. Glæpur hans er að hafa nýtt tækifæri sem honum bauðst til að vekja heimsathygli sem tónlistarmaður og gera það þannig að hann hefur verið sjálfum sér, fjölskyldu sinni, landi og þjóð til staks sóma. Það sem mér finnst einkum aðdáunarvert við framgöngu Magna er hve auðmjúkur og heiðarlegur hann hefur verið gagnvart öllu þessu tilstandi. Auðmýkt og heiðarleiki þykja hins vegar ekki hipp og kúl á The Reykjavík Grapevine, hafi þeir sem þar vinna á annað borð einhvern tímann heyrt slíks getið, og þar sem blaðið er að þeirra mati allt of hipp og kúl fyrir þennan þátt finnst þeim ósköp eðlilegt að kalla Magna líkníðing á síðum þess.
En hvað eru svo þessir töffarar, sem eru of samanherptir í sínu þurra og skorpna töffaraattitjúdi til að geta glaðst yfir velgengni annarra en þeirra sem þeir hafa sérstaka velþóknun á og standa utan skjallbandalagsins sem þeir tilheyra, annars að gera sem gerir þá svona miklu meira hipp og kúl en aðra? Jú, þeir sitja á sínum hipp og kúl rassi og skrifa sína hipp og kúl sleggjudóma í sitt hipp og kúl blað í þeirri sannfæringu að þeir séu hið endanlega átórítet um allt hipp og kúl í heiminum.
Fyrirgefið mér að leita annað að skilgreiningu á hippi og kúli.
Bakþankar í Fréttablaðinu 3. 9. 2006
65 ummæli:
Heyr heyr !!
Ég hef aldrei verið jafn sammála nokkrum bakþönkum í Fréttablaðinu en þegar ég las þennan.
Úbbs - ekki veit ég hvernig í ósköpunum kommentið ákvað að fjölfalda sig sjálft
gg er mjög sammála, greinilega :-D
ég líka, reyndar. Þetta er bara sad hjá þeim.
Sæll Davíð,
heyrðu, ég vinn einmitt á Reykjavík Greip Væl þessa dagana og hef gaman af. Mér þykir starfsliðið vinalegt og skemmtileg og líka (eins og ég sjálfur) ansi langt frá því að vera hipp og kúl. Hipp og kúl verand útilokandi eiginleikar sem mynda andstæðu alls þess sem ég sjálfur vill og reyni að standa fyrir. Nei, starfsfólk Grapevine eyðir flestum sínum stundum inni í tölvunni að skrifa - nokkuð sem hefur aldrei þótt sérstaklega kúl held ég. Við fáum ekki einusinni að stílísera nektarmyndatökur.
Nema hvað, mér þótti leiðinlegt að lesa bakþankann þinn í síðasta Fréttablaði. Ekki vegna þess að hann var árás á minn vinnustað og þar með fólk sem ég þekki og virði, heldur aðallega vegna þess að ég hef til þessa borið allnokkra virðingu fyrir þínum skoðunum og skemmtilegri framsetningu þinni á þeim. Það má ugglaust gagnrýna vælið okkar fyrir ýmislegt, en þá verður að gera lágmarkskröfu um að sú gagnrýni sé ígrunduð, rökstudd og málefnaleg en snúist ekki í tóma hringi kringum sjálfa sig.
Þegar Sindri Eldon skrifaði dóm um afmælistónleika Bubba, átti hann þá að miða við smekk einhvers annars en sjálfs sín, verandi unglingspiltur og allt? Átti hann hreinlega að endursegja almannaróm ? Hefði það verið heiðarlegra? Og til hvers þá að vera skrifa dóma yfirhöfuð? Mér finnst við á GrapeWhine allavega illa leiknir, okkar eina sök verandi að þóknast ekki smekk og skoðunum miðaldra Farísea.
Hvað varðar Magnapistla Barts Cameron, fyrrum ritstjóra okkar, þá… ehrm… Veit ég ekki alveg hvernig ég á að skilja þig. Hefði ég ekki lesið umrædda pistla gæti ég kannski ályktað sem svo að á hann hefði verið ráðist fyrir að vera “auðmjúkur og heiðarlegur”. Það er í öllu falli það sem stendur í pistlinum þínum. Nú læt ég vera að minnast á öll þau skipti sem Magna ‘mínum’ hefur verið hrósað fyrir akkurat það á þeim vettvangi.
Ég gæti kannski bent á að gagnrýnin – sem mér þótti réttmæt, verandi meðlimur í ‘The Rvk Cool-police’ – sneri einvörðungu að vali hans og flutningi á lagi sem er ansi mörgum af minni kynslóð kært. Ekki að persónu Magna eða framkomu að öðru leyti.
Ég læt og liggja milli hluta að pistillinn þinn er prentaður á baksíðu fréttabréfs fjölmiðlasamsteypu sem m.a. borgaði einhverjum GilzeNáunga laun fyrir að leggja feitt fólk vikulega í einelti með pistlum áþekkum þínum.
Og að sama fréttabréf birtir ekki færri en TVO ‘heitt og kalt’ lista í hverri viku, þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað er hipp og hvað ekki. Útvíðar gallabuxur eru víst úti þessa dagana.
Og að fjölmiðlasamsteypan hefur nýlega sett á markað blað í samkeppni við það sem þú leggur þig fram við að ómerkja og níða í téðu fréttabréfi.
Verandi úrillur stráklingur nenni ég hinsvegar ekki að standa í svoleiðis vitleysu.
Gangi þér vel og eigðu góða daga – Ást og kossar,
-haukur sigurbjörn magnússon
haukur@grapevine.is
PS - Greipvæl? Plís, hvað heldurðaðúsért, Hallgrímur Helgason?
hm
Ég er algjörlega sammála Davíð Þór og það er ekki alltaf sem ég er sammála þeim ágæta manni. Ég hef haft það fyrir reglu að kippa RG með mér þegar ég hef álpast inn á staði þar sem hægt er að nálgast það. Ég settist inn á Subway stað áðan eins og svo oft áður með RG fyrir framan mig. Ég hóf lesturinn og þegar ég hafði lokið að lesa greinina um hann Magna þá henti ég blaðinu í sorptunnuna og ákvað að sleppa því að lesa þetta rusl í framtíðinni. Ástæðan er ekki skilyrðislaus aðdáun mín á Magna, heldur virðingaleysið og dónaskapurinn sem skín þarna í gegn.
Ég tel líklegast að hann Sindri Bjarkarson hafi skrifað þennan pistil, en ekki þorað að setja nafn sitt við hann. Stílbrögðin og hrokkinn eru algjörlega í takt við það sem ég hef lesið eftir hann áður.
Tja, ekki svelgdist mér á samlokunni við að lesa þetta skjall um hann Magna:
http://grapevine.is/undirflokkar.aspx?id=1331
Þarna hefðirðu átt að vinna heimavinnuna þína betur Davíð, áður en þú fórst að níða skóinn af öðrum blaðamönnum. uss uss uss.
Það er nú eins og að kasta fíl úr gróðurhús að aðstandendur GV séu að væla yfir ómaklegri gangrýni á blaðið og heimta að nefnd séu dæmi. Um leið spyr hann hvort að Sindri hefði átt að endursegja almannaróm? Af hverju má þá Davíð ekki segja sína skoðun á GV. Ef menn ætla að vera með svona kröfur þá ættu þeir nú að byrja á því að taka til í sínum garði og miðað við þann standard sem sem GV maðurinn virðist setja þá hlýtur að koma í næsta tölublaði rökstuðningur fyrir öllum þeim fúkyrða flaumi sem hefur birst í GV og t.d. í umræddri grein Sindra
Ígrundunin og rökstuðningurinn sem Hauki Sigurbirni Magnússyni fannst vanta koma hér:
I. "Átti Sindri Eldon að miða við eitthvað annað en sinn eigin smekk?" Auðvitað ekki. Hins vegar átti Sindri Eldon ekki að fjalla um þessa tónleika. Hann er ekki fær um það. Svo augljóst dæmi sé tekið þá er það til dæmis einfaldlega kolrangt hjá honum að Diddú syngi illa. Fagmenn sem vita meira um klassíska tónlist en hann eru annarrar skoðunar og ég hlýt að taka meira mark á þeim, óháð mínum persónulega tónlistarsmekk (sem bæðevei inniber ekki Diddú eftir að hún fór út í klassíkina). Sindri Eldon er jafn vel til þess fallinn að gagnrýna Bubba og ég er til að gagnrýna djasstónleika. Ég ber einfaldlega ekki skynbragð á það hvort menn djassi vel eða illa af því að mér drepleiðist djass, einkum sjóðheitur. Sindri er því eins og maður án bragðskyns að skrifa veitingahúsarýni. Umfjöllunin um tónleikana átti augljóslega aldrei að þjóna þeim tilgangi að kynna Bubba fyrir þeim lesendum blaðsins sem ekki þekkja hann heldur aðeins þeim að sverta hann. Einhver sem er dómbær á það hvort Bubbi hafi staðið sig vel eða illa - sem Bubbi en ekki sem einhver annar (einhver sem Sindri Eldon fílar) - hefði átt að fjalla um þá.
II. Gagnrýni Barts Cameron á Magna snerist ekki um val hans á einu lagi og flutning hans á því eins og Haukur gefur í skyn. Þá hefði Bart sagt eitthvað á borð við: "Magni hefði átt að velja annað lag því hann réð ekki við að flytja þetta." Í staðinn sagði hann: "Lík Kurts Cobains lifnaði við, keypti sér byssu og skaut það sem eftir var af heilanum út úr sér aftur og Magni Ásgeirsson bar ábyrgð á þjáningum vesalings hræsins." Þetta er ekki að gagnrýna (rýna þannig að gagn sé að) heldur að drulla yfir. Og að gefa sér það að Kurt Cobain sé auk þess að vera dauður rokkari eitthvað annað og meira en óvenju mikill lúser (dópisti og sjálfsmorðingi á föstu með Courtney Love af öllum konum) og því sjálfkrafa yfir það hafinn að vera koveraður í þætti þar sem rokkmússík er koveruð, í huga annarra en menningarkimans sem maður tilheyrir sjálfur er auðvitað ekkert annað en hámark sjálfsupphafningarinnar.
III. Að ég geti ekki sinnt því starfi að skrifa hálfsmánaðarlega heila hugsun í u. þ. b. 2100 slögum í dagblað án þess að undirselja mig því að þurfa um leið að vera reiðubúinn til að verja allar ritstjórnarlegar ákvarðanir fjölmiðlasamsteypunnar sem gefur það út er að mínu mati ... hvernig á ég að orða það ... ætli "óígrundað, órökstutt og ómálefnalegt" nái því ekki nokkurn veginn.
PS: Ég held ekki að ég sé Hallgrímur Helgason. Hefurðu reynt að koma heilli hugsun í aðeins 2100 slög? Hallgrímur myndi aldrei ráða við það. Hann þarf 2100 blaðsíður.
Yfirleitt hef ég haft mjög gaman af því að lesa Reykjavík Grapevine, en ég verð að vera sammála því að Sindri Eldon var ekki maðurinn til þess að gagnrýna Bubbatónleikana. Það sama má reyndar segja um skrif hans um marga aðra tónleika, eins og t.d. SigurRós eða Aldrei fór ég Suður tónleikana.
Greinin um Magna var frekar ýkt, en hún fór samt ekki nálægt því eins mikið í taugarnar á mér eins og þessi mjög svo ófagmannlega gagnrýni SE. Blaðamenn Reykjavík Grapevine ættu frekar að taka þetta til sín og reyna að endurskoða þessa stefnu varðandi tónlistargagnrýnina.
"Ég er löggiltur öryrki hlusta á HLH og Brimkló Ég er löggiltur hálfviti læt hafa mig að fífli styð markaðinn" - B.Morth.
Dæmið ekki og þér munið ekki dæmdir verða. Bubbi á mjög hæpna kröfu í að vera dæmdur af aðdáendum sínum, eða þeim sem fíla Bubba bestan sjóðheitan.
Samfélag jáaranna er afskaplega leiðinlegt, og í því er neiarinn að sjálfsögðu snargeðveikur. Hins vegar eiga Grapevine-liðar engan einkarétt á að stunda listgrein ósmekklegheitanna - Bubbi sagði menn löggilta öryrkja fyrir að hlusta á HLH, Rottweiler-hundarnir sögðu Hannes Hólmstein ríða börnum í Brasilíu, gott ef Davíð Þór fagnaði því ekki sérstaklega í útvarpinu þegar Emílíana Torrini varð "lögríða" (misminnir mig það nokkuð?), og þar fram eftir götunum. Ég minni á Abbie Hoffman, Lord Buckley, Lenny Bruce - ósmekklegheit og ósanngirni (þ.e. sanngirni út frá sínum eigin forsendum frekar en annarra) eru afskaplega algeng í agressífum húmor, hvort sem Davíð er að verða of gamall fyrir slíkt eður ei - og ekki ætla ég að lasta það ef svo er - en ég er ekki viss um að það sé gaman að búa í þjóðfélagi þar sem krafan um smekk og sanngirni er mjög hávær.
Það er engin grundvallarregla í blaðamennsku -eða almennri mennsku - að það verði að senda djassista til að fjalla um djasstónleika. Það er einmitt síður en svo óalgengt að blaðamenn séu sendir í aðstæður sem þeir eru ekki vanir að vera í, fengnir til að vera hið dæmalaust glögga gests auga, sem tekur jú sjálfsagt oft djúpt í árinni enda sér gests augað bara yfirborðið sem fer framhjá okkur sem situm í myglugrautnum miðjum.
Ég horfði sjálfur á tónleika Bubba, hafði bærilega gaman af (þó ég hefði fengið ansi máttugan aulahroll við að sjá Bjarna Ármannsson í stúku við hliðina á Dorrit og Ólafi, syngjandi og dansandi "Hrognin eru að koma gera kerin klár"), ég fór á Sigur Rósar tónleikana á Ísafirði og horfði á hluta af þeim í sjónvarpinu, og er mikill aðdáandi. Ég fylgist með Magna í Rokkstjörnu: Sprengistjörnu af trúrækni. Ekkert af þessu kemur í veg fyrir að ég geti haft gaman af níðingslegum húmor Grapevine-liða, ekki frekar en ég sé mér ástæðu til þess að kveina undan meðferð Ricky Gervais á Kate Winslet í Extras eða meðferð Southpark-manna á... já næstum því öllum sem mér dettur í hug.
Bestu kveðjur að vestan,
Eiríkur
Ég gæti alveg skrifað grein um djasstónleika. Sú greint gæti meira að segja orðið býsna skemmtileg. Hún myndi hins vegar ekki segja lesandanum neitt um gæði tónleikanna.
Er þá ekki hægt að hafa skoðun á neinu og opinbera hana, nema hafa vit á því jafnframt? Er þá ekkert að marka mína kvikmyndagagnrýni á Svampi Sveinssyni af því ég er hvorki barn né kvikmyndagerðarmaður? Væri fólki meira "gagn" af henni ef ég væri þetta tvennt? Þetta þarfnast útskýringa.
ps. Verður Orð skulu standa á dagsskrá í vetur? Farin að hlakka til að hlusta.
Auðvitað er hægt að hafa skoðun og opinbera hana. En ef þú ætlar að birta marktæka gagnrýni um eitthvað, ekki bara tómt diss og yfirhraunun (nú eða innihaldslaust lof og skjall), þá leitarðu til einhvers hlutlauss aðila með vit á viðangsefninu, ekki einhvers sem er fyrirfram yfirlýstur hatursmaður (eða gagnrýnislaus aðdáandi) umfjöllunarefnisins.
Ég verð að vera algjörlega sammála Eiríki Erni. Ef eitthvað er eftir af gamla Bubba í honum sjálum, og okkur hinum, þá á hann að fagna því að ráðist sé á hann með gífuryrðum og sleggjudómum af tvítugum stráklingi. Ungir reiðir menn eiga að ráðast á heilagar kýr með offorsi. Það gerði Bubbi í tónlist sinni fyrir 26 árum. Það gerir Sindri Eldon í dag með blaðamennsku.
Ég verð hins vegar að játa að ég skil ekki þessa fullyrðingu þína Davíð og held að þú hefðir átt að ígrunda hana frekar:
"Gleggst sást þetta í umfjöllun blaðsins um afmælistónleika Bubba Morthens, þar sem hann, fimmtugur maðurinn, var borinn þeim þungu sökum að miða listsköpun sína ekki við tónlistarsmekk unglingspilts að nafni Sindri Eldon."
Mér fannst Sindri einmitt ekki gagnrýna listsköpun Bubbs heldur framsetninguna. Nægir í því efni að vísa til heitis greinarinnar "Pretty Music, Ugly Spectacle." Segir það ekki allt sem segja þarf? Vissulega týnir Sindri til lög með Bubba sem honum finnst ömurleg, enda enginn hörgull á þeim.
Ég veit hins vegar ekki með hvaða gleraugum Davíð hefur lesið grein Sindra. Langstærstur hluti gagnrýninnar snýr að umgjörðinni. Hve rándýrt var inn á tónleikanna, þeirri staðreynd að reglulega var varpað upp myndum af frægu fólki á skjái til að óska Bubba til hamingju (hvar var fiskverkafólkið vinir hans?), þeirri staðreynd að gera þurfti hlé á tónleikunum vegna auglýsinga, veru stórfyrirtækja á staðnum o.s.frv. o.s.frv.
Að súmmera þessa gagnrýni á baksíðu Fréttablaðsins á þann hátt að greinin hafa bara snúist um að unglingspiltur skyldi ekki Bubba Morthens er í besta falli furðulegur misskilningur.
Lifi pönkið í ræðu og riti, lögum og ljóðum!
Jæja Davíð,
I
Ég sé ekki betur en að Eiríkur og Kolbeinn hafi gert út við Bubba-púnktinn hjá þér. Hann var óígrundaður, órökstuddur og meikaði hreinlega ekkert sens. Gott að fá það endanlega á hreint. Leyfi mér þó að bæta við að það er sérdeilis kjánalegt ef einungis má dæma Bubba – eða hvern annan listamann til þess að gera – sem verandi góður eða lélegur í því ‘að vera Bubbi’ eins og þú virðist gera kröfu um. Í sérritum um t.d. djass má gera ráð fyrir að sérfræðingar gagnrýni – en í ritum ætluðum almennum lesanda sem hefur ekki aflað sér allra þeirra miklu forsendna sem þarf til að meta djass, eða Bubba, á sínum eigin hlýtur að þurfa miðast við ‘ókunna aðkomu’.
Eða hvernig liði þér ef þú hefðir keypt plötu enska ambíentrafdúósins Autechre hafandi lesið í Sirkús að það væri ‘Frábær frumraun!’ (því sá sem skreif dóminn var að sjálfsögðu áhugamaður um ensk ambíentrafdúó).
II
Ég skil ekki ennþá hvernig þú færð út að í augum Grapevine sé “Glæpur [St. Magna] að hafa nýtt tækifæri sem honum bauðst til að vekja heimsathygli sem tónlistarmaður og gera það þannig að hann hefur verið sjálfum sér, fjölskyldu sinni, landi og þjóð til staks sóma.” Og að fyrir það hafi hann verið gagnrýndur í einhverjum pistli.
Ég las pistilinn. Þar var ekkert talað um hvað Magni væri glataður að vera landi og þjóð til sóma. Þannig að þú varst að bulla aftaná Fréttablaðinu.
Það skiptir engu máli þó þú takir ekki undir upphafningu BC á dópista-aumingjanum Kurt Cobain (sem þar að auki var giftur Courtney Love!) eða hvort þér finnst viðbragð hans við flutningi Magna á laginu ósmekklegt. Gagnrýnin er þessi:
“Our own Magni got up on international television, and sang Teen Spirit like he was channelling Creed, that is, he took an intelligent and critical song, and performed it as thought it was a vague utterance meant to allow the singer to strain the throat and get that muscle showing, just above the collar, that women might check out.”
Þetta er það sem ædolið er gagnrýnt fyrir, restin er framsetning og sniðugheit. Þú kannast við að vilja vera sniðugur í dálkum? Jæja.
III
Ég ætlast ekki til þess að þú berir ábyrgð á ritstjórnarlegum ákvörðunum 365 miðla eða sért reiðubúinn að verja þær. Mér sýnist í fljótu bragði enginn stunda slíkt. Ekki að ég sé að barma mér undan athyglinni fyrir hönd blaðsins míns.
Sá sem vill stinga á kýli og barma sér undan hippogkúl löggum mætti líta betur í kringum sig. Eða sér nær.
Takk Takk Takk,
-hm
PS – “GG”: Ólíkt baksíðupistli DÞJ, þá VORU greinar Sindra og BC rökstuddar. Lestu þær. Ég veit þær eru lengri en 2100 slög, en þú hlýtur að finna tíma.
Má ég nú bara benda á eftirfarandi grein:
http://www.baggalutur.is/skrif.php?id=630
Greipvælið eru ekki menn einsamlir, sem betur fer!
Annars verð ég að segja að hér hefur farið fram athyglisverðasta debatt sem ég hef séð í kommentakerfi, fyrr eða síðar.
Ég tek b.t.w. hiklaust afstöðu á móti "Plebbi" (frábært nafnorð Baggalúts) okkar íslendinga.
Hversu lengi þurfum við að flykkja okkur eins og mýflugur á mykjuskán utan um "celebrity of the week", sbr. Sylvíu Nótt, Unni Birnu, alla þessa íþróttamenn, hið endalaust paþþettikk fótboltalandslið, o.s.frv., o.s.frv.
Svo gleymist þetta auðvitað allt saman eins og skot, um leið og Magni fer að túra með þessum hræðilega hallærislegu Spinal Tap aukaleikurum.
Ef hann vinnur, þ.e.a.s...
Grapevine er eitt leiðinlegasta blað sem hefur litið dagsins ljós á Íslandi. Þetta svar Hauks er líka eitt mesta þvaður sem ég hef lesið á netinu.
Farðu ekki að grenja yfir því að fólk hafi skoðanir á þessu rusliykkar
Ég er sammála síðasta ræðumanni.
Ég verð að vera hjartanlega sammála þér Davíð, blaðið hefur breyst að undanförnu úr skemmtilegu blaði, með aðra sýn á Rekjkavíkina okkar, í nækvæðnis fýlupúka pistlasafn. Þeir eiga það til að ganga svo langt í að rífa hluti í sig og drulla yfir allt og ekkert, að maður er allgjörlega hættur að taka mark á því sem skrifað er í þessu blaði.
Ég vona að nýr ritstjóri komi til með að lífga aðeins upp á þennan skítamóral sem hefur hlaupið í Reykjavík Grapewine(pun intended).
allt þetta lið sem vinnur í hjá grapevine er fólk úr MH sem er ekki að láta í ljós sínar eigin skoðanir heldur segja hvað sem er til að vera ekki eins og hinir, skera sig útúr, svona eru þau í öllu...fatastíl tónlistarsmekk og sýn á lífið...ekki reyna að segja mér að þeim finnist þessi tónlist góð og þessi föt flott sem þau ganga í...allt fólk sem varð undir í fortíðinni og er að reyna allt sem þau geta til að skera sig útúr
mér finnst þetta blað vera óttarlega súrt og leiðinlegt. sóun á klósettpappír held ég.
en svona til þess að víkja umræðunni aftur að sindra eldon. ég hef jafn mikið álit á honum og á geiri ólafs. mér þykir sindri vera allt of mikið að reyna að vera öðruvísi og þver, að hann er hættur að vita hvað er hægri og vinstri. hann kúkar örugglega með munninum. mér þykir stór hluti af því sem hann kemur frá sér vera niðurdrepandi og leiðinlegt. hvernig væri að brosa einusinni?
og ef maðurinn hatar litla skerið okkar Ísland, hvernig væri þá bara að flytja út...? kannski til englands og keyra með hægriumferð og gera meira svona "rebel".
mér finnst hann vera einn leiðinlegasti penni sem ég hef einhverntímann lesið eftir. það er nefnilega hægt að skrifa einhvað upplífgandi og skemmtilegt. ætti einhver að taka það að sér að kenna honum orðið "gleði".
fynnst nú allt í lægi að láta etta artí fartí pakk heyra það.
Tónistarlega sé er etta allavega ömurlegt blað. Ef menn kunna ekki að spila á greiðu með rassgatinu geta þeir bara gleimt því að fá umfjöllun.
Jamms ég er bitur so fuck you
Löngu kominn tími á það að einhver tæki litla Sindra og færi að sýna honum að þessir stjörnustælar og frekjutaktar eru ekki að gera nógu góða hluti.
RG getur átt sínar ágætu greinar og alltaf fínt að grípa í það þegar mig vantar góðar flíspeysur eða annan íslenskan vetrarfatnað.
Lenti í því fyrir slysni að lesa grapevine á flugvelli nú í vikunni, ég hélt að þetta væri íslenskt tímarit um ísland, þe. menningu oþh. En eftir að hafa flett þessu blaði þar flest sem skrifað var virtist til þess fallið að gera lítið úr landi og mönnum henti ég þessum snepli í ruslið og þar verður hann
Rakst inn á þennann link á síðuna þína Davíð á b2.is, ég er hjartanlega sammála, sjálfur bý ég á Borgarfirði og þú skuldar mér að bjóða mér heim til þín í fiskisúpu! en já það er algjör óþarfi að vera með skítkast út í Magna kallinn, hann meikar það ekki RG, erfitt að sætta sig við það, annars veit ég ekki um þetta blað, hef gluggað aðeins í það og finnst þetta vera aðallega sorp og væl, sem betur fer er Borgarfjörður Eystri það lítill staður að það er ekki hægt að nálgast það hér og þakka ég Guði fyrir það!
Það er nú rétt að benda á að nokkrum dögum áður en Davíð gagnrýndi Reykjavik Grapevine í Fréttablaðinu fyrir að úthúða Rockstar og Magna birtust bakþankar Sigurjóns Kjartanssonar í Fréttablaðinu þar sem umræddur sjónvarpsþáttur var rakkaður niður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Mér þótti því pistill Davíðs neyðarlegur aflestrar.
Steini
Þessi umræða er held ég orðinn dýpri en hún þurfi að vera.
Ég les þetta blað oft... kannski stundum af því að það er ekkert annað í kring til að lesa... en ég les það engu að síður og hef oft mjög gaman af.
Ég er hins vegar ósammála nánast hverri einustu grein í þessu blaði þegar að kemur af svona álitsgreinum, hins vegar hef ég mjög gaman að því að sjá svona þveröfuga hlið á málum en ég geri sjálfur.
Hvað er gaman við það að lesa það sem maður sjálfur er að hugsa, er það ekki bara tímasóun?
þessi fyrirsögn á vel við greinina þar sem hún er mikið væl í sjálfu sér og allt í góðu með það, mér finnst fyndið þegar að fólk er pirrað út í hvort annað og Sindri er alltaf pirraður og mér finnst það oft fyndið.
Ég skil oft ekki útaf hverju hann er alltaf pirraður út í allt en ég sé oftast hvað hann meinar. Kannski er hann bara svona....
Þetta var svona út og suður kommentið mitt og ég ætla að enda það svona endalaust...
Algerlega sammála þér Davíð. Mér þótti gaman að þessu blaði í denn en það er orðið mjög slakt í dag, svo mikið að ég er alveg hættur að glugga í það. Of mikið hip og kúl. Það er allt í lagi að vera lengst til vinstri í pólitískum pistlum en það þýðir ekki að maður þurfi að taka fýlupúkahliðina varðandi alla menningu og atburði líðandi stundar.
Má ég sjá Sindra koma hérna inn og tala sínu máli..
Sammála samt, að þetta blað er hætt að vera góð landkynning, alltof mikið um óþörf skítköst og leiðindi í því.
Því er nú verr og miður..
Sæll Davíð.
Ekkert að þakka fyrir stuðninginn. Þetta voru bestu bakþankar sem ég hef lesið á baksíðu Fréttablaðsins nokkurntímann.
Sá sem að svarar mér í GrapeWhine í nýjasta tölublaðinu (það kvittar enginn fyrir svarið) lætur ekki uppi neinar skoðanir á þessari grein þinni eins og um var beðið né heldur tjáir hann sig um S.Eldon og hanns skrif sem mörgum þykir ganga annsi hart fram í að beita penna sínum af svo miklum krafti að undan svíði. Sá sem svarar lesendabréfi mínu segir að gott sé fyrir Bubba að vera kóngurinn og fyrir Sigur Rós að vera hafna yfir gagnrýni. Ég hef séð Sindra blaðamann Eldon vera varinn kröftuglega af Bart Cameron á síðum blaðsins og mætti því draga þá ályktun samkvæmt því og þeirri staðreynd að ekki eru látnar í ljós neinar skoðanir á skrifum Sindra að hann væri hafinn yfir alla gagnrýni innan blaðsins. Í minni sveit voru pennar eins og hann einfaldlega kallaðir skítadreifarar og ég held að kappinn sá ætti frekar að einbeita sér af því að afgreiða í matvöruversluninni sem hann vinnur í á meðan honum rennur þessi reiði sem virðist búa innra með honum. Þar er hann að standa sig með prýði.
Kveðja,
Jón Gunnar
Langar ykkur ekki bara öllum að hittast, og gráta saman?
Þetta var mjög spennandi svona til að byrja með en svo var þetta komið langt yfir öll velsæmismörk. Báðir málsaðilar hafa ýmislegt til málanna að leggja, ég verð þó að segja ða Grapevine er mjög skemmtilegt blað og verður eflaust áfram en mér finnst einmitt að þeir sem fara fyrir því ágætla blaði hugsi sinn gang og endurskoði ritmáta sinn hvað ýmislegt varðar. Það er alltaf gaman að lesa sniðug og hnyttin skrif en þegar þau eru dónaleg og særandi skila þau ekki settum árangri.
Veriði róleg, skrifiði skynsamlegra og lifið heil.
(ps. ég vona eiginlega að enginn hafi orkað það að lesa alla leið hingað niður)
Mig langar í hamborgara !!!
Og kannski nýja 18v Makita batterísborvél...
Davíð Þór! Ég verð að segja það að þú ert einn sá allra flottasti í bransanum. Allt sem þú gerir er snilld. Og ég er hjartanlega sammála þér varðandi Grapevine.
Haltu þessu áfram, það er virkilega gaman að lesa skrif þín.
Ég er mjög sammála þér, Davíð Þór, varðandi þetta og flest annað og sammála fyrri ræðumanni um að mér sýnist flest sem þú tekur þér fyrir hendur benda til þess að þú vitir þínu viti í þessu lífi. Enda fyrrum Kvennskælingur, ekki satt? :D
Grape Wine fer einmitt æ meir í taugarnar á mér og þá sérstaklega þessi persóna er kallast Sindri Eldon.
Þetta hormóna-uppreisnarvæl hans á heima öskrað í gegnum herbergisdyr að langþreytti móður tánings og svo sannarlega ekki á síðum tímarits.
Hið hressandi ádeilublað sem GrapeWine var virðist liðin tíð og í staðinn er komið óvirðingarvert sorprit sem snýst út á tilgangslaust, illkvittið raus.
Hressandi hvað bloggsíður þeirra félaga, Davíðs Þórs og Sindra Eldons eru áþekkar í útliti.
Hver er markaðshópur grape-wine, íslendingar, túristar eða ... ?
Nú spyr ég eins og maður frá Mars, enda búsettur í Danmörk.
Klóra mér samt á kollinn og spyr, hversu margir lesa gagnrýnina á Bubba m.a erlendis frá ?
Ss. ekki réttur staður til þess að spyrja þessara spurninga, fór að spá með hlutfall ísl. og útl. sem lesa þessa pistla.
Já einsog bent var á hér að ofan er þessi umræða kanski orðin aðeins dýbri en hún átti að vera í fyrstu..
Þegar ég les skrifa Davíðs þá var ég hjartanlega sammála hvað varðar Sindra . Held að þetta sé merki um minnimáttarkennd hjá honum og það að hann er einn af þeim á íslandi sem nánast er frægur fyrir að vera frægur setur hann óneitanlega í kjánalega stöðu. Enn hann er ekki alslæmur hann Sindir. Líkt og Davíð þá er hann mannlegur og oft skrifar fólk ekki alveg það sem það hefði skrifað ef það hefði geymt skrifin í einn dag, lesið aftur og svo lagað til. Ég er samt sammála að mörgu leiti í Bubba gagnrýni hans. Þó að þetta skítkast sem ég vill kalla það hjá Grapevine sé ekki skemmtilegur fréttamáti eða rýni máti. Þekki ég þetta sjálfur á bæði Bubba tónleikunum sem Sindri gagnrýndi og einnig á Heavy Trash tónleikum sem haldnir voru 26.maí á Nasa. Það var það aftur á móti Burt Cameron sem gagnrýndi og það var einnig á þessum nótum að það var rakkað niður beinlínis. Ekkert jákvætt held ég hafi komið þar fram nema að honum fannst gott að öskubakkarnir á Nasa voru fastir við gólfið svo ekki væri hægt að henda í hljómsveitina Fræ.
Góð gagnrýni á alltaf að byggjast upp þannig að maður byrjar að benda á góðu hlutina og svo fer maður í þá slæmu og endar svo í góðum punktum í restina...
Þetta gæti td litið út svona á vinnustað.
yfirmaðurinn til starfsmans:
Góðann daginn, ég vill bara spjalla við þig um starfið þitt, mér líst vel á þig sem starfsmann, þú er duglegur og ákveðinn. Ég verð því miður að reka þig vegna þess sem þú hefur gert enn óska þér alls hins besta í framtíðinni þar sem þú átt eflaust efir að blómstar
Kær kveðja
Rocco (Stefán þór Steindórsson)
Guð minn almáttugur síðan hvenar var þetta Artí Fartí MH pakk farið að líta stórt á sig ?
Ég hélt að þessu liði mundi lýða svo illa og væru svo ógeðslega kúguð og útskúfuð úr samfélaginu.
En jæja þessi Artí Tíska er klárlega búin að vera of lengi hér á Íslandi þegar það er komið stéttaskipting í þennan kjánalega hóp.
Ég er hjartanlega sammála þér Davíð og fyndið að sjá þessa artí plebba vera reyna vernda þennan deyjandi málstað sinn..
Já Kolbeinn Lifi pönkið í riti, lögum og ljóðum!
Akkurat það sem Ísland þarf núna Anarchy jeee ... grow up....
*Byðst afsökunar á stafsetningavillum er lesblindur*
Margt af því sem SE skrifar finnst mér fyndið og bráðskemmtlilegt. Vissulega eru skrif hans öfgafull og stundum er hann kannski fullmikið að "reyna", en engu að síður skemmtilegri penni en flestir sem skrifa í blöð á Íslandi.
Það er algjör misskilningur að greinar geti ekki verið skemmtilegar án þess að fjalla um eitthvað "jákvætt og uppbyggilegt" eins og einhver sagði hérna.
Það veitir ekki af mönnum sem hafa balls til að skrifa greinar þar sem menn eru gagnrýndir harkalega. Það er ekki svo mikið af þeim á Íslandi, þar sem attitjútið er: "Hann ætti nú bara að líta sér nær, hreinsa í sínum eigin garði" eða eitthvað álíka. Eins og fólk megi ekki hafa skoðun á einu eða neinu nema það hafi sjálft alveg hreinan skjöld.
Til ykkar sem viljið lifa í þessum "fólk með sirrý og hemma gunn" heimi: Það neyðir ykkur engin til að lesa þessar greinar. Sleppið því ef þetta fer svona fyrir brjóstið á ykkur.
Ég get ekki verið meira sammála Davíð og flestum ykkar sem commenta hér sem eru ekki að vinna hjá GW. Ég og flestir stéttabræður (þ.e er tónlistarnemar) mínir forðast tónlistargreinar Sindra eins og heitan eldinn og það er deginum ljósara að hann þarf að breyta sínum hugsunarhætti ef e-r lifandi hræða á að taka mark á honum. Hvað ritstjórastefnu GP þá er batnandi fólki best að lifa og vona að GW breyti áherslum sínum í að vera mannsæmandi afþreying ungs fólks en ekki auglýsingararmur 66° N veldisins.
Vel gert, Davíð, vel gert.
100% sammála Davíð.
Ég get ekki beðið eftir að Sindri þroskast. Að mínu mati er hann að reyna að vera svalur en verður þess í stað bara gelgjulegur í skrifum sínum OG viðtölum, sem allt of oft snúast um að vera fúll og önugur.
Mér eru minnistæðir bakþankar frá þér aftan á fréttablaðinu um framhaldsskóla úti á landi...það voru mjög illa ígrundaðir bakþankar og ég hef algerlega lært það að hundsa allt sem þú segir og gerir, hef einfaldlega ekkert álit á þér eftir það!
Í þessum bakþönkum réðist þú sérstaklega að Menntaskólanum að Laugarvatni sem er minn skóli og get ég bara hreinlega ekki séð hvaðan þú fékkst þínar heimildir nema úr sögusögnum sem eru löngu úreldar um þennan skóla!
Í fréttablaðinu daginn eftir sá ég pistil frá skólameistara ML og bauð hann þér í heimsókn...má ég spurja, þorðiru að éta ofan í þig þessar LYGAR sem þú ritaðir aftan á fréttablaðið og fórst í heimsókn eða þorðiru ekki að "feisa" það að þú einfaldlega veist ekkert um málið!!
Þannig að bottom lænið mitt er þetta...ekki tala um að fólk sé að koma með ígrundaða gagnrýni þegar þú gerir það greinilega sjálfur! Ekki segja að kennararnir mínir frá ML séu aumingjar (orðrétt úr bakþönkunum) þegar þú veist ekki betur!!
Farðu í rassgat!
Ræðumaður hér að ofan þ.e..a.s Farðu í rasgatt peninn. Mín reynsla á ML er keimlík þeirri sem Davið setti upp á bankþanka sínum og verðu því að viðurkennast að ML var einu sinni svona þó að hann sé það kannski ekki í dag.
KK Jhonson
Æ, ætli mér finnst samt ekki "tilvitnanirnar" bestar sem eru aftan á blaðinu. Ég held að ég hafi aldrei séð Grapewhine blað þar blaðamennirnir settu ekki nánast einungis tilvitnanir eftir sjálfa sig.
En jæja, svona er þetta. Sumum finnst allt það merkilegasta koma úr eigin munni.
Ég ólst uppí litlu plássi útá landi (7-800 hræður)
í þessu plássi var samkomuhús þar sem reglulega voru haldnar samkomur þar sem sveitungar hittust og drukku frá sér vesældina sem fylgir því að búa í skítapleisi útá landi..
Þannig vildi til að beint gegnt aðalinngangi samkomuhússins var hús kaupfélagsstjórans og þar við eldhúsgluggann sat kaupfélagsfrúin þær nætur sem böll voru haldin og skrifaði samviksulega það sem fyrir augu bar..
Við opnun kaupfélagsins næsta dag hafði svo verið hengdur upp listi þar sem frúin tiltók helstu atburði næturinnar, hverjir fóru saman heim, hverjir kýldu hvern og síðast en ekki síst hvaða hjón fóru ekki saman heim.
Oftar en ekki voru þetta að mestu leyti ýkjur, afbaknir og hreinar lygar sem þarna héngu uppi - afsprengi bitturrar eldri konu sem fann sér enga aðra fróun í lífinu en að rakka niður og gera lítið úr öðrum.
Það er því leitt til þess að hugsa að í eymd sinni yfir því að vera fastur á því litla skítapleisi sem ísland virðist líta út í augum Sindra skuli hann ekki finna aðrar leiðir til þess að láta sér líða betur að feta í fótspor frú Sigríðar úr Saurbæ og rakka niður samborgara sína í von um að fá sömu fróun og hún fékk í eldhúsglugganum sínum á sínum tíma..
En eitt mátti Sigríður þó eiga - það var aldrei meira að gera í kaupfélaginu heldur en dagana eftir böll
Jón Stefánsson
Ég gekk í ML og þar eru margir góðir kennarar, þar var líka fólk sem aldrei hefði átt að kenna.
Ég man líka þegar Davíð og Steinn komu þangað til að skemmta - ágætasta kvöld, en það fyndnasta allt kvöldið var þegar tveir strákar úr skólanum tóku rokk-sig niður stigagatið fyrir aftan þá bræður á meðan þeir voru að skemmta.
Hvað er að því að finnast Magni ekki vera hipp og kúl og ekki hafa fundist Bubbatónleikarnir vera stórfenglegir, spyr ég? Og ekki finnst mér neitt að því að orða það í fjölmiðlum heldur. Er það ekki annars það sem fjölmiðlar eiga að snúast um? Fjölbreyttar skoðanir?
Kannski hálf tilgangslaust að vera koma með enn eitt kommentið við þennan pistil hans Davíðs. En ég get ekki að því gert að finnast það hjákátlegt að blaðamenn blaðs sem virðist telja það háheilagt að fá að gagnrýna menn og málefni á óvægninn og, að einhverjum virðist finnast, á stundum ógeðfelldan hátt. Skuli svo sjálfir barma sér yfir því að þetta sama blað og starfsmenn þess séu gagnrýndir.
Þetta er allt saman svo fyndið að ég held ég sé við það að fá kviðslit. En samt verð ég bara að benda á ákveðna ótrúlega heimskulega hluti í gagnrýninni á Davíð hér að ofan.
Í fyrsta lagi er í hæsta máta heimskulegt að ætla að bera „vinnubrögð“ við pistlaskrif saman við skrif á tónlistargagnrýni. Pistlaskrif þjóna einungis einum tilgangi: Að lýsa hugrenningum pistlahöfundarins og vera lesandanum afþreying. Sjálfur skrifa ég pistla, og maður er ekki að leggjast ofan í rannsóknarvinnu fyrir svoleiðis skrif. Hins vegar er lágmark að tónlistargagnrýnandi þekki eitthvað til þeirrar tónlistarsenu sem hann er að gagnrýna, og vandi vinnubrögðin. Sérstaklega hlýtur að teljast lágmarkskrafa að gagnrýnandi mæti á tiltekna tónleika með opnu hugarfari. Og þótt ég sé sammála því að það sé undarlegt af Davíð að fara fram á að Sindri dæmi Bubba fyrir það hversu góður hann er „sem Bubbi“, hlýtur það að vera algjörlega sjálfsagt að hann dæmi hann fyrir það hversu góður þjóðlagasöngvari, rokkari og pönkari hann er, ekki bara hversu hipp og kúl karakter hann er. Það liggur bara í augum uppi að það er fráleitt að senda mann til að dæma tónleika með Bubba sem þolir augljóslega ekki jafn hefðbundna tónlist og þjóðlagarokk er.
Svo er líka fáránlegt að bera skítkast Sindra Eldon í tónlistargagnrýni sinni saman við söngtexta Bubba Morthens og gamanmál Davíðs Þórs. Hvernig dettur ykkur í hug að halda að tónlist og grín sé í sama flokki og tónlistargagnrýni í prentmiðli? Ef greinar Sindra væru settar fram sem grín, eða sem einhvers konar listaverk myndi allt öðru máli gegna um þetta, en þetta er sett fram sem alvarleg tónlistargagnrýni. Ef þetta er húmor hjá Grapevine er þetta húmor sem er gjörsamlega ofar mínum skilningi.
Og fyrir þá sem vilja samt verja Sindra er ég með litla sögu, sem ég hef frá ónefndum tónleikahaldara. Sindri skrifaði gríðarlega fýlugagnrýni um tónleika David Honeyboy Edwards fyrir tæpu ári síðan. Sjálfur var ég á þessum tónleikum án þess að hafa nokkurn tíma heyrt í listamanninum, en verandi blúsáhugamaður naut ég þeirra út í ystu æsar, og virtust menn sammála um að þarna hefði verið á ferðinni einn merkilegasti blúsviðburður á Íslandi um árabil. En samt sem áður skrifaði Sindri mjög neikvæða gagnrýni um tónleikana. Gott og vel, ekkert við því að segja svo sem. Vandamálið er bara að Sindri var ekki viðstaddur tónleikana, þar sem honum var hent út á meðan Mike Pollock og félagar voru að hita upp fyrir gamla manninn. Sindra var hent út fyrir að stela bjór af staðarhaldaranum. Eru þetta fagmannleg vinnubrögð? Og hvernig er hægt að taka mark á nokkru sem þessi maður skrifar eftir þetta? Sá einhver hann á Bubba tónleikunum?
Kem inn í þessa umræðu frekar seint, en *verð* að lýsa yfir stuðningi. Sjaldan hef ég lesið nokkuð í íslensku dagblaði sem ég hef verið meira innilega sammála.
Reyndar vildi svo skemmtilega til að nokkrum dögum áður en pistillinn birtist hafði ég orðið fyrir 'flame' aðkasti á minni bloggsíðu frá aðila undir dulnefninu 'jadetree', en sá gaf upp grapevine.com sem sína heimasiðu. Þar hvatti viðkomandi fólk úti í heimi til þess að skrifa ömurleg komment í stórum stíl inn á síðuna mína, og get ég ekki séð að önnur ástæða lægji að baki en að 'jadetree' var ósammála bloggfærslu sem ég skrifaði um málefni Aron Pálma Ágústssonar fyrir ári síðan.
Ég gerði ítarlega grein fyrir þessari uppákomu í annari bloggfærslu, og einn lesenda minna rak 'jadetree' til Pauls nokkurs Nikolov. Sá hefur reyndar dúkkað upp síðan og reynt að hrekja þessi tengsl af frekar veikum mætti. Einnig gerði ég ritstjóra og útgefanda Grapevine grein fyrir þessu máli með tölvupósti, en hef engin viðbrögð fengið, enda geri ég ráð fyrir að þeir séu of hipp og kúl til að bregðast við smámunum eins og að vera bendlaðir við haturssendingar. Eitt er að væla - annað að vera bendlaður við hatursáróður gegn blásaklausu fólki.
PS. Fyrir þá sem hafa áhuga er bloggfærslan um málið her:
http://www.icelandweatherreport.com/2006/08/offense.html
Takkfyrirmig.
... úps, slóðin kom ekki öll: á að vera .html í lokin.
Ég man líka vel eftir þessari skemmtun í ML, þegar strákarnir komu sígandi niður í kaðlinum. Það var mjög gaman. Og reyndar hafa öll kynni mín af Laugarvatni verið jákvæð - þangað til umræddur bistill um Laugarvatn birtist.
Málið er reyndar að pistillinn var alls EKKI um ML heldur um fordóma og nefndi ég óígrundaðar og rangar fullyrðingar um ML sem dæmi um að það er hægt að vera haldinn fordómum gagnvart öðru en hommum, lesbíum og hörundsdökku fólki, að hið umburðarlyndasta og víðsýnasta fólk (að eigin mati) getur verið haldið fordómum gagnvart einhverju svo nálægu að það gerir sér ekki grein fyrir því. Fyrirsögn pistilsins var meira að segja "Fordómar mínir gegn Laugvetningum", ekki "Nokkrar athyglisverðar staðreyndir um Laugvetninga". Kannski er munurinn á staðreyndum og fordómum ekki kenndur á Laugarvatni. Allmargir Lauvetningar lásu nefnilega bara það sem ég nefndi sem dæmi um heimsku og ályktuðu sem svo að ég væri að nefna það sem dæmi um mínar eigin skoðanir. Ég hafði mikla trú á ML þangað til ég komst að því að þeir kenna fólki ekki lestur betur en þetta. Ef ég segi: Voðalega er fólk heimskt að segja að hommar séu bjánar þá er ekki eðlilegt að hommar sem bæði eru með fulla greind og heyrn þyrpist að mér hrópandi: Ertu að segja að við hommar séum bjánar?
Þetta er alveg merkilegt.
Í fyrsta stað verð ég að segja að mér þykir ávalt leiðinlegt að horfa á fullorðna menn gráta og ennþá leiðinlegra að stunda sleikjuskap. Hvað þá illa stafsettan, órökstuddan sleikjuskap. Sem betur fer eru hér nokkrir heilbrigðir póstar þar sem menn eru ekki bara að segja 'Búh!' eða 'Já-amen!'.
Í öðru lagi þyrstir mig að spyrja; Er fólk virkilega svona viðkvæmt fyrir skrifum Sindra? Það sem ég þekki til Sindra þá er hann aðallega meinhæðinn og jú, hann hefur sterkar skoðanir á ýmsustu málum, en sem betur fyrir búum við við stjórnarskrárbundið skoðanafrelsi í þessu litla landi okkar.
Grapevine er alls ekki slæmt blað. Þeir hérna sem halda að blað um Ísland og menningu/menningarslys okkar eigi að vera eilífur lofsöngur um Brennivín, Lýsi og hvað hún mamma hans Sindra er frábær, þá eru þeir alvarlega að misskilja málið.
Íslendingar eru þjóð sem er uppfull af furðulegu stolti. Ég er sjálfur ekki laus við þetta stolt, frekar en nokkur sem ritað hefur á þessa síðu, eða öllu heldur í þetta 'kommentakerfi'. Hversvegna barnaleg sveitamennska okkar er ávalt að draga fram fávitann í okkur er mér hinsvegar fyrirmunað að skilja.
Ef ég væri í sporum Magna, þá held ég að ég myndi ekki vilja að það gengu um auglýsingar og slíkt og allir landsmenn hvattir til þess að kjósa mig vegna þjóðernis míns, heldur vegna hæfileika minna.
Nú er ég ekki að efast um sönghæfileika Magna, heldur mína eigin, en það er eimmitt málið, að hvert það atkvæði sem fellur honum í hlut fyrir þjóðerni skemmir fyrir honum líka, það er nefnilega ekki lengur marktæk mælieining á velgengi hans og hæfileika hversu langt hann kemst áfram, heldur á hversu miklir fávitar Íslendingar geta verið.
En aftur að Grapevine.
Við erum ekki fullkomin. Það verður að segjast. Við höfum ýmis furðuleg fyrirbæri í menningu okkar sem fæstar aðrar þjóðir geta státað af. Við fyllumst einhverju þjóðarstolti þegar börn Íslands rata á vinsældarlista útí heimi, og viljum helst ekkert illt af þeim heyra, í stað þess að vera heiðarleg og viðurkenna galla okkar og þeirra.
Reykjavík Grapevine er tímarit sem gengur útá það element að glöggt sé hið margrómaða gestsauga og það að ætlast til þess að brúnnefjaður sleikjuháttur vaði þar uppi er ekki hollur okkur frekar heldur en það er Leoncie hollt að fólk þori ekki að viðurkenna vankanta þá sem kunna að fyrirfinnast á tónlist hennar.
Ég held þó að báðir aðilar hérna hafi rétt og rangt fyrir sér. RG er ekki hafið yfir gagnrýni frekar en Bubbi, sviðakjammarnir á BSÍ eða sjálfur eigandi þessarar síðu, og rétt eins og af áðurnefndum kjömmum hefur oft verið eitthvað hálfrotið fúabragð af ýmsum pistlum á Grapevine.
Hinsvegar eru skrif í RG skoðanir þeirra sem greinarnar skrifa, og það er jú öllum hérna frjálst að fíla ekki Bubba* og rokdýra persónudýrkun á
honum, merkta 6-6-6. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skoðanir fólks séu alltaf geðfelldar, né landi og þjóð til sóma, enda erum við Íslendingar það ekki alltaf, við erum jú 300.000 einstaklingar sem breytast í sauðkindur við það að einhver landa okkar birtist í alþjóðlegu sjónvarpi.
Ég held við ættum öll að líta í eigin barm og reyna að átta okkur á því hvar laxinn er grafinn, við erum ekki hafin yfir gagnrýni, þósvo að oft megi satt kyrrt liggja. Við þurfum ekki öll að fíla sjónvarpaða Rokk-karaoke keppni, jafnvel þó að Íslendingur sé þar jafnastur meðal framara.
Ég bið ykkur vel að lifa.
Einar V. Bjarnason Maack.
*(pönkara í eigu tryggingafyrirtækis)
ég missti allan áhuga á reykjavík grapevine þegar þeir birtu pistil í blaði síðasta sumar um að íslendingar ættu ekki að taka né lesa blaðið vegna þess að það var ekki fyrir íslendinga, þetta blað átti að vera fyrir útlendinga og túrista, við íslendingar áttum að lesa moggan,dv, blaðið eða fréttablaðið. þegar ég las þetta,(frá sjálfum ritstjóra rg hvorki meira né minna) þá missti ég alla skemtun og virðingu fyrir þessum pésa.
Heyr Heyr.
Góð grein hjá þér Davíð.
Verð aðeins að tjá um þessa GreipVæl menn. Ég hef séð þá nokkrum sinum hjá Agli í SilfurEgils og þeir minna mig alltaf á e-h heittrúða múslima á Vesturlönum, sem gera ekki annað en að gagnrýna og birta níð um land og þjóð sem þeir búa í.
En vilja svo ekki undir neinum kringumstæðum þurfa að vera sendir aftur heim til gamla föðurlandsins, því þar er greinilega ekki svo gott að búa !
Ég man eftir svona málefnalegri gagnrýni inn á gestabók rásar 2 í vor þar sem að "lítil hjörtu" voru gagnrýnd fyrir nákvæmlega það að halda að fólki tónlist sem væri gersamlega á jaðrinum. S.s. sama "Sindrom" nema bara í útvarpi. Það varð allt vitlaust. Þeim annars ágætu tónlistar/gjörningslistmönnum í Ghostdigital var líkt við brauðrist sem væri fyrir fólki í tónlist sem væri reyna komast áfram á eigin verðleikum. Enn og aftur birtast sjálfskipaðir menningarvitar til að segja okkur hvað er hipp og kúl nema bara í útvarpi allra landsmanna, ekki bara í RG. Á meðan báðir jaðrarnir (RG/S&H) berjast við hleypa ekki nýju hæfileikafólki sem þeir þekkja ekki eða eru ekki vinir/hagsmunatengdir (sbr.365) inn í umfjöllun verða svona söngvarar eins og Magni bara uppgötvaðir "glöggvum gests augum" sem sjá að keisarinn er ekki í neinum fötum ...alla vega ekki í þeim fötum sem að RG og Rás 2/poppland segja að séu hipp og kúl. Ég man ekki eftir að "Á móti sól" hafi nokkurn tíman verið í náðinni hjá Bylgjunni (BArasyni) eða Popplandi(sem þeir reyndar viðurkenna) þangað til núna. Ja hérna, ef maður fer að pæla í því þá hefur Magni orðið til þess að ný Evrópumet í rassasleikingum fjölmiðlafólks falla á hverjum degi. Maður bara spyr hvar voruð þið þegar hann þurfti á ykkur að halda til að koma sér á framfæri fyrir mörgum árum síðan.
Ef Stuðmenn væru að byrja núna myndu þeir ekki fá spilun. Ekki frekar en flestar af þessum hljómsveitum sem spila mest opinberlega og eru ekki á vegum fyrirtækisins sem kaupir auglýsingar eða "gríðalega stórs tónleikahaldara í UK". Þær fá litla umfjöllun.
jæja Davíð , þakka þér fyrir að opna umræðuna það virðist ekki veita af. Fjölmiðlar verða að geta tekið gagnrýni og sýnt/sagt frá raunveruleikanum eins og hann er. Það er nú þegar offramboð af "óraunveruleikaþáttum" sem eru "hipp og kúl"
Gunnar í rauðakrossinum er klárlega þroskaheftur fáviti!
Skál fyrir Davíð, RG, DO, DK og DOA, en þessi Gunnar karakter er útsprunginn í eitthvað sem einungist finnst í botnfalli frystihúsa!
Áfram!
Magni fjórði! FJÓRÐI!!!! Grenjiði nú aðeins meiri fávitir og fífl...
Góður Davíð minn.
Flottur pistill.
Ég held að sumir "commentarar" hér séu með fyrirfram ákveðna skoðun á þér, þannig lykt í gangi.
Eina tímabilið hjá þér sem ég vil gleyma er B&B :-D
Skrifa ummæli