þriðjudagur, september 05, 2006

,,Burt með eiturlyfin. Vestfirska forlagið.”

Ég hef yndi af því að heyra eitthvað sem fær mig til að velta fyrir mér hlutunum. Nú hef ég í tvígang í dag heyrt tilkynningu lesna í útvarpið sem vakið hefur óskipta athygli mína. Hún er svona: ,,Burt með eiturlyfin. Vestfirska forlagið.” Ég get einhvern veginn ekki annað en velt því fyrir mér hver sagan á bak við tikynninguna sé og í augnablikinu dettur mér þrennt í hug.
I. Þau hjá Vestfirska forlaginu eru sannfærð um að þegar dópistar landsins heyra orðin ,,Burt með eiturlyfin” lesin í útvarpið innan um auglýsingar fyrir rafmagnsverkfæri, hettukápur og kjötfars sjái þeir samstundis að sér og láti af þeim ósið að neyta fíkniefna, að áhrifamáttur Vestfirska forlagsins sé slíkur að það sem til þessa hafi vantað upp á að ráða niðurlögum fíkniefnadjöfulsins í eitt skipti fyrir öll hafi verið að afstaða þess gagnvart þessu heilbrigðisvandamáli væri ljós.
II. Þau hjá Vestfirska forlaginu grunar að fjöldi manna standi í þeirri meiningu að það tilheyri þeim stóra hópi sem einmitt er hlynntur eiturlyfjaneyslu og finnst því ástæða til að leiðrétta þann misskilning.
III. Í nánasta umhverfi Vestfirska forlagsins eru eiturlyf sem það vill ekki hafa fyrir augunum lengur og er hér um að ræða tilkynningu til eigenda þeirra vinsamlegast að fjarlægja þau.

Nú er bara að uglasata hverju maður á að trúa því mér finnst þetta allt einhvern veginn jafnsennilegt. Er annars einhver fjórði möguleiki í stöðunni sem mér er að yfirsjást?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hugsast gæti að Vestfirska forlagið sé að kynna bókina Burt með fíkniefnin. Þó þætti mér sá bókartitill stinga talsvert í stúf við aðrar nýlegar bækur forlagsins, eins og Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga og Mannlíf og saga fyrir vestan (17. bindi).

Davíð Þór sagði...

Þú segir nokkuð.

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Svo gæti líka verið að útgáfustjórinn sé einfaldlega illa haldinn af tremma, og telji sig ofsóttan af eiturlyfjum.Fljúgandi sprautum, krakkpípum og e-pillum. Sem fellur kannski undir lið 3.

Nafnlaus sagði...

Þeir gætu svosem verið að tala um Burt Reynolds...

Karna Sigurðardóttir sagði...

Neinei, þú misskilur. Þetta er: "Burt með eiturlyfin, Vestfirska forlagið" og er auglýsing frá óvinafélagi vestfirskra þjóðsagna - sem vilja ekki láta nafn síns getið!

Skemmtileg lesning!

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að fallast á tillögu Tinnu, að þarna sé á ferðinni bók um eiturlyfjatímabilið (ef einhverntímann var svoleiðis) í lífi Burt Reynolds.

Næsta bók mun þá kannski heita: "Burt með portkonurnar"

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

er þetta ekki bara sagan sem Eiríkur sendi í ástarsögukeppnina þeirra?

annars er kommentið hér fyrir ofan alfarið á ábyrgð draugakisunar minnar ...

Nafnlaus sagði...

Kannski er fanatíkin að drepa forstjóra forlagsins, að hann brenni í skinninu við að vita að akkúrat á þeirri stundu eru einhverjir einstaklingar að neyta eiturlyfja. Þá varpar hann í bræðiskasti þessari auglýsingu til að láta vita af sér.

Nafnlaus sagði...

Þetta er klárlega Burt Reynolds. Hann átti við eiturlyfjavandamál að stríða hér á árum áður. Átti það til að berja konur þegar hann var undir áhrifum eitursins. Ég las þetta í tímaritsgrein eða í einhverju ljóði eftir Stefán Mána. Þetta er satt.

Hjörtur Howser sagði...

Dabbi minn !
Kíkirðu aldrei á bloggið mitt ???
Kv.
HH..