þriðjudagur, júní 13, 2006

Draumráðning óskast

Mig dreymdi stórskemmtilegan draum í nótt. Hann er næstum eins og byrjun á Radíusflugu. Mér fannst ég hafa verið í atvinnuviðtali og sat á einhvers konar biðstofu þar sem ég beið þess sem verða vildi ásamt öðrum sem var að sækja um sömu vinnu. Það var ósköp venjulegur gaur, mig minnir að hann hafi verið rauðhærður og broddaklipptur. Loks opnast dyrnar að skrifstofunni og forstjórinn birtist. Hann segir: "Þú sem ert eins og garðplanta um höfuðið getur gleymt þessu, hinn mætir í fyrramálið." Við rauðhausinn lítum undrandi hvor á annan og erum greinilega að hugsa það sama: "Hvorn okkar er hann að meina?" Áður en forstjórinn nær að loka á eftir sér spyr ég því: "Hvorn okkar áttu við?" Hann snýr sér við í dyrunum og svarar: "Svo þú þakkar fyrir þig með því að rífa kjaft. Þá geturðu gleymt þessu." Síðan lítur hann á þann rauðhærða og segir: "Garðplanta, þú mætir þá í fyrramálið." Síðan hverfur hann aftur inn á skrifstofuna og lokar á eftir sér.
Hver getur hjálpað mér?

10 ummæli:

kerling í koti sagði...

Úr draumaráðningarbókinni:
"Ef þig dreymir að þú færð vinnu er það fyrir góðu, en ógæfumerki ef þér finnst þú hafa misst vinnuna."
Ertu þá ekki bara á núllpunkti eins og ekkert hafi gerst?
P.S. Á maður ekki að segja: Ef þig dreymir að þú fáir vinnu?

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Ég ætla ekkert að ráða draum þinn, en Orkuveituljóðið sem þú ert svo hrifinn af, er á Orkuveituvefnum
www.or.is

Karna Sigurðardóttir sagði...

haha, garðplanta.. :) þetta verður notað sem fjúkyrði á mínum bæ eftir þetta... bansett garðplanta!

Nafnlaus sagði...

Varstu ekki bara að lesa 'The Red-Headed League' eftir Conan Doyle?
Agnesin hennar ÞG

Varríus sagði...

Fólk sem dreymir svona fyndna drauma þarf ekki hjálp.

Nafnlaus sagði...

Ef maður tekur þetta úr samhengi við draum, (afþví að það þarf spesíalista til að ráða drauma) þá segir þetta þér kannski að þú eigir bara að gefa í, og ota þínum tota, sama hvort þú sért viss um réttinn til þess. Ekki hika.

Ef þú værir einsog garðplanta um hausinn, þá væri það versta í stöðunni væntanlega það að þessi fúli starfsmannastjóri segði þér að hundskast burt. Þú hafðir engu að tapa í draumnum, en samt hikaðirðu.

Þetta er allveg ótrúlega fyndinn draumur.

Hjörtur Howser sagði...

Það er örugglega til fóbía sem útskýrir svona draum, fóbía fyrir rauðhausum, fyrir vinnuviðtölum nú eða fyrir garðplöntum!

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að þessi draumur er til að kæta mig..sem dreymdi ekki neitt..en maðurinn minn sem var að koma heim í gær eftir 12.daga fjarveru fullyrðir að ég hafi kallað hástöfum....BIGGGI...BIGGGGI ég sem þekki engan BIgga...

Nafnlaus sagði...

3ja heimstyrjöldin eða svartidauði. Annaðhvort þetta er að bresta á svk draumráðningu minni.

Nafnlaus sagði...

Where did you find it? Interesting read » »