
Ég hef ákveðið að hafa ekki skoðun á hinu ofurviðkvæma Múhameðsmyndamáli, enda nýbúinn að uppgötva þá sælutilfinningu sem því fylgir að finnast maður ekki nauðbeygður til að hafa skoðanir á hverjum einasta sköpuðum hlut. Sjálfsagt eru margir betur til þess fallnir en ég að skilgreina hina hárfínu línu á milli nærgætni og meðvirkni, málfrelsis og eineltis. Hins vegar var amma mín mjög vitur kona og stundum þegar Ármann frændi minn var að espa mig upp í sveitinni í gamla daga sagði hún: "Það er ekki gustuk að ergja illt geð." Ég held að ef fólk myndi upp til hópa reyna að lifa eftir þessari speki hennar ömmu minnar myndi flestum farnast betur.
1 ummæli:
Auðvitað getur maður treyst á þig að vera sæmilega raunsær.
Skrifa ummæli