fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Stóra Úlfarsárdalsmálið

Fólk sem borgar 20 milljónir fyrir lóð undir hús er ekki að borga fyrir lóðina heldur nágrannana. Auðvitað er það ágæt fjáröflunarleið að selja lóðir í einhverju Snobbhill-hverfi fyrir ofan snjólínu fyrir fólk sem er reiðubúið að punga út heilu einbýlishússverði extra fyrir nágranna sem eru líka reiðubúnir til þess. Fénu sem þannig er aflað mætti þá kannski verja í að gera fólki með þokkalega eðlilegar tekjur kleift að búa niðri á láglendi. En er verjandi að anna eftirspurn eftir einbýlishúsalóðum á þenslutímum þegar fjögur þúsund manns eru á biðlista? Ég er enginn hagfræðingur, en mér finnst það einhvern veginn ekki ganga upp. Hitt finnst mér aftur á móti skrýtið að allir stjórnmálamenn skuli vera reiðubúnir til að berjast fyrir hagsmunum fólks sem klæjar í skinninu eftir að geta byggt sér villu í Reykjavík. Ég get ekki að því gert að mér finnst því afar lítil vorkunn og hef það á tilfinningunni að það séu aðrir sem frekar skortir málsvara í borgarstjórn.

1 ummæli:

Örn Úlfar sagði...

Já, það er skrýtið hvað þessi einbýlishús valda miklum úlfaþyt. Vilja svona margir búa einir sér? Er okkur svona mikill Bjartur í blóð borinn, svo maður ofstuðli.