Ég var búinn að lofa að setja fjölskyldumyndir hér inn um leið og það væri orðið tímabært. Það er reyndar löngu orðið tímabært en sakir leti og dugleysis hefur ekki orðið af því fyrr en nú.
Hér eru fjórir kurteisir og kassavanir, sjö vikna kettlingar. Einn þeirra er búinn að fá gott heimili og á eftir að gleðja lítinn dreng á aðfangadag. Hinir þrír óska allir eftir heimili.
Hér eru fjórir kurteisir og kassavanir, sjö vikna kettlingar. Einn þeirra er búinn að fá gott heimili og á eftir að gleðja lítinn dreng á aðfangadag. Hinir þrír óska allir eftir heimili.
Kisa (mamman) á góðum degi í sumar.
Systkinahópurinn allur.
Móri (einlitur grár högni) snyrtir sig fyrir myndatöku ...
... og núna er maður orðinn sætur.
Zorró (einlitur kolsvartur högni) óskar eftir góðu heimili.
Jólakötturinn í ár, Gustur (grár og hvítur högni), hefur þegar fengið heimili.
Er Læða fallegasti köttur í heimi?
Það skal tekið fram að þótt þetta séu einkar vel upp aldir og þægir kettlingar þá gegna þeir ekki nafni þótt þeir hafi fengið eins konar "vinnuheiti" hjá mennskum fjölskyldumeðlimum. Þeir sem hafa áhuga á að deila heimili með einhverjum þeirra þriggja sem enn er óráðstafað geta haft samband við mig hér á þessari síðu eða í heimasímann minn – 551 6302.
7 ummæli:
Nú þorir enginn að segja neitt... Ég er smá skotin í Móra og stal myndinni af honum á skjáinn minn (vona að það sé í lagi) í þeirri von að móðir mín bráðni. Hún heldur því enn fram að tveir kettir séu "nóg"...en só far virðist þessi frábæra tækni mín ekki virka, þvi miður...
Zorró er nú kominn á sitt nýja heimili hjá Bylgju og Erik á Reynimel og allt gengur eins og í sögu. Zorró sem nú gengur undir nafninu (Kola-)Moli var svolítið lítill í bílnum á leiðinni, hélt sér fast og skalf. Hann mjálmaði svo á leiðinni upp stigaganginn - alla leið upp á 4. hæð, en ekki leið á löngu áður en hann var orðinn rólegur og sofnaði í hálsakotinu á nýju "mömmunni" sinni henni Bylgju sem neitaði að hreyfa sig til að fara í sparifötin og taka þátt í matseld.
Zorró/Moli er einstaklega ljúfur, góður og rólegur kettlingur - greinilega með hraustar taugar. Hann svaf meðan fjölskyldan borðaði jólasteikina og fylgdist svo stilltur með þegar pakkarnir voru opnaðir. Þegar leið á kvöldið fór hann í skoðunarferð um nýja heimilið, fann matinn sinn og vatnið og smakkaði á hvoru tveggja og kannaði síðan sandkassann. Svo fór hann að leika við nýja "pabbann" sinn hann Erik og fór vel á með þeim. Um nóttina vildi hann samt ekki vera einn í körfunni og fékk að sofa á milli.
Bylgja og Erik hafa verið ódugleg að mæta í jólaboðin því þau vilja ekki skilja Mola litla eftir einan heima. Á annan í jólum fengust þau þó til að mæta í jólaboð með því að Þórdís "móðursystir" (sem gaf Bylgju og Erik þessa vel þegnu jólagjöf) passaði á meðan :-)
Semsagt - allt gengur vel, Moli aðlagast vel og er bæði duglegur að borða og leika sér.
Bestu kveðjur,
Bergdís og Þórdís
Móri er svoooo flottur, myndi svo vilja fá hann ef ég hefði tíma til að halda kött.
Gott að fá góðar fréttir af Zorró. Moli er fínt nafn. Læða (sem nú heitir reyndar Lóla) og Gustur (sem ég veit ekki hvað heitir) eru bæði farin að heiman þannig að Kisa og Móri eru nú ein heima. Móri óskar enn eftir góðu heimili.
sæll, er Móri farinn? erum að leita að kettling í fjölskylduna, eftir brottfall 18 ára læðunnar okkar. Hann er algert krútt.
getur haft samband í evahuld@kerfisveita.is
Ó, hver er fallegastur?! Móri JanOlafsson - ætti að heita Sören - lifandi eftirmynd föður síns...
Kóngurinn sá verður bráðum heimilislaus... grár stæltur og fallegur kisi með risastóran pung. Vill einhver?
Móri er farinn að heiman líka, hann flutti í Hafnarfjörð, en hann á einmitt ættir að rekja þangað. Nú erum við Kisa bara tvö eftir heima. Ég þakka öllum góð viðbrögð og óska kettlingunum og nýju sambýlisfólki þeirra ánægjulegrar ævi saman.
Skrifa ummæli