miðvikudagur, janúar 04, 2006

Mynd ársins


Gleðilegt nýtt ár, öll sömun. Hef ekkert að segja svo ég ákvað í staðinn að deila með ykkur mynd ársins 2005. Þetta er ykkar einlægur í Mexíkó að borða .... orma! Þegar maður leggur sér svona ofboðslega exótískan mat til munns dettur manni stundum í hug að þeir innfæddu séu að gera grín að manni, liggi í hnipri af hlátri á bak við yfir því hvað þeir geta platað ofan í útlendingana.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér sýnist þú ekki vera neitt rosalega svangur á þessari mynd.

geimVEIRA sagði...

Steinseljan á kantinum gerir gæfumuninn.... hehehe

Hvernig brögðuðust ormarnir?

Þorbjörn sagði...

Var frú Norma nokkuð á svæðinu?

Nafnlaus sagði...

Einhvernvegin held ég að Mexikanarnir hafi jafn mismunandi skoðanir á að gefa útlendingum orma eins og Íslendingar hafa fyrir að bjóða uppá kæstan hákarl.

Oskar Petur sagði...

Ég át einhverntíma einhverjar 'Mopani'-lirfur í Namibíu. Held það hafi jafnvel toppað færeyskan mat í viðbjóðslegheitum.

Ét aldrei úr skordýraríkinu aftur...

Nafnlaus sagði...

kettlingarnir eru ekkert smá sætir :) Ég var bara að sjá þetta með kitlið núna, voðalega erum við lík ;p

Nafnlaus sagði...

kettlingarnir eru ekkert smá sætir :) Ég var bara að sjá þetta með kitlið núna, voðalega erum við lík ;p

Davíð Þór sagði...

Ormarnir sjálfir voru hálfbragðslausir, svipaðir undir tönn og laukhringir, kannski eilítið stökkari, en þeir voru steiktir upp úr einhverri kryddolíu sem setti í þá voða "mexíkóskan" fíling.

Rustakusa sagði...

Ég er ekkert smá skotin í Móra,
þvílíkur moli :-)