Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að íslenskan sé í útrýmingarhættu og að eftir hundrað ár verðum við farin að tala frumstæða ensku. Þótt ég sé ekki reiðubúinn til að taka undir þennan bölmóð er því ekki að neita að málfræðikunnátta mætti almennt vera meiri, ekki bara meðal sauðsvarts almúgans heldur líka meðal þeirra sem fást við ritaðan og talaðan texta. Mig langar því til að leggja mitt af mörkum til viðhalds móðurmálinu með því að miðla eilítið af þekkingu minni hér á þessari síðu.
Eitt af því sem fáir ráða við að gera rétt er að nota orðasamböndin "hver annar" og "hvor annar". Gildir þá einu hvort það er í töluðu máli eða á prenti. Til dæmis er hreinlega hending að sjá þetta gert rétt í dagblöðum sem er ekkert skrýtið, enda liggur þetta alls ekki í augum uppi auk þess sem blaðamönnum er almennt margt betur til lista lagt en að fara vel með íslenskt mál. Þetta er flókið og erfitt málfræðiatriði og sjálfur var ég til að mynda kominn á þrítugsaldur þegar mér loksins varð ljóst hvernig á að gera þetta rétt.
Þannig er nánast algilt að sagt sé: "Strákunum er illa við hvorn annan." Þetta er rangt. Hér er um það að ræða að "hvorum" stráknum er illa við "annan". Rétt er því að segja: "Strákunum er illa hvorum við annan." Þá að því tilskildu að strákarnir séu aðeins tveir. Ef þeir eru fleiri er rétt að segja: "Strákunum er illa hverjum við annan," ekki: "... við hvern annan" þar sem "hverjum" er illa við "annan."
Möguleikarnir eru fjórir: hver ... annar, hvor ... annar, hverjir ... aðrir og hvorir ... aðrir. Förum yfir þetta lið fyrir lið.
1. ... hvor annar
Þegar tveir (tvær, tvö) eiga hlut að máli notar maður orðasambandið "hvor annar" ("hvort annað" eða "hvor önnur"). Einfaldast er að útskýra þetta með dæmum:
"Hundurinn og kötturinn forðast hvorn annan" er rangt. "Hvor" forðast "annan" og því er rétt að segja: "Hundurinn og kötturinn forðast hvor annan." Þegar forsetning er með í spilinu gerir hún þetta flóknara á yfirborðinu en grunnreglan er sú sama: "Hundinum og kettinum er illa við hvorn annan" er þarafleiðandi rangt. Hér er um það að ræða að "hvorum" er illa við "annan" og því rétt að segja: "Hundinum og kettinum er illa hvorum við annan." Hér gildir kyn orðanna einu. "Dýrunum er illa við hvort annað" er sem sagt rangt og ætti að vera: "Dýrunum er illa hvoru við annað" þar sem "hvoru" dýrinu er illa við "annað".
Kyn orðanna og föllin breyta ekki reglunni. "Læðan og tíkin eru andstæðingar hvor annarrar" er rétt, en ekki "hvorrar annarrar". Önnur "hvor" þeirra er nefnilega andstæðingur "annarrar" þeirra. Séu tvær skyrtur settar saman í þvottavél geta þær flækst "hvor í annarri" en ekki "í hvorri annarri".
2. ... hver annar
Þegar þrír (þrjár, þrjú) eða fleiri eiga hlut að máli notar maður "hver annar" ("hvert annað" eða "hver önnur"). Reglan er sú sama og um "hvor annar".
"Stjórnmálaflokkarnir berjast við hvern annan um atkvæði" er rangt. "Hver" berst við "annan" og því er rétt að segja: "Stjórnmálaflokkarnir berjast hver við annan um atkvæði." Kynið breytir ekki reglunni. "Fylkingarnar berjast hver við aðra" ekki "við hverja aðra" – því "hver" fylking berst við "aðra".
Á sama hátt eru fylkingarnar andstæðingar "hver annarrar" en ekki "hverrar annarrar" því "hver" fylking er andstæðingur "annarrar". Þannig eru flokkarnir jafnframt andstæðingar "hver annars" en ekki "hvers annars", "hver" flokkur er jú andstæðingur "annars". Flokkar bjóða því ekki fram "gegn hverjum öðrum" heldur "hver gegn öðrum" og ólíkar fylkingar berjast "hver gegn annarri", ekki "gegn hverri annarri".
3. ... hvorir aðrir
Orðasambandið "hvorir aðrir" ("hvorar aðrar", "hvor önnur") er notað þegar um tvo hópa er að ræða, það er að segja þegar báðir aðilar eru fleirtöluorð.
"Kommúnistar og kapítalistar eru andstæðingar hvorir annarra", ekki "hvorra annarra". "Hvorir" eru andstæðingar "annarra". "Hundar og kettir forðast hvorir aðra" ekki "hvora aðra" – "hvorir" forðast "aðra".
Eins og í hinum dæmunum geta forsetningar og kyn orða flækt þetta við fyrstu sýn, en reglan er þó alltaf eins. "Hnakkamellur og pönkaragellur forðast hvorar aðrar" ("hvorar" forðast "aðrar") og: "Hnakkamellum og pönkaragellum er illa hvorum við aðrar" ("hvorum" er illa við "aðrar").
Hafa ber í huga að tala orða er einvörðungu málfræðilegt atriði. Þannig er "fylking" eintöluorð á meðan "buxur" er fleirtöluorð. Séu tvennar buxur settar saman í þvottavél geta þær því flækst "hvorar í öðrum" ("hvorar" flækjast í "öðrum") en ekki "í hvorum öðrum". Þaðan af síður geta þær flækst "hvor í annarri" og alls, alls ekki "í hvorri annarri".
4. ... hverjir aðrir
Þetta orðasamband er notað þegar aðilar eru þrír eða fleiri og allir fleirtöluorð. "Sjálfstæðismenn, kratar og sósíalistar keppa hverjir við aðra um atkvæði." "Hverjir" keppa við "aðra". Þrennar gallabuxur flækjast "hverjar í öðrum".
Ég hef þetta ekki lengra að sinni og vona að þetta geti orðið einhverjum að gagni í meðferð móðurmálsins. Ég ítreka að þetta er eitt af því sem fæstir gera rétt og þessum leiðbeiningum alls ekki ætlað að vera settar fram af neins konar yfirlæti heldur einungis í auðmjúkri viðleitni til þess að leggja mitt af mörkum til vandaðrar málnotkunar og viðhalds tungunni. Menn eiga jú að vera óhræddir við að bjóða hver öðrum aðstoð.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða að blaðamenn beri gæfu til að skrifa um að Íslendingar ráðist hver á annan og veiti hver öðrum áverka eins og sönnum víkingum sæmir, en ekki að þeir séu að ráðast "á hvern annan" og veita "hverjum öðrum áverka" eins og illa talandi aumingjar.
Eitt af því sem fáir ráða við að gera rétt er að nota orðasamböndin "hver annar" og "hvor annar". Gildir þá einu hvort það er í töluðu máli eða á prenti. Til dæmis er hreinlega hending að sjá þetta gert rétt í dagblöðum sem er ekkert skrýtið, enda liggur þetta alls ekki í augum uppi auk þess sem blaðamönnum er almennt margt betur til lista lagt en að fara vel með íslenskt mál. Þetta er flókið og erfitt málfræðiatriði og sjálfur var ég til að mynda kominn á þrítugsaldur þegar mér loksins varð ljóst hvernig á að gera þetta rétt.
Þannig er nánast algilt að sagt sé: "Strákunum er illa við hvorn annan." Þetta er rangt. Hér er um það að ræða að "hvorum" stráknum er illa við "annan". Rétt er því að segja: "Strákunum er illa hvorum við annan." Þá að því tilskildu að strákarnir séu aðeins tveir. Ef þeir eru fleiri er rétt að segja: "Strákunum er illa hverjum við annan," ekki: "... við hvern annan" þar sem "hverjum" er illa við "annan."
Möguleikarnir eru fjórir: hver ... annar, hvor ... annar, hverjir ... aðrir og hvorir ... aðrir. Förum yfir þetta lið fyrir lið.
1. ... hvor annar
Þegar tveir (tvær, tvö) eiga hlut að máli notar maður orðasambandið "hvor annar" ("hvort annað" eða "hvor önnur"). Einfaldast er að útskýra þetta með dæmum:
"Hundurinn og kötturinn forðast hvorn annan" er rangt. "Hvor" forðast "annan" og því er rétt að segja: "Hundurinn og kötturinn forðast hvor annan." Þegar forsetning er með í spilinu gerir hún þetta flóknara á yfirborðinu en grunnreglan er sú sama: "Hundinum og kettinum er illa við hvorn annan" er þarafleiðandi rangt. Hér er um það að ræða að "hvorum" er illa við "annan" og því rétt að segja: "Hundinum og kettinum er illa hvorum við annan." Hér gildir kyn orðanna einu. "Dýrunum er illa við hvort annað" er sem sagt rangt og ætti að vera: "Dýrunum er illa hvoru við annað" þar sem "hvoru" dýrinu er illa við "annað".
Kyn orðanna og föllin breyta ekki reglunni. "Læðan og tíkin eru andstæðingar hvor annarrar" er rétt, en ekki "hvorrar annarrar". Önnur "hvor" þeirra er nefnilega andstæðingur "annarrar" þeirra. Séu tvær skyrtur settar saman í þvottavél geta þær flækst "hvor í annarri" en ekki "í hvorri annarri".
2. ... hver annar
Þegar þrír (þrjár, þrjú) eða fleiri eiga hlut að máli notar maður "hver annar" ("hvert annað" eða "hver önnur"). Reglan er sú sama og um "hvor annar".
"Stjórnmálaflokkarnir berjast við hvern annan um atkvæði" er rangt. "Hver" berst við "annan" og því er rétt að segja: "Stjórnmálaflokkarnir berjast hver við annan um atkvæði." Kynið breytir ekki reglunni. "Fylkingarnar berjast hver við aðra" ekki "við hverja aðra" – því "hver" fylking berst við "aðra".
Á sama hátt eru fylkingarnar andstæðingar "hver annarrar" en ekki "hverrar annarrar" því "hver" fylking er andstæðingur "annarrar". Þannig eru flokkarnir jafnframt andstæðingar "hver annars" en ekki "hvers annars", "hver" flokkur er jú andstæðingur "annars". Flokkar bjóða því ekki fram "gegn hverjum öðrum" heldur "hver gegn öðrum" og ólíkar fylkingar berjast "hver gegn annarri", ekki "gegn hverri annarri".
3. ... hvorir aðrir
Orðasambandið "hvorir aðrir" ("hvorar aðrar", "hvor önnur") er notað þegar um tvo hópa er að ræða, það er að segja þegar báðir aðilar eru fleirtöluorð.
"Kommúnistar og kapítalistar eru andstæðingar hvorir annarra", ekki "hvorra annarra". "Hvorir" eru andstæðingar "annarra". "Hundar og kettir forðast hvorir aðra" ekki "hvora aðra" – "hvorir" forðast "aðra".
Eins og í hinum dæmunum geta forsetningar og kyn orða flækt þetta við fyrstu sýn, en reglan er þó alltaf eins. "Hnakkamellur og pönkaragellur forðast hvorar aðrar" ("hvorar" forðast "aðrar") og: "Hnakkamellum og pönkaragellum er illa hvorum við aðrar" ("hvorum" er illa við "aðrar").
Hafa ber í huga að tala orða er einvörðungu málfræðilegt atriði. Þannig er "fylking" eintöluorð á meðan "buxur" er fleirtöluorð. Séu tvennar buxur settar saman í þvottavél geta þær því flækst "hvorar í öðrum" ("hvorar" flækjast í "öðrum") en ekki "í hvorum öðrum". Þaðan af síður geta þær flækst "hvor í annarri" og alls, alls ekki "í hvorri annarri".
4. ... hverjir aðrir
Þetta orðasamband er notað þegar aðilar eru þrír eða fleiri og allir fleirtöluorð. "Sjálfstæðismenn, kratar og sósíalistar keppa hverjir við aðra um atkvæði." "Hverjir" keppa við "aðra". Þrennar gallabuxur flækjast "hverjar í öðrum".
Ég hef þetta ekki lengra að sinni og vona að þetta geti orðið einhverjum að gagni í meðferð móðurmálsins. Ég ítreka að þetta er eitt af því sem fæstir gera rétt og þessum leiðbeiningum alls ekki ætlað að vera settar fram af neins konar yfirlæti heldur einungis í auðmjúkri viðleitni til þess að leggja mitt af mörkum til vandaðrar málnotkunar og viðhalds tungunni. Menn eiga jú að vera óhræddir við að bjóða hver öðrum aðstoð.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða að blaðamenn beri gæfu til að skrifa um að Íslendingar ráðist hver á annan og veiti hver öðrum áverka eins og sönnum víkingum sæmir, en ekki að þeir séu að ráðast "á hvern annan" og veita "hverjum öðrum áverka" eins og illa talandi aumingjar.
6 ummæli:
"Þá að því tilskyldu..." Er það eingöngu smekksatriði hvort rita eigi i eða y í "tilskildu"?
Nei, það er ekki smekksatriði. Að tilskilja er sögn sem merkir að áskilja eða setja eitthvað sem skilyrði. Orðið mun víst vera notað í þessari merkingu hér og er því ekki með ufsulonni.
Aftur á móti er sagnorðið að tilskylda, merkir að skylda einhvern til einhvers eðlilega skrifað með ufsulonni enda orðið skylda komið af sagnoriðinu að skulu. Svo er einnig til lýsingarorðið tilskyldur, merkir skyldugur og er því samstofna fyrrnefndu sagnorði og skartar því ufsulonninu af sömu ástæðu.
Úps! Þarna varð mér á í messunni og viðurkenni það umbúðalaust. Tilskilinn er auðvitað með einföldu í öllum föllum. Þarna var hið sjónræna að blekkja mig enda ufsilon í skyldu og fjölskyldu og því öllu. Nú er það samviskuspurningin: "Er það sögufölsun að leiðrétta þetta í blogginu?"
Ég hef tekið eftir því að sumt fólk kann ekki að nota orðin "af" og "að". Það þyrfti að kenna íslendingum muninn, svo fólk hætti að rugla þessu saman! Pirrar mig... ;)
nei, það er sko ekki sögufölsun. Leiðrétti hikstalaust á mínu.
og já, þetta með af og að, gaman af og gaman að. Endalaus ruglingur þar á ferð.
Davíð, varstu einhvern tímann búinn að heyra lögin mín með textunum úr Vísum fyrir vonda krakka? Verð að redda þér upptöku, ef ekki :-)
Ég var einmitt að reyna að útskýra þetta með því að vísa einungis til eðlilegrar máltilfinningar og sleppa því að nota hugtök eins og ópersónulegar sagnir, áhrifssagnir, áhrifslausar sagnir, frumlag, sagnfylling og andlag. Annars er þetta náttúrlega mergurinn málsins og allt sem ég var að segja í örfáum setningum, kæri bróðir.
Skrifa ummæli