föstudagur, ágúst 01, 2008

Fyrirsögn dagsins:

Íkveikja í Nauthólsvík
Talið að kveikt hafi verið í
(24 stundir í dag, bls. 4)

Takið eftir því að aðeins er „talið“ að kveikt hafi verið í. Það er eins og enn sé ekki hafið yfir allan vafa að íkveikjan hafi orðið með þeim hætti, enn sem komið er sé það aðeins líklegasta skýringin á íkveikjunni. Það er sem sagt ekki loku fyrir það skotið að íkveikjan hafi hugsanlega orsakast af öðru en því að kveikt hafi verið í. Ég bíð spenntur eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn málsins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Davíð Þór....

Vantar alveg tónlistar gagnrýni frá Bræðslutónleikunum á Borgarfirði eystra.

En að öðru máli...
Mig vantar að hafa samband við þig t.d í gegnum tölvupóst.
Gætiru sent mér línu og látið í þér heyra ...

Er með texta sem ég þarf að skila af mér til þín..

Með fyrirfram þökk

Heiða að austan
heidasigrun@simnet.is