föstudagur, ágúst 22, 2008

Í dag var ekki bara stór dagur ...

... í íþróttasögu þjóðarinnar og jafnvel sögu lýðveldisins, eins og bent hefur verið á. Þetta var ekki síður stór dagur í sögu íslenskrar tungu, því í dag fæddist „langefsta stig“ lýsingarorða sem forsetfrúin á allan heiður að. Langefsta stig lýsingarorða er aðeins notað við afar hátíðleg tækifæri, eins og í dag. Til hamingju.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dorrit er flottust, í og á öllum stigum.
kv.
Rannveig Árna

Nafnlaus sagði...

Héðan í frá er það klárt mál að Ísland er stórasta land í heimi!

spritti sagði...

Ég grét af þjóðarstolti