miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Sá sem vill láta snúa út úr fyrir sér, rangtúlka sig, vera lögð orð í munn og gerðar upp skoðanir ...

... þarf ekki að gera annað en að láta í ljós skoðun. Asnarnir sjá um afganginn.

12 ummæli:

Hjörtur Howser sagði...

Ert'að kalla mig asna ?
Kv.
HH..

Jimy Maack sagði...

Raunar þarf ekki nema að spyrja spurningar til þess að vera gáfnafarslega nauðgað af fólki með ranghugmyndir um eigin hæfni til að dæma hugarfar annara.

Sindri sagði...

Og ef þú heldur bara kjafti halda þeir að það sé afþví þér sé illa við þá.

Nafnlaus sagði...

Nei Hjörtur, varla er Dabbi að kalla þig asna þótt þú getir verið dálítið asnalegur í þessum málfarsumvöndunum þínum sem eru frekar þreyttar og skipta litlu máli; dálítið morkið dæmi þótt vissulega skipti gott málfar miklu en það á ekki að hefta fólk í tjáningu sinni og segja að svona eigi að tala og skrifa því það er hægt að gera það á svo margvíslegan hátt og það sem einum finnst gott málfar finnst öðrum ekki. En Dabbi, djöfull er ég sammála þér í þessum stutta pistli og ég er líka mjög svo sammála Hirti um að umræðan um útlendinga eigi fullan rétt á sér og hana eigi ekki að kæfa niður með því að benda á þann sem hóf umræðuna sem vonda kallinn - það var góður punktur og pistill hjá þér Hjörtur. En annars, bestu kveðjur úr Hafnarfirði, Svanur Már Snorrason

Hjörtur Howser sagði...

Svanur "I was making a point" ! Einmitt asnarnir myndu svara þessu frábæra stutta bloggi Davíðs svona eins og ég gerði í háði. Taka öllu persónulega og ráðast svo á "vonda kallinn" fyrir það sem hann sagði.
En ég biðst forláts ef málfarsumvandanir mínar eru þreitandi eða pirrandi, ég hef einfaldlega þá skoðun að ekkert skilur okkur frá öðrum þjóðum eins og tungumálið. Það er fjöregg íslendinga og okkur ætti að renna bloðið til skyldunnar þegar við heyrum eða lesum ambögurnar.
Davíð er ábyggilega sammála mér.
Hinsvegar er rétt að það má ekki hefta fólk í tjáningu að það kunni ekki að fara rétt með tunguna, börn má ekki skamma fyrir að segja vitlaust heldur leiðrétta þau svo þau læri.

Jimy Maack sagði...

Heyr! Heyr!

Talandi tungum. Ég mæli með þessu norska háði um danska tungu. Margt til í þessu.

Nafnlaus sagði...

Innlegg í málfarsumvöndun Hjartar:

"Svanur "I was making a point" ! Einmitt asnarnir myndu svara þessu frábæra stutta bloggi Davíðs svona eins og ég gerði í háði. Taka öllu persónulega og ráðast svo á "vonda kallinn" fyrir það sem hann sagði.
En ég biðst forláts ef málfarsumvandanir mínar eru þreYtandi eða pirrandi, ég hef einfaldlega þá skoðun að ekkert SKILJI okkur frá öðrum þjóðum eins og (RÉTTARA: JAFN MIKIÐ OG/Á SAMA HÁTT OG/Á JAFN AFGERANDI MÁTA OG) tungumálið. Það er fjöregg íslendinga og okkur ætti að renna blÓðið til skyldunnar þegar við heyrum eða lesum ambögurnar.
Davíð er ábyggilega sammála mér.
Hinsvegar er rétt að það má ekki hefta fólk í tjáningu að það kunni ekki að fara rétt með tunguna (MAÐUR FER EKKI RÉTT MEÐ TUNGU MAÐUR TALAR RÉTT),börn má ekki skamma fyrir að TALA vitlaust heldur leiðrétta þau svo þau læri."

Kveðja frá einum sem rann blóðið til skyldunnar þegar hann las ambögurnar.

Hjörtur Howser sagði...

OHH !! Enn einn asninn að "wesserbissera" á sig af því hann kann pínulítið í stafsetningu og smá í setningarfræði. Frekar vil ég pirra 1000 asna sem kalla sig Anonymous með málfarsumvöndunum mínum en að leggja þær af, af því mér ver
ður einstaka sinnum á að setja ybsilon þar sem i ætti að vera. En svo verð ég auðvitað að fagna því að menn skuli "TALA" svo rétt að þeir þoli illa að sjá ambögur. (Sjálfur TALA ég ekki þegar ég skrifa). Meðan slíkir menn eru uppi er enn von.
Hinsvegar bið ég alla Anonymous-a sem þurfa að skamma mig, fyrir hvað ég tala og skrifa hræðilega vitlausa og ljóta íslensku, að gera það frekar á minni bloggsíðu svo síða Davíðs þurfi ekki að líða fyrir hálvitaganginn í mér.
Skjóstu þangað Anonymous og reynd'að finna stafsetningar-eða málvillur þar.
En lestu samt blogg Davíðs fyrst og reynd'að skilja hvað um er rætt.

Nafnlaus sagði...

Ég les þína síðu reglulega mér til ánægju Hjörtur. Mér fannst hins vegar of fyndið að skrifa ekki þetta komment, áttaði mig ekki á hve viðkvæmur þú værir fyrir þessu. Þetta átti nú bara að vera grín og hélt ég að engin síða væri betri til að setja grínið fram en síða Davíðs.

Hvernig stendur á því að allir eru svo hástemmdir í kommentum hér? Maður er þegar í stað stimplaður asni fyrir smádjók. Það er umhugsunarefni á síðu hjá jafnfyndnum manni og Davíð er.

Hjört hef ég hingað til þekkt einnig af góðum húmör, en það er kannski ekki eins gaman þegir grínið snýr að manni sjálfum?

Að endingu, slöppum öll aðeins af og hlæjum að sjálfum okkur og öðrum á græskulausan hátt.

Hjörtur Howser sagði...

OK "I can take a joke" Allt í lagi þá, ef maður getur ekki hlegið að sjálfum sér á maður ekki að vera að ybba gogg.
Kv.
HH..

Nafnlaus sagði...

Hefði kannski verið sniðugt að bæta inn ":)" fyrir aftan eða skilja eftir sniðuga kveðju um að þetta sé grín.

Þegar engir broskallar eru í commentum sem eru skrifuð í háði, (sérstaklega af anonymous-fólki) þá fær maður það á tilfinninguna að fólk sé að meina þetta.

Allir geta misskilið slíkt og Hjörtur er þar engin undantekning. Ég hélt líka að þú værir að meina þetta kæri anonymous.

Helvítis fíflið þitt :)

Sko, meira að segja hörð og persónuleg skot missa næstum alla neikvæðni við það eitt að tvípunktursvigi er bætt fyrir aftan. Og ég meina ekkert með því að hafa kalla þig "Helvítis fífl" bara svo það sé á hreinu.Var bara að búa-til-punkt (hmm, make-a-point er ekkert sniðugt að snúa hrátt yfir á íslensku :) )

Bestu kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha....