miðvikudagur, apríl 28, 2010

Að ...

... gefnu tilefni ákvað ég að setja ritgerð sem ég skrifaði í haust á netið, ef einhver skyldi nenna að lesa hana. Hún er ítarlegasta greinargerðin sem ég hef hingað til gert fyrir minni afstöðu til hjónavígslu samkynhneigðra í ljósi mannréttindasjónarmiða, studd guðfræðilegum, kirkjulegum, biblíulegum og siðfræðilegum rökum. Hana má lesa hér.

6 ummæli:

Eyþór Gunnarsson sagði...

Þakka þér fyrir að segja þetta svona skýrt og greinilega Davíð. Það er með ölu óskiljanlegt að á 21. öld séu mannrétindi enn fótum troðin á grundvelli blindrar trúar á vafasaman bókstaf.

Unknown sagði...

Hvað með orð frelsarans í Mark. 10? Talar hann ekki einmitt þar um karl og konu og karlinn yfirgefi föður og móður til bindast konu sinni?

Davíð Þór sagði...

Það er rétt. Þessi ritgerð var of stutt til að hægt væri að fara ítarlega í saumana á öllum ritningarstöðum sem notaðir hafa verið. Í sambandi við þennan texta þá er ómögulegt að skoða hann sem útilokandi, þótt ekki sé nema vegna fordæmis Jesú sjálfs og lærisveinanna. Ekki fóru þeir að heiman til að ganga í hjónaband.

Fabby sagði...

Það að samkynhneigðir vilji vera meðlimir af kirkjunni má líkja við að hörundsdökkt fólk krefjist þess að fá að vera með í Ku Klux Klan á jafnréttisgrundvelli.

Unknown sagði...

En væntanlega er hann þó að meina þegar maður gengur í hjónaband að þá er hann að ganga að heiman og gengur að eiga konu sína og saman verða þau eitt, væntanlega eru lærisveinarnir kallaðir til annarra starfa eða má jafnvel álykta sem svo að þeir hafi ekki þótt vænlegir kostir fyrir kvenmenn þessa tíma? :)

Maður náttúrulega þvingar ekki einhleypa konu og einhleypan karl í hjónaband? :) nema maður líti á það sem mannréttindi að ganga hjónaband, þó svo að enginn sé hrifinn af manni? :)

Sólveig sagði...

Ég man eftri umfjöllun í belgísku dagblaði um prest sem neitaði að gefa saman karl og konu sem bæði voru háöldruð, á þeirri forsendu að þau gætu ekki gert skyldu sína sem hjón. Kirkjuleg hjónavígsla hefur enga lagalega þýðingu í Belgíu, en presturinn fékk samt ávítur.