miðvikudagur, mars 24, 2010

Nokkrar stjórnmálastefnur útskýrðar fyrir byrjendum:

· Einveldi: Þú átt tvær kýr. Einvaldurinn tekur hluta af mjólkinni.

· Hreinræktaður sósíalismi: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin setur þær í fjós með öllum hinum kúnum í landinu. Þú annast allar kýrnar jafnt og ríkisstjórnin lætur þig fá eins mikla mjólk og þú þarft þér til viðurværis.

· Skrifræðissósíalismi: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin setur þær í fjós með öllum hinum kúnum í landinu þar sem kjúklingabændur annast þær. Þú annast kjúklingana þeirra. Ríkistjórnin lætur þig fá eins mikið af mjólk og eggjum og reglugerð kveður á um að þú þurfir þér til viðurværis.

· Fasismi: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin tekur þær báðar, ræður þig til að annast þær og selur þér mjólkina.

· Hreinræktaður kommúnismi: Þú átt tvær kýr. Nágrannar þínir hjálpa þér að annast þær og þið skiptið mjólkinni á milli ykkar samkvæmt því sem hver þarf sér til viðurværis.

· Sovéskur kommúnismi: Þú átt tvær kýr. Þú þarft að annast þær báðar en ríkisstjórnin hirðir alla mjólkina.

· Kambódískur kommúnismi: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin tekur þær báðar og skýtur þig.

· Herforingjastjórn: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin tekur þær báðar og kveður þig í herinn.

· Beint lýðræði: Þú átt tvær kýr. Nágrannar þínir ákveða hvað verður um mjólkina.

· Þingræði: Þú átt tvær kýr. Nágrannar þínir velja þá sem ákveða hvað verður um mjókina.

· Anarkí: Þú átt tvær kýr. Nágrannar þínir taka sig saman um að stela þeim og drepa þig.

· Kapítalismi: Þú átt tvær kýr. Það er allt of lítill bústofn til að rekstur býlisins sé hagkvæmur. Þú ferð á hausinn og nágranni þinn, sem á 100 kýr, kaupir þær á gjafverði.

· Íslenskur kapítalismi: Þú átt tvær kýr. Ríkisstjórnin gefur vinum sínum þær. Þeir drepa þær og éta og flytja svo til útlanda. Ríkisstjórnin bannar þér að persónugera vandann.

· Íslensk velferðarstjórn: Þú átt tvær kýr sem eru að deyja úr hungri. Ríkisstjórnin bannar þér að fara á súlustaði.

Stolið og staðfært.

3 ummæli:

ill Brilla sagði...

líkar þetta. Mjög flott hjá þér. tvær kýr gott þema. til hamingju (ef þér datt þetta sjálfur í hug)

Kristján sagði...

Skemmtileg útfærsla á gamalli klassík, sbr. http://en.wikipedia.org/wiki/You_have_two_cows

Gadfly sagði...

Skemmtilegt jújú en hvar í veröldinni hafa anarkistar sölsað undir sig allar eignir?