(Lag og ljóð: Jon Bon Jovi, Richard S. Sambora og Desmond Child.
Íslenskur texti: D. Þ. J.)
Þótt skýjaborgir brjóti tröll,
brunnið virðist allt,
grafin gleði öll
og gleymd - og gleymd,
höldum áfram hnarreist og keik
þótt horfin sé öll von
ofan í eitur, reyk
og eymd - og eymd.
Af því að í öðrum eins ólgusjó
að endingu er sama hver lifði og hver dó.
Við höfum hvert annað, það er alveg nóg.
Við öll - við reyndum þó.
Já, það hefst, það hefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Við höfum það ef þú upp ei gefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Vísum allri armæðu á bug.
Allir saman nú,
sýnum dirfsku, dug
og dáð - og dáð.
Sinnuleysið kom jú við kaun,
en hverju breytir það?
Það batnar varla baun
í bráð - í bráð.
Og í öðrum eins ólgusjó
að endingu er sama hver lifði og hver dó.
Við höfum hvert annað, það er alveg nóg.
Við öll - við reyndum þó.
Já, það hefst, það hefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Við höfum það af ef þú upp ei gefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Nú þarf að þreyja þorrann um skeið.
Það er þungbært, en samt okkar eina leið.
Já, það hefst, það hefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Við höfum það af ef þú upp ei gefst.
Ó, ó. Lafir meðan lifir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli