Þessa stöku heyrði ég í gær og vona að ég fari rétt með hana. Ég veit ekki hver höfundur hennar er. Hún er ort í orðastað Davíðs Oddssonar og dregur saman innihald bréfs hans til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.
Ég feginn yrði ef för mín út
frestaðist nokkra daga.
Mig langar að klára blýantsbút
sem ég byrjaður er að naga.
1 ummæli:
Þetta virðist stemma við vísuna eins og Kristján flutti hana.
Þú varst alveg hreint ágætur á árshátíðinni í gær.
Skrifa ummæli