Fyrr í vetur kom Sr. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, að máli við mig og bað mig að prédika hjá sér í kirkjunni við tækifæri. Ég þakkaði boðið, en ýtti því á undan mér vegna anna.
Nú þegar ég var búinn í prófum og farið var að hægjast um hjá mér hafði ég enga afsökun lengur og sl. sunnudag steig ég því í prédikunarstólinn í Laugarneskirkju. Fyrir þá sem hafa áhuga er prédikunin mín nú komin á vefinn. Hana má finna hér.
3 ummæli:
Falleg og góð predikun, til hamingju með hana.
Hins vegar villtist ég á leiðinni hingað, sökum innsláttarvillu og lenti á www.deetheejay.blogpot.com :) Vissirðu af þessu?
Já fín kirkjuræða.(las hana ekki alla samt). Það hlítur að vera gefandi að predika.
Gott hjá þér. Skemmtileg tilviljun að mér hlotnaðist eitt sinn sá heiður að stíga í stólinn og notaði þá einmitt þessa sömu líkingu, að afhenda Guði prókúruna.
Margt er líkt með skyldum.
Skrifa ummæli