mánudagur, apríl 21, 2008

Í svefnrofunum

Mér finnst ég oft á einhverju skemmtilega undarlegu vitundarsviði þegar ég er á milli svefns og vöku. Þessi hugmynd að glæpasögu eða spennumynd kom til mín í svefnrofunum í morgun:

HÚÐFLÚRRÆNINGINN

Hann rændi konum og skildi þær eftir á víðavangi. En áður hafði hann húðflúrað þær svo að þær féllu saman við umhverfið. Þannig að enginn sá þær framar.

(Ykkur er frjálst að nota hana, ekki mun ég gera neitt úr henni.)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó. Ég skildi Húðflúrræningjann svona:

"Hann rændi konum og skildi þær eftir á víðavangi. En áður hafði hann stolið húðflúrunum af þeim og þær sáu þau aldrei framar."

Kv.
Agnes