Í fyrravor hitti ég gamlan kunningja í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Ekki man ég nákvæmlega hvað okkur fór á milli, en hann spurði mig hvaða mánaðardagur væri svo ég leit á úrið mitt til að gá að því. Úrið mitt sýnir mánaðardaga. Þá uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að handleggurinn á mér var ekki nógu langur til að ég sæi það nógu skýrt. Sjálfsagt átti lýsingin þarna inni einhvern hluta að máli. Alltjent varð ég að taka af mér úrið og bera það upp að ljósinu til að geta lesið mánaðardaginn. Þetta var talsvert áfall fyrir mig, ég hef nefnilega haft með eindæmum góða sjón síðan ég man eftir mér. Þetta var í fyrsta sinn sem sjónin hafði brugðist mér.
Skömmu síðar keypti ég hræódýr lesgleraugu af minnsta styrkleika í gæðaversluninni Tiger (sem er dönsk og er því kölluð „Tíjer“ á mínu heimili, ekki „Tæger“) og prófaði að lesa með þeim. Mér fannst það betra en að lesa gleraugnalaus, ég fann að stafirnir voru greinilegri og ég þreyttist ekki eins mikið við lesturinn. Ég sætti mig við það með glöðu geði að vera farinn að þurfa að nota lesgleraugu, því nú gerði ég mér grein fyrir því af hverju ég hafði í verið að slá svona slöku við lestur góðra bóka undanfarið.
Síðastliðið haust settist ég síðan aftur á skólabekk og hóf fullt nám með tilheyrandi bóklestri. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa uppgötvað þessa „ellifjarsýni“ mína áður en að því kom. Ég hefði örmagnast við að reyna að verja heilum degi í bókalestur gleraugnalaus og sennilega hrosið hugur við tilhugsuninni einni saman.
Hins vegar fylgir því ákveðinn galli að þurfa bara gleraugu til að sjá það sem er í seilingarfjarlægð og sjá þá allt í móðu sem er fjær manni þegar maður er með þau á nefinu. Þetta gerir það að verkum að maður verður sífellt að ýta gleraugunum niður á nefbroddinn og vera rýndandi og skimandi, ýmist reigður eða undirleitur til að skoða heiminn á víxl yfir gleraugun og í gegn um þau. Í skólanum þurfti ég sífellt að taka þau af mér til að sjá á töfluna og setja þau á mig til að sjá á bókina. Einnig fannst mér það ókostur við þessi gleraugu að nefið á mér er þannig hannað að þegar ég var með þau í þægilegri stöðu á því strukust augnhárin við glerin. Einnig átti ákveðin baklýsing, sem annars er heppileg við lestur, það til að glampa af umgjörðinni og varpa óþægilegum geislum inn í augað. Ekki misskilja, þessi Tiger-gleraugu voru hverrar krónu virði. Þau kostuðu 300 kall.
Æskuvinur minn úr Hafnarfirði, Pétur Óskarsson, og Dóra, konan hans, hafa nýverið opnað gleraugnaverslun við Strandgötu í Hafnarfirði. Hún heitir Sjónlínan (ég mæli sérstaklega með nostalgíuhorninu). Einhvern tímann bar þessi gleraugnamál á góma í samræðum okkar, sem kannski er engin furða. Hann benti mér að það er kannski engin tilviljun að sum gleraugu kosta 300 kall en önnur hundrað sinnum meira, þótt auðvitað tryggi verðið ekki alltaf gæðin.
Þetta varð til þess að ég kíkti í búðina hans í leit að gleraugum sem hentuðu mér og fann þau. Þau eru sérstaklega hönnuð sem lesgleraugu. Þegar ég er með þau í þægilegri stöðu á nefinu dekka þau aðeins neðri hluta sjónsviðsins, þann sem skrifborðið dekkar, en þegar ég horfi frá mér horfi ég yfir þau án þess að þurfa að reigja mig eða taka þau af mér. Umgjörðin er svört og mött og endurvarpar því ekki bakljósi inn í augað. Svo hæstánægður er ég með þessi gleraugu að ég gerðist gleraugnamódel fyrir þau heiðurshjón, eins og lesendur Fjarðarpóstsins urðu varir við í síðustu viku.
Skemmtilegast finnst mér þó að þau eru „Porsche design“. Það fór þá aldrei þannig að það ætti ekki fyrir mér að liggja að eignast Porsche.
Skömmu síðar keypti ég hræódýr lesgleraugu af minnsta styrkleika í gæðaversluninni Tiger (sem er dönsk og er því kölluð „Tíjer“ á mínu heimili, ekki „Tæger“) og prófaði að lesa með þeim. Mér fannst það betra en að lesa gleraugnalaus, ég fann að stafirnir voru greinilegri og ég þreyttist ekki eins mikið við lesturinn. Ég sætti mig við það með glöðu geði að vera farinn að þurfa að nota lesgleraugu, því nú gerði ég mér grein fyrir því af hverju ég hafði í verið að slá svona slöku við lestur góðra bóka undanfarið.
Síðastliðið haust settist ég síðan aftur á skólabekk og hóf fullt nám með tilheyrandi bóklestri. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa uppgötvað þessa „ellifjarsýni“ mína áður en að því kom. Ég hefði örmagnast við að reyna að verja heilum degi í bókalestur gleraugnalaus og sennilega hrosið hugur við tilhugsuninni einni saman.
Hins vegar fylgir því ákveðinn galli að þurfa bara gleraugu til að sjá það sem er í seilingarfjarlægð og sjá þá allt í móðu sem er fjær manni þegar maður er með þau á nefinu. Þetta gerir það að verkum að maður verður sífellt að ýta gleraugunum niður á nefbroddinn og vera rýndandi og skimandi, ýmist reigður eða undirleitur til að skoða heiminn á víxl yfir gleraugun og í gegn um þau. Í skólanum þurfti ég sífellt að taka þau af mér til að sjá á töfluna og setja þau á mig til að sjá á bókina. Einnig fannst mér það ókostur við þessi gleraugu að nefið á mér er þannig hannað að þegar ég var með þau í þægilegri stöðu á því strukust augnhárin við glerin. Einnig átti ákveðin baklýsing, sem annars er heppileg við lestur, það til að glampa af umgjörðinni og varpa óþægilegum geislum inn í augað. Ekki misskilja, þessi Tiger-gleraugu voru hverrar krónu virði. Þau kostuðu 300 kall.
Æskuvinur minn úr Hafnarfirði, Pétur Óskarsson, og Dóra, konan hans, hafa nýverið opnað gleraugnaverslun við Strandgötu í Hafnarfirði. Hún heitir Sjónlínan (ég mæli sérstaklega með nostalgíuhorninu). Einhvern tímann bar þessi gleraugnamál á góma í samræðum okkar, sem kannski er engin furða. Hann benti mér að það er kannski engin tilviljun að sum gleraugu kosta 300 kall en önnur hundrað sinnum meira, þótt auðvitað tryggi verðið ekki alltaf gæðin.
Þetta varð til þess að ég kíkti í búðina hans í leit að gleraugum sem hentuðu mér og fann þau. Þau eru sérstaklega hönnuð sem lesgleraugu. Þegar ég er með þau í þægilegri stöðu á nefinu dekka þau aðeins neðri hluta sjónsviðsins, þann sem skrifborðið dekkar, en þegar ég horfi frá mér horfi ég yfir þau án þess að þurfa að reigja mig eða taka þau af mér. Umgjörðin er svört og mött og endurvarpar því ekki bakljósi inn í augað. Svo hæstánægður er ég með þessi gleraugu að ég gerðist gleraugnamódel fyrir þau heiðurshjón, eins og lesendur Fjarðarpóstsins urðu varir við í síðustu viku.
Skemmtilegast finnst mér þó að þau eru „Porsche design“. Það fór þá aldrei þannig að það ætti ekki fyrir mér að liggja að eignast Porsche.
1 ummæli:
Jæja gamli vinur
Innilega til hamingju að vera kominn á lista hinna staðföstu gleraugnagláma.
Þú veist það ef þig vantar einhver ráð varðandi eitt og annað um notkun og annað, þá ekki hika við að hafa samband.
Bestu kveðjur
Ingi Hafliði
FYRRVERANDI GLERAUGNAGLÁMUR
(En gleymir samt ekki uppruna sínum og fortíð)
Skrifa ummæli