Mér barst ósk um að birta rétt svar við getrauninni. Það stóð reyndar aldrei til, enda er ég ekki með það á hreinu sjálfur hvað skiltið merkir. Þessi mynd sýnir hins vegar hvernig það er staðsett á hurð léttlestar (ég held að það sé orðið, því neðanjarðar er hún ekki) í Berlín. Sennilega táknar skiltið að menn geti misst jafnvægið þegar lestin tekur af stað, jafnvel að gólfið geti verið hált í bleytu. Annars finnst mér það ólíkt Þjóðverjum, sem annars eru svo nákvæmir varðandi allt svona lagað, að hafa merkinguna ekki augljósari, t. d. með því að hafa bleytu á gólfinu eða sýna handfang sem jafnvægislausi maðurinn er að fálma eftir.
4 ummæli:
Þetta skilti á rætur að rekja til þess tíma þegar læsingar á lestarhurðum voru ekki eins tæknilegar og nú til dags. Þá var hægt að opna vitlausu megin, sem leiddi til þess að maður gat dottið hressilega á rassgatið þeim megin sem enginn var lestarpallurinn.
Skilaboð skiltisins eru sumsé "gættu hvar þú stígur niður fæti, félagi".
Arnar
Ég var nokkuð viss um að verið væri að vara menn við því að detta. Svo eru þríköntuð merki alltaf til viðvörunar.
Kannski er breikdansarar bannaðir í lestunum
Ég er að velta fyrir mér hvort léttlest sé rétta orðið. Þessar borgarlestir (sbr tunnelbanan í Stokkhólmi) ganga ýmist ofanjarðar eða neðanjarðar og eru á mjórri teinum en aðrar lestir. Grenndarlestir (pendeltåg) ganga hinsvegar á venjulegum lestarteinum. Þessi orð notaði ég þegar ég var að útskýra muninn á lestunum við nýkomna Íslendinga þegar ég bjó í Svíþjóð.
Skrifa ummæli