þriðjudagur, maí 02, 2006

Að segja nei

Ég bið lesendur afsökunar á að ekkert hefur birst hér heillengi. Ég hef ekki verið svona latur síðan ég hóf bloggferil minn, en það hefur verið brjálað að gera og mér ekki dottið neitt vitrænt í hug til að setja hér inn. Svo þið skiljið um hvað ég er að tala þá hef ég tekið að mér að semja leikrit til sýninga í haust, yrkja nokkar blaðsíður af dónaskap fyrir listahátíð, skrifa bakþanka í Fréttablaðið og þýða framhaldssakamálaútvarpsleikrit (sem ég held að sé eitt af lengri orðum í íslensku máli) fyrir utan skyldustörf við þýðingar á barnaefni til talsetningar í Sjónvarpinu. Ég verð að fara að koma mér upp hæfileikanum að segja: "Nei takk, sama og þegið en ég hef alveg nóg að gera." Mér datt samt í hug að ég gæti sett bakþankana mína hér inn eins og tveim dögum eftir að þeir hafa birst í blaðinu.

Engin ummæli: