Þegar ég geng út í hið yndislega ferska, íslenska vor (já, ef það snjóar þá fer maður bara í úlpu og hættið þessu væli!) kemst ég einhvern veginn ekki hjá því að fyllast þakklæti yfir því að vera staddur einmitt hér á þessum stað á yfirborði reikistjörnunnar en ekki í einhverjum daunillum mengunarpytti, eins og Aþenu. Ég hef nefnilega komið til Aþenu og þótt hún sé vissulega merkileg borg er mér minnistæðast hvað mér fannst hún skítug og loftlaus.
Að vísu eru hér engar fornaldarrústir að grotna niður úr sótmengun og bensínstybbu eins og í Aþenu eða kastalar á hverjum hól (blóðugir minnisvarðar um kúgun alþýðunnar öldum saman), en hvað með það? Ég veit ekki til þess að í Suður-Evrópu séu neinir burstabæir og þó hef ég aldrei heyrt það notað þeim heimshluta til hnjóðs.
Fólk er nefnilega voða mikið búið að ákveða að ákveðin einkenni á suðrænum löndum séu kostir, svo sem byggingarlistasaga þeirra, verðlag eða veðurfar. En þegar grannt er skoðað tryggja öll þessi fallegu, gömlu hús aðeins að óvíða er viðunandi hreinlætisaðstaða og veðurfarið ... það er beinlínis niðurlægjandi.
Það er eitthvað óviðkunnanlegt við að fullorðnir karlmenn neyðist til að spranga um á nærfötunum á almannafæri til þess eins að kveljast ekki af hita. Þarna suðurfrá er þetta kallað stuttbuxur og bolur, en á mínu heimili heitir þetta nærföt og er notað sem slíkt. Trélímshvít læri þeirra ljá þeim aukinheldur allt annað en glæsileika. Sólbrúnka, sem afhjúpar að fólki finnst það ekki hafa neitt þarfara að gera við sinn skamma tíma hér á jörð en að liggja hreyfingarlaust útivið, ber að mínu mati aðeins vitni um heimsku og leti. Þá vil ég frekar hafa fólk fölt og intressant og í fötum, hafa það á tilfinningunni að því finnist gáfulegra að glugga í bók en að liggja aðgerðarlaust í sólinni eins og saltfiskur til þerris.
Bjórverðið gerir það að vísu eftirsóknarverðara að vera í útlöndum en hér heima – ef maður er virkur alkóhólisti. Hver sá sem sparar sér meira en þúsundkall á dag vegna bjórverðsins í útlöndum á hins vegar við annað og alvarlegra vandamál að stríða gagnvart áfengi en verðlagið á því.
Þess vegna skil ég ekki þetta flandur á fólki – nema auðvitað fólki sem er fyllibyttur.
Bakþankar í Fréttablaðinu 28. maí
Að vísu eru hér engar fornaldarrústir að grotna niður úr sótmengun og bensínstybbu eins og í Aþenu eða kastalar á hverjum hól (blóðugir minnisvarðar um kúgun alþýðunnar öldum saman), en hvað með það? Ég veit ekki til þess að í Suður-Evrópu séu neinir burstabæir og þó hef ég aldrei heyrt það notað þeim heimshluta til hnjóðs.
Fólk er nefnilega voða mikið búið að ákveða að ákveðin einkenni á suðrænum löndum séu kostir, svo sem byggingarlistasaga þeirra, verðlag eða veðurfar. En þegar grannt er skoðað tryggja öll þessi fallegu, gömlu hús aðeins að óvíða er viðunandi hreinlætisaðstaða og veðurfarið ... það er beinlínis niðurlægjandi.
Það er eitthvað óviðkunnanlegt við að fullorðnir karlmenn neyðist til að spranga um á nærfötunum á almannafæri til þess eins að kveljast ekki af hita. Þarna suðurfrá er þetta kallað stuttbuxur og bolur, en á mínu heimili heitir þetta nærföt og er notað sem slíkt. Trélímshvít læri þeirra ljá þeim aukinheldur allt annað en glæsileika. Sólbrúnka, sem afhjúpar að fólki finnst það ekki hafa neitt þarfara að gera við sinn skamma tíma hér á jörð en að liggja hreyfingarlaust útivið, ber að mínu mati aðeins vitni um heimsku og leti. Þá vil ég frekar hafa fólk fölt og intressant og í fötum, hafa það á tilfinningunni að því finnist gáfulegra að glugga í bók en að liggja aðgerðarlaust í sólinni eins og saltfiskur til þerris.
Bjórverðið gerir það að vísu eftirsóknarverðara að vera í útlöndum en hér heima – ef maður er virkur alkóhólisti. Hver sá sem sparar sér meira en þúsundkall á dag vegna bjórverðsins í útlöndum á hins vegar við annað og alvarlegra vandamál að stríða gagnvart áfengi en verðlagið á því.
Þess vegna skil ég ekki þetta flandur á fólki – nema auðvitað fólki sem er fyllibyttur.
Bakþankar í Fréttablaðinu 28. maí
2 ummæli:
Það má alveg lesa í sólbaði!
Hint frá Heiðu.
Ég er með þeim ósköpum gerð að heilasellurnar í mér virka ekki fullkomlega í hitastigi undir 10°C. Þetta hef ég margreynt, þar sem ég ligg yfirleitt í hálfgerðum dvala yfir veturinn og vakna fyrst til hugmyndaauðugra lífs með vorinu þegar hitinn hefur lúsast upp fyrir þessi mörk. Þannig að - þess vegna elska ég suðlægari slóðir en þessar sem ég er fædd á. Eitthvað hefur skaparnum þó gengið til með að láta mig fæðast hér á þessari skrítnu eyju, sem ég geri mér fullkomlega grein fyrir að á engan sinn líka í heiminum og þar sem fyrirfinnst margt sem ekki býðst annars staðar.
Skrifa ummæli