(lag&texti: Benny Anderson & Björn Ulvæus / íslenskur texti: D. Þ. J.)
Ég þræla'og púla út í eitt
svo eytt ég geti'og skuldir greitt.
Ljótt er það.
En þrátt fyrir það aldrei er
neitt afgangs til að leika sér.
Nema hvað.
Draumfagra ég óra á,
í auðkýfing ég þyrfti'að ná.
Hve líf mitt yrði laust við streð,
hve létt þá yrði'og kátt mitt geð.
Fé, fé, fé, fé, fé, fé,
lífið sé spé;
ljúft að vera til.
Fé, fé, fé, fé, fé, fé,
hvorki hlé né
hik á sólar yl.
Aha, aha. Sitthvað gæti ég gert.
Ef ég aðeins ætti fé, fé,
væri'allt mér í vil.
Á hverju strái ekki er
slíkt öðlingsmenni, því er ver.
Ljótt er það.
Og þótt hann væri frír og frjáls
hann félli tæpast mér um háls.
Nema hvað.
Ég þyrfti'að líða'í ljúfri fró
um Las Vegas og Mónakó
og vinna stóran póker pott
af peningum og lifa flott.
Fé, fé, fé, fé, fé, fé,
lífið sé spé … o.s.frv.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli