Þeir sem ætluðu að skemmta sér yfir örvæntingu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar hljóta að hafa orðið fyrir sömu vonbrigðum og ég. Þar er enga örvæntingu að finna, aðeins afneitun. Kjósendum er boðið upp á sömu frasana og í síðustu kosningum, rétt eins og ekkert markvert hafi gerst í pólitíkinni síðan þá. Enda eru þeir einu, sem ekki finnast þessar auglýsingar hjákátlega aumkvunarvert mjálm, fólk sem er svo þrúgað af inngróinni félagshyggjufælni að það kysi Sjálfstæðisflokkinn jafnvel þótt hann hefði orðið uppvís að enn gáleysislegri landráðum og víðtækari mútuþægni en komið hefur á daginn. Í guðfræði er þetta kallað að prédika yfir kórnum, þ.e. að eyða púðri í að sannfæra hina sannfærðu.
Þannig lofar Illugi Gunnarsson eðlilegu viðskipaumhverfi, væntanlega vegna þess að 18 ára alvald yfir íslensku viðskiptaumhverfi var alls ekki nógur tími til að gera það eðlilegt. Þversögnin er síðan að þess á milli er núverandi ríkisstjórn fundið það til foráttu að hafa ekki tekist að gera brunarústir hagkefisins sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig að dýrðarríki sósíalismans á 80 dögum. Frambjóðendur flokksins hafa skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem klifað er á þeirri goðsögn að hægri mönnum einum sé treystandi fyrir peningum. Maður hlýtur að spyrja sig fyrir hvern þær greinar séu skrifaðar. Þeir sem trúa þessu enn hafa tæplega lesið blöðin í allan vetur. Nýbakaður formaður spyr hverjum kjósendur treysti best til að byggja upp hið nýja Ísland eins og hann trúi því raunverulega að eftir það sem á undan er gengið svari nokkur heilvita maður þeirri spurningu: “Þér.”
Eini gallinn við hið ánægjulega og löngu tímabæra hrun Sjálfstæðisflokksins sem þjóðin verður vitni að í nótt er aftur á móti sá að enginn andstæðinga hans getur eignað sér heiðurinn af því. Enginn getur eignað sér vígið nema Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Enskumælandi menn taka stundum þannig til orða að sé einhverjum gefið nóg reipi endi hann á því að hengja sig sjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið að leika lausum hala nógu lengi til að í ljós kom að allt sem hann hefur að bjóða er feigðarflan. Þannig styttir hann sér einfaldlega aldur sjálfur sem pólitískt afl á Íslandi í dag.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. apríl 2009
Þannig lofar Illugi Gunnarsson eðlilegu viðskipaumhverfi, væntanlega vegna þess að 18 ára alvald yfir íslensku viðskiptaumhverfi var alls ekki nógur tími til að gera það eðlilegt. Þversögnin er síðan að þess á milli er núverandi ríkisstjórn fundið það til foráttu að hafa ekki tekist að gera brunarústir hagkefisins sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig að dýrðarríki sósíalismans á 80 dögum. Frambjóðendur flokksins hafa skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem klifað er á þeirri goðsögn að hægri mönnum einum sé treystandi fyrir peningum. Maður hlýtur að spyrja sig fyrir hvern þær greinar séu skrifaðar. Þeir sem trúa þessu enn hafa tæplega lesið blöðin í allan vetur. Nýbakaður formaður spyr hverjum kjósendur treysti best til að byggja upp hið nýja Ísland eins og hann trúi því raunverulega að eftir það sem á undan er gengið svari nokkur heilvita maður þeirri spurningu: “Þér.”
Eini gallinn við hið ánægjulega og löngu tímabæra hrun Sjálfstæðisflokksins sem þjóðin verður vitni að í nótt er aftur á móti sá að enginn andstæðinga hans getur eignað sér heiðurinn af því. Enginn getur eignað sér vígið nema Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Enskumælandi menn taka stundum þannig til orða að sé einhverjum gefið nóg reipi endi hann á því að hengja sig sjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið að leika lausum hala nógu lengi til að í ljós kom að allt sem hann hefur að bjóða er feigðarflan. Þannig styttir hann sér einfaldlega aldur sjálfur sem pólitískt afl á Íslandi í dag.
Bakþankar í Fréttablaðinu 25. apríl 2009
Engin ummæli:
Skrifa ummæli