miðvikudagur, júlí 02, 2008

Einum af tveimur ...

... fréttamönnum á Ísafirði og einum af þremur á Egilsstöðum sagt upp á RÚV.

Svona hljómar fyrirsögn í Tuttuguogfjórum stundum í dag. Hér bráðvantar málfarsaðstoð. Væri ekki hægt að láta krakkana í unglingavinnunni fara yfir babl mállausra blaðamanna áður en það fer í prentun?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig á þetta að vera? "Annar af tveimur" eða "Annar tveggja fréttamanna á Ísafirði og einn þriggja fréttamanna á Egilstöðum var sagt upp"?

Davíð Þór sagði...

Ég var á öllum áttum með að birta þetta, en þar sem þetta á einum þræði að vera málfarsblogg lét ég slag standa.

Nafnlaus sagði...

Annar tveggja og einn af þremur... o.s.frv... eða hvað???

Fyrst þú ert, að því er virðist, nú þegar kominn í Gettu Betur gírinn (til lukku með það -btw-, þú varst minn fyrsti kostur) verður þú að koma með réttu lausnina fyrir þá fáfróðu, en fróðleiks-þyrstu!!!
Ég er of mistækur við uppflettingar og of fáfróður um íslenska málfræði til að vera viss.
Vil vita meira í dag en í gær..

ps. Ég er oft agndofa yfir fáfræði blaðamanna í skrifum þeirra á íslenskri tungu! Hver ræður þetta fólk til starfa?

kv. Sæmund

Davíð Þór sagði...

Annar tveggja, einn af fleirum. Þess vegna stendur maður á öðrum fæti en ekki einum nema maður sé með fleiri fætur en tvo.

Nafnlaus sagði...

Prófaði að lesa þessar athugasemdir standandi á einum af tveimur fótum mínum. Fannst það erfitt alveg þangað til ég fór að standa á öðrum tveggja fóta minna. Þá varð þetta allt miklu skiljanlegra.
kv,
Gunnar, sem gengur ekki á öllum...