fimmtudagur, janúar 10, 2008

Blessað bergið

Á bls. 8 í Fréttablaðinu í dag er frétt sem hefst á orðunum: „Karlmaður af erlendu bergi brotinn hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta konu á salernisskál.“ Næsta frétt fyrir neðan hefst á orðunum: „Innbrotsþjófur var handtekinn af lögreglu höfuðborgarsvæðisins á tannlæknastofu í Mjóddinni aðfararnótt miðvikudagsins.“
Af hverju þykir það ekki fréttnæmt af hvernig bergi síðarnefndi ógæfumaðurinn var brotinn? Var hann ekki af neinu bergi brotinn? Hvenær er maður annars af bergi brotinn og hvenær er maður ekki af bergi brotinn?

8 ummæli:

Unknown sagði...

Í Fréttablaðinu er líka frétt um hafnfirskan karlmann sem réðst að öðrum með straubolta. Það eru því líka þeir sem af hafnfirsku bergi eru brotnir sem fá þess getið í Fréttablaðinu

Nafnlaus sagði...

Þessi fréttaflutningur minnir á þann sem tíðkaðist á Akureyri síðari hluta 20. aldar. "Aðkomumaður olli usla í miðbæ Akureyrar - lamdi mann og annan."
Það er tvennt í stöðunni, annað hvort hafa Akureyringar öðlast meiri víðsýni eða þá að uppivöðslusami aðkomumaðurinn er dáinn.
kveðja, Rannveig Árna

Halli sagði...

Maður er nú oftast af bergi brotinn, nema maður sé sjálfsprottinn.

Sjálfum finnst mér ekki rétt að tilgreina sérstaklega uppruna, kynhneigð eða atvinnu glæpamanna, fyrr en þeir hafa verið dæmdir sekir af þartilgerðum stofnunum.

Nema
1) þegar lögreglan er að lýsa eftir þeim; og
2) þegar komið er í veg fyrir fíkniefnainnflutning - þá finnst mér það fréttnæmt hverra manna og af hvernig bergi menn eru brotnir. Og síst til þess fallið að varpa skugga á aðra af sama bergi.

Nafnlaus sagði...

Ætli það sé samt ekki verra að vera "á bergi brotinn"?
Kv. Gunnar Einar Steingrímsson
http://theicetroll.blog.is

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Vesalings Bergur

Nafnlaus sagði...

Rasískur fréttaflutningur

Nafnlaus sagði...

Mér persónulega finnst bara allt í lagi að segja frá þegar útlendingar eiga í hlut hérna á Íslandinu okkar.
Og persónulega finnst mér alveg komið gott af þessum mönnum það líður ekki sá dagur að það sé frétt um útlendinga að gera eitthvað og svo neita þeir bara fyrir allt sem er bara viðbjóður. Koma hingað og lemja fólk, nauðga konum og bana börnum og svo neita þeir bara..
Ég held að það sé í lagi að nefna þetta.

Nafnlaus sagði...

Í mjóddinni? var hann þá ekki af Hólabergi brotinn?..eða Vesturbergi
Hafdís