Listar yfir jákvæð og neikvæð orð, orðtök og orðasambönd í íslenskri tungu sem tengjast hundum og köttum. "Í hund og kött" tengist báðum skepnum og telst þess vegna ekki með, sömuleiðis "alla sína hunds og kattar tíð". Hins vegar er athyglisvert að "í hund og kött" er núleg mynd orðtaksins "í hund og hrafn", sem í raun ætti að fría köttinn ábyrgð. Þessir listar eru auðvitað ekki tæmandi, ég sleppti öllu eldfornu, úreltu og útdauðu (og því sem ég gleymdi). Þeir ættu þó að gefa einhverja hugmynd um ímynd hunda annars vegar og katta hins vegar í málkennd og tungutaki þjóðarinnar og það hvor skepnan sé dulvitað hærra skrifuð hjá henni.kettir – neikvætt:
Að fara eins og köttur í kring um heitan graut (að geta ekki komið sér að efninu)
Að fara í jólaköttinn (að fá engin föt á jólunum, jafnvel enga gjöf)
Að kaupa köttinn í sekknum (að vera snuðaður í viðskipum)
Að vera algjör kisa (að geta ekki borðað heitan mat)
Ekki upp í nös á ketti (naumt skammtað)
Kattaþvottur (lélegur þvottur, ósannfærandi hreinsun af áburði)
Köttur í bóli bjarnar (mannaskipti til hins verra)
kettir – jákvætt:
Kattarauga (glitauga, mikilvægt öryggistæki)
Kattliðugur (mjög liðugur)
Kattþrifinn (mjög þrifinn)
hundar – neikvætt:
Að fara í hundana (að fara illa, vera sóað)
Að setja upp hundshaus (að fara í fýlu)
Að taka einhverju eins og hverju öðru hundsbiti (verða fyrir tjóni)
Að vera eins og snúið roð í hund (að vera önugur, illur viðureignar)
Á hundavaði (illa og flausturslega)
Eins og halaklipptur hundur (mjög sneyptur)
Éttu hund! (hundur kemur hér í stað skíts)
Hundalíf (líf við bág kjör)
Hundalógík (ómerkileg röksemdafærsla)
Hundasund (ómerkilegur sundstíll)
Hundingi (skammaryrði)
Hundheiðinn (trúlaus)
Hundleiðinlegur (afar leiðinlegur)
Hundseyra (slæm meðferð á bók (ekki mjög þekkt))
Hundtryggur (gagnrýnislaus tryggð sem krefst algers undirlægjuháttar)
Hundur (lágt spil)
Hundur (um mann)
Rauðir hundar (smitandi veirusjúkdómur)
hundar – jákvætt:
Hundaheppni (fádæma lán)
úrslit:
Kettir (-7 +3 = -4)
Hundar (-18 +1 = -17)
Kettir bursta hunda!
