
kettir – neikvætt:
Að fara eins og köttur í kring um heitan graut (að geta ekki komið sér að efninu)
Að fara í jólaköttinn (að fá engin föt á jólunum, jafnvel enga gjöf)
Að kaupa köttinn í sekknum (að vera snuðaður í viðskipum)
Að vera algjör kisa (að geta ekki borðað heitan mat)
Ekki upp í nös á ketti (naumt skammtað)
Kattaþvottur (lélegur þvottur, ósannfærandi hreinsun af áburði)
Köttur í bóli bjarnar (mannaskipti til hins verra)
kettir – jákvætt:
Kattarauga (glitauga, mikilvægt öryggistæki)
Kattliðugur (mjög liðugur)
Kattþrifinn (mjög þrifinn)
hundar – neikvætt:
Að fara í hundana (að fara illa, vera sóað)
Að setja upp hundshaus (að fara í fýlu)
Að taka einhverju eins og hverju öðru hundsbiti (verða fyrir tjóni)
Að vera eins og snúið roð í hund (að vera önugur, illur viðureignar)
Á hundavaði (illa og flausturslega)
Eins og halaklipptur hundur (mjög sneyptur)
Éttu hund! (hundur kemur hér í stað skíts)
Hundalíf (líf við bág kjör)
Hundalógík (ómerkileg röksemdafærsla)
Hundasund (ómerkilegur sundstíll)
Hundingi (skammaryrði)
Hundheiðinn (trúlaus)
Hundleiðinlegur (afar leiðinlegur)
Hundseyra (slæm meðferð á bók (ekki mjög þekkt))
Hundtryggur (gagnrýnislaus tryggð sem krefst algers undirlægjuháttar)
Hundur (lágt spil)
Hundur (um mann)
Rauðir hundar (smitandi veirusjúkdómur)
hundar – jákvætt:
Hundaheppni (fádæma lán)
úrslit:
Kettir (-7 +3 = -4)
Hundar (-18 +1 = -17)
Kettir bursta hunda!