mánudagur, janúar 29, 2007

Prédikun

Fyrir rúmum mánuði kom sóknarpresturinn minn, Sigurður Árni Þórðarson, að máli við mig og spurði mig hvort ekki mætti bjóða mér að prédika við guðsþjónustu í Neskirkju. Það hefur færst í vöxt að undanförnu að leikmönnum sé boðið að prédika við messur í Þjóðkirkjunni. Mér fannst mér sýndur heiður og traust með þessari málaleitan og ákvað að skorast ekki undan. Úr varð að við messu í gær sté ég í púltið og prédikaði yfir kirkjugestum. Prédikunin er nú komin á vefinn og er hérna.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ferð að komast í tölu dýrlinga Davíð. Það segi ég satt.

Nafnlaus sagði...

Er boðskapur þjóðsögunnar ekki sá að trúarbrögð skemmi trúna?

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt. Það er ljóst að mikinn kennimann hefur fólkið misst þegar þú ákvaðst að hætta í prestinum.
Þorvaldur

Nafnlaus sagði...

Kærkominn lestur. Það hefur háð mér að finna ekki trúarylinn í þeim predikunum sem ég hef setið undir. Með undantekningum auðvitað, eins og í þessu tilviki...

Nafnlaus sagði...

þú ert svo fær að koma fyrir þér orði Davíð, í hvert skipti sem ég hef fengið tækifæri til að hlusta á þig heyri ég það sem þú segir. Minn Guð er í "speeddial" því ég hringi oft og iðulega í hann, helst til að þakka fyrir en ekki heimta... hefðir kannski gaman af því að lesa uppskrift mína af Guði á síðunni minni ???

kv.Kleó

Nafnlaus sagði...

kleopatra.blog.is